Hlekkur 2, vika 3

Á mánudaginn fórum við í að stilla efnajöfnur og gerðum verkefni tengd því og á fimmtufaginn fórum við betur í þessi verkefni ásamt öðrum líka. Hér eru linkar inná þessi verkefni:

Frumeindir og öreindir

Stilla efnajöfnur

Eyðufylling

Að stilla efnajöfnur:

 • Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
 • Atómin varðveitast við efnahvarfið,  það er sami fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir efnahvarf.
 • Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.
 • Heimild

Dæmi

 • Ostasamloka samanstendur af tveimur brauðsneiðum og einni ostsneið. Við ætlum að búa til 3 ostasamlokur en höfum einungis 3 brauðsneiðar og 1 ostsneið. Það er því ljóst að ekki er unnt að búa til 3 ostasamlokur. Óstillt efnajafna fyrir myndun þessara ostasamloka er eftirfarandi:

  3 brauðsneiðar + 1 ostsneið → 3 samlokur

 • Til að dæmið okkar gangi upp þarf að margfalda brauðsneiðarnar með 2 og ostsneiðina með 3. Þá fáum við eftirfarandi efnajöfnu:

  6 brauðsneiðar + 3 ostsneiðar → 3 samlokur

 • Nú höfum við stillt jöfnuna og sjáum að til þess að búa til 3 samlokur þurfum við 6 brauðsneiðar og 3 ostsneiðar.

 • Heimild texta
 • Heimild myndar og útskýringa

 

kkkkkk

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

 

Bless í bili