Hlekkur 1, vika 6

Við byrjuðum á smá fyrirlestri og fórum svo niður í tölvuver inná Erfðir.is og gerðum vrkefni og lásum um gen og erfðir hér eru smá upplýsingar um erfðir:

 • Litningur er því eins og bók með um 100 milljón stafir og erfðaefnið eða genin í öllum litningum í einum manni samsvarar um 3 milljörðum bókstafa.
 • Þetta eru svo margir stafir að þeir þyrftu um það bil 1600 stórar bækur, ef það ætti að prenta þá alla.
 • Allt þetta kemst fyrir í einni lítilli frumu, svo lítilli að maður getur ekki séð hana með berum augum!
 • Helmingur litninganna 46 (manstu, þau koma í pörum og pörin eru 23), kemur frá mömmunni og hinn helmingurinn frá pabbanum.
 • Það er svolítið mismunandi hversu mörg litningapör lifandi verur hafa. Til dæmis hefur ávaxtafluga bara fjóra litninga í sínum frumukjörnum.
 • Hvert og eitt gen hefur ákveðnu verki að sinna.
 • Það inniheldur leiðbeiningar til að geta búið til ákveðin eggjahvítuefni í frumunni. Bein, tennur, hár, eyrnasneplar, vöðvar, blóð og margt fleira í líkamanum er búið til úr eggjahvítuefnum.
 • Hvert gen getur búið til margar tegundir af eggjahvítuefnum en þau eru nokkur hundruð þúsund til samans.
 • Gen eru í pörum eins og litningar.
 • Hvort foreldra þinna um sig hefur tvö sett af genum og hvort fyrir sig sendir áfram annað genið af tveimur til að búa til það sem þú færð af genum.
 • Genin sem þú færð segja svo til um það hvernig þú lítur út og ert.
 • Heimimild

Fréttir:

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Stórhættulegt gen sem eykur líkur á blöðruhálskrabbameini uppgvötvað

XOXO Náttúrufræðistjarnan 😉