Hlekkur 2, vika 1.

Á mánudaginn vorum við med dani í heimsókn og vorum ekki í tíma með þeim. Á fimmtudaginn byrjuðum við í efnafræði og rifjuðum upp hugtök tengd henni.

Efnafræði:

  •  er sú grein vísindanna sem fjallar um þau efni, sem finnast í heiminum, jafnt frumefni sem samsett efni.
  • Þær eindir sem efnafræðin fæst við eru frumeindir (atóm) og sameindir.
  • Frumeindirnar eru samsettar úr þremur gerðum smærri einda – rafeindum, róteindum, og nifteindum.
  • Nifteindir og róteindir koma ekki fyrir í efnahvörf  nema í kjarnefnafræði þó er undantekning: stakar róteindir sem eru í raun H+ jónir gera það aftur á móti í sýru-basa hvörfum.
  • Frumefnunum er skipt upp í töflu sem sýnir eiginleika þeirra og byggingu.
  • Dímítrí Mendeléf kynnti þessa töflu fyrstur manna til sögunnar og kom hún í stað margra fyrri tilrauna manna til þess að búa til slíka töflu.
  • Taflan er þekkt sem lotukerfið, stundum kölluð frumefnataflan

 

chemistry-pictures