Hlekkur 1, vika 8

bodvið fengum fyrirlestur um blóðflokka í fyrri tímanumog í seinni tímanum fengum við tíma til að gera skýrsluna um rottukrufningusíðustu viku.

Hver er algengast blóðflokkur í hemi ?

 • Arfgerð B er hins vegar ein sú sjaldgæfasta og hafa einungis um 16% jarðarbúa hana.
 • Þessir einstaklingar geta verið í blóðflokki B og AB. Arfgerð B finnst helst í Mið-Asíu og Afríku en er mjög sjaldgæf í Ameríku og Ástralíu.
 • Arfgerð A er aðeins algengari en B en um 21% jarðarbúa hafa hana.
 • Þessir einstaklingar eru þá annað hvort í blóðflokki A eða AB. Arfgerð A hefur hæsta tíðni í litlum samfélögum eins og til dæmis meðal frumbyggja Ástralíu, meðal indíána í Montanafylki í Bandaríkjunum og hjá Sömum í norðanverði Skandinavíu.
 • Hins vegar er þessi arfgerð mjög sjaldgæf í Suður-Ameríku þar sem O-flokkurinn er alls ráðandi.
 • Þess má að lokum geta að á Íslandi eru um 56% í blóðflokki O, 32% í blóðflokki A, 10% í B og einungis 3% í blóðflokki AB.
 • Til samanburðar þá er A flokkurinn algengastur hjá frændum okkar Norðmönnum þar sem 49% tilheyra þeim flokki, 39% eru í O flokki, 8% í B og 4% Norðmanna eru í AB blóðflokknum
 • Heimild

Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóðgjöf úr flokki B ?

 • Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum og þetta er hvers vegna.
 •  Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum.
 • Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka.
 • Aftur á móti eru þeir með mótefni gegn B-vaka í blóðvökva sínum.
 • Þetta er öfugt hjá þeim sem eru í B-blóðflokki, þeir hafa B-mótefnavaka en mynda mótefni gegn A-vaka.
 • Ef blóðþegi í blóðflokki A fær blóð með B-vaka á rauðu blóðkornunum ráðast B-mótefni hans á þau og aðkomublóðið hleypur í kekki.
 • Kekkirnir virka sem blóðtappar og hindra streymi blóðs um æðarnar sem er að sjálfsögu miður gott.
 • Hið sama getur gerst ef blóðþega í O-blóðflokki er gefið blóð sem tilheyrir A-, B-, eða AB-blóðflokki því eins og sést í töflunni hér fyrir ofan er einstaklingur í O-flokkunum með mótefni gegn bæði A- og B-vökum.
 • Í blóði hans er hins vegar enginn vaki sem mótefni væntanlegs blóðþega gæti ráðist gegn og því getur hann gefið öllum blóð.
 • Einstaklingur í AB-blóðflokki er með bæði A -og B-vaka en engin mótefni.
 • Það hefur í för með sér að hann getur þegið blóð úr öllum flokkum en aðeins gefið blóð til einstaklings í sama blóðflokki.
 • Þetta á þó að sjálfsögðu einungis við um ABO-blóðflokkakerfið en til eru margir aðrir flokkar sem eru algjörlega óháðir ABO-kerfinu, til dæmis Rhesus-kerfið.
 • Heimild

 

Fréttir

tæknifrjóvgunarmistök í singapúr !

Heimild myndar

 

BLess í bili náttúrufræðistjarnan 😉