Hlekkur 1, vika 5

Á mánudaginn var ég veik en mér var sat að það hefði verið farið yfir hutök fyrir próf sem er á fimmtudaginn, hér eru dæmi um hutök:

Vistkerfi-er hugtak í vistfræði og vísar til safns af ferlum og einingum sem taka þátt í og valda hegðun einhvers skilgreinds hluta af lífhvolfinu. Hugtakið á venjulega við um allar lifandi og líflausar einingar og samspil þeirra á tilteknum stað, sem getur verið risavaxinn (t.d. Atlantshafið) eða agnarlítill (t.d. eitt fiskabúr), sbr. hugtakið visthrif. Heimild

Stofn-er hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á afmörkuðu svæði. Í hverju vistkerfi komast þær lífverur helst af sem hafa lagað sig best að umhverfi sínu.Heimild

Sess-er hlutverk tegundar í samfélaginu. Sess tegundar felur meðal annars í sér það sem hún étur (fæðusess), nærumhverfið sem hún lifir við (umhverfissess) og hvernig hún aflar sér fæðu (atferlissess) (T.J. King).Grunnsess tegundar er þær umhverfisaðstæður sem tegundin getur lifað við.Raunsess vegna samkeppni, afráns og sníkjulífis geta tegundir ekki nýtt sér nema hlut af grunn­s­ess sínum.Heimild

Á fimmtudaginn var svo próf og mér gekk áætlega, eftir prófið var smá fyrirlestur ala Gyða. Við horfðum á þetta myndband H’ER  og þetta myndband hér horfðum við líka á en það er frekar fyndið 

xlitnin

Þetta er x-littningur og er meðal annars það sem við munum læra um í erfðafræðinni sem er framundan.Heimild

Bless í bili Náttúruræðistjarnan 😀