Hlekkur 2, vika 2

Ég biðst afsökunar á hvað þetta kemur seinnt inn en ég náði ekki að gera þetta í vikunni. en það sem við gerðum þessa vikuna var:

Mánudaginn: var menningarferð svo að viðfórum ekki í tíma.

Fimmtudaginn: Rifjuðum upp og reyndum að muna hvað er sætistala, massatala og rafeindaskipan í frumeind.

Sætistala

 • er hugtak notað í efnafræði og eðlisfræði sem stendur fyrir fjölda róteinda  í kjarna frumeinda.
 • Í óhlaðinni frumeind er fjöldi rafeinda sá sami og fjöldi róteinda.
 • Sætistala átti upprunalega um sæti frumefnis í lotukerfinu.
 • Þegar Mendeleev raðaði frumefnunum, sem þekkt voru á hans tíma, eftir efnafræðilegum eiginleikum, var það augljóst að ef þeim var raðað í röð eftir atómmassa kom í ljós nokkuð ósamræmi.
 • Sem dæmi, ef joði og tellúr var raðað í röð eftir atómmassa, virtust þau vera í vitlausri röð, en ef þeim var víxlað pössuðu þau betur.
 • Með því að raða þeim í röð eftir líkum efnafræðilegum eiginleikum, var tala þeirra í kerfinu sætistala þeirra.
 • Þessi tala virtist vera næstum í hlutfalli við massa frumeindanna, en eins og þetta misræmi gat með sér, virtist sætistalan endurspegla einhverna annann eiginleika en massa.
 • Þessi frávik í röðun voru loksins útskýrð eftir rannsóknir af Henry Moseley árið 1913.
 • Moseley uppgötvaði skýrt samband milli röntgengeislabrotrófs frumefna og staðsetningu þeirra í lotukerfinu.
 • Það var seinna sýnt fram á að sætistalan samsvaraði rafhleðslu kjarnans — með öðrum orðum fjölda róteinda.
 • Það er þessi hleðsla sem að gefur frumefnunum efnisfræðilega eiginleika þeirra, frekar en atómmassinn.
 • Heimild

Fréttir

Fá Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á kolefni

Bless í bili