Hlekkur 2, vika 4

 

Á mánudaginn var stuut könnun um af stilla efnajöfnur og nokkrar spurningar.

Á fimmtudaginn var svo tilraun, byrjuðum sammt tímann á smá umræðum. Tilraunin var um sýrustig.

Sýrustig

 • Sýrustig lausna er mælikvarði á styrk vetnisjóna í lausninni, en vökvi er því súrari sem sýrustigið er lægri tala (núll er lægst).
 • Sýrustig ákvarðast af magni hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni.
 • Í hverri sameind vatns eru tvö vetnisatóm (H) og eitt súrefnisatóm (O) og er hún auðkennd með tákninu H2O.
 • Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra.
 • Sú tala sem sýnir sýrustig er táknuð sem pH.
 • Heimild

Jónir

 • Jón (eða fareind) er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu.
 • Jón sem hefur fleiri rafeindir í rafeindahveli sínu en róteindir í kjarnanum er neikvætt hlaðin jón og er stundum nefnd anjón frá gríska orðinu ἀνω (anο) sem þýðir „upp“ (líka forjón og mínusjón) því hún laðast að forskautum.
 • Jákvætt hlaðin fareind hefur færri rafeindir en róteindir og er kölluð katjón frá gríska orðinu κατo (kata) sem þýðir „niður“ (líka bakjón og plúsjón) því hún laðast að bakskautum.
 • Ummyndun frumeindar úr óhlaðinni frumeind yfir í jón og jónunarástand er kallað jónun. Þegar jónum og rafeindum er hópað saman til að mynda hlutlausar frumeindir er það kallað jónfang.
 • Ein- og fjölatóma jónir eru táknaðar með hávísi þar sem plús eða mínus merki gefur til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefinn eða tekinn.
 • Heimild
 • Á myninni sjást jónirnar anjóm og katjón.
 • Heimild myndar

untitled

 

Basi

 • Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir.
 • Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð  forjóna.
 • Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna.
 • Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.
 • Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.
 • Heimild

Sýra

 • Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö.
 • Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi).
 • Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið
 • Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)},
 • þar sem Q er misstór efnahópur.
 • Allar þær sýrur sem líkaminn notar í sínum daglegu störfum (fyrir utan saltsýru í maganum) eru lífrænar sýrur.
 • Heimild
 • Heimild myndar
 • Það er mikil sýra í sítrónum.8

Sýrustigskvarðinn

 • Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust.
 • Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.
 • Kvarðinn er lógaritmískur, en það þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10.
 • Þannig er PH-gildið 6 er tíu sinnum súrara en hlutlausa Ph-gildið 7.
 • Á lógaritmískum kvarða er pH 5 hundrað sinnum súrara en pH 7 þar sem munurinn er tvö pH (10×10).
 • Neðsta gildi kvarðans er 0, sem er þá tíu milljón sinnum súrara en pH 7 (hlutlaust sýrustig) vegna þess að þarna munar 7 stigum(10).
 • Ef farið er upp eftir kvarðanum gildir það sama: pH 8 er tíu sinnum basískari gildi en hlutlausa pH 7.
 • Af þessu er ljóst að það sem sýnist óveruleg breyting a pH-gildi lausnar hefur mikil áhrif á sýustig hennar.
 • Heimild texta og myndar

10Bless í bili

Náttúrufræðistjarnan :)