Hlekkur 1, vika 7

Á mánudaginn var fyrirlestur hjá gydu og við lærðum hugtök eins og

ríkjandi gen og víkjandi gen?:

 • Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni.
 • Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866.
 • Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hreinræktuðum afbrigðum sem ólík voru um gagnstæð einkenni og fylgdist með erfðum einkennanna í tvær kynslóðir.
 • Þegar hann æxlaði til dæmis saman afbrigði með gul kímblöð og afbrigði með græn kímblöð höfðu allar plöntur í fyrstu kynslóð afkomenda gul kímblöð.
 • Þegar afkomendunum var síðan æxlað saman innbyrðis höfðu 3/4 afkvæmisplantnanna gul kímblöð en 1/4 græn kímblöð.
 • Mendel fékk sömu niðurstöðu í tilraunum með sex önnur einkenni.
 • Annað einkennið hvarf alltaf í fyrstu kynslóð afkomenda en kom fram hjá fjórðungi afkomenda í næstu kynslóð.
 • Mendel kallaði einkennið sem hverfur víkjandi (recessive) en það sem eitt kemur fram í fyrstu kynslóð kallaði hann ríkjandi (dominant).
 • Heimild

Arfgerð og svipgerð

 • Arfgerð er safn allra gena í frumum einstaklings.
 • Arfgerðin er þannig allt það sem einstaklingur hefur erft frá foreldrum sínum. 
 • Arfgerð tjáir gerð genamengis, hvernig gen við höfum erft frá foreldrum okkar.
 • Arfgerðin birtist í svipgerðinni. Talað er um að arfgerð og umhverfi móti svipgerðina.
 • Svipgerð er safn allra einkenna einstaklings og mótast hún bæði af arfgerð og umhverfi. Dæmi um svipgerð er háralitur og blóðflokkur.
 • Svipgerð kemur m.a. fram í útliti og útlit er augnlitur, háralitur, húðlitur o.s.frv. en einnig blóðflokkur, gerð beina, starfsemi hjarta o.s.frv.
 • Svipgerð tjáir hvernig gen birtast í útlitinu og við notum orðið útlit hér í mjög víðum skilningi. Litblinda er útlit, einnig dreyrasýki o.s.frv.
 • Svipgerð er þýðing á orðinu phenotype en arfgerð á orðinu genotype. 
 • Það er reyndar svolítið stirt að segja að svipgerðin komi fram í útlitinu, svipgerð er auðvitað bara svipgerð.
 • Heimild

En á fimmtudaginn krufðum við hvítar tilraunarottur…. það er frekar erfitt að finna upplýsingar um þessar rottur svo ég ætla bara að skrifa u brúnrottur, hér er mynd af rottu eins o við krufðum HeimildAlbino_Rat

Brúnrotta

 • fræðiheiti: Rattus norvegicus
 • er rotta með heimkynni í öllum álfum heims nema á suðurskautslandinu.
 • Talið er að hún eigi uppruna sinn að rekja til Kína og hafi dreifst þaðan um heiminn.
 • Í Evrópu og Norður-Ameríku er hún ríkjandi en annars staðar víkur hún fyrir svartrottunni.
 • Heimild

Fréttir:

BLess í bili Náttúrufræðistjarnan :)