Hlekkur 2,vika 6

Á mánudaginn vorum við eiginlega í svona típískum jólafíling og tókum tímann bara rólaga og byrjuðum bara á að  tala saman um hitt og þetta tengt náminu . Síöan fórum svo í alias, sem er fyrir þá sem ekki vita leikur þar sem maður fær orö og á að lýsa því fyrir liðsfélum sínum og reyna að vera fyrstur að komast í “mark“. Dæmi um hugtök sem voru í leiknum eru  Grýla, nöfn á jólasvveinum og allskonar orð úr efnafræöinni eins og Rafeindahvolf, lotukerfi, róteind, nifteind, öreind, kjarni, sýra, basi, basískt, skýrsla og miklu miklu fleiri.

Fréttir:

Fjölmiðlar brugðust konum árið 2013

Krakkar telja sig vita meirra um netið en foreldrarnir

Tunglfari skotið á loft

Á fimmtudaginn var svo komið að þurrístilraununum og við prófuðum nokkrar mismunandi tilraunir. Hér fyrir neðan er það sem ég gerði og útskýringar á þessum tilraunum.

Tilraunirnar

Heitt vatn og blöðrur

Við byrjuðum á að setja nokkra þurrísmola í sitthvort tilraunaglasið og tílrauna glösin á glasagrind.  Svo settum við heitt vatn í eina blöðru og kallt vatn í hina. Við festum því næst blöðrurnar á glösin og hvolfdum úr þeim yfir í glösin. Þá byrjuðu blöðrurnar að blása út, sú með heita vatninu blés miku meira út og það er vegna þess að sameindirnar eru á meiri hveyfingu ef vatnið er heitt sem lætur blöðuna blása meira út.

Hér í þessu myndbandi er sýnt muninn hreyfingu í heitu og köldu vatni.

Hér er mynd úr tilrauninni, bleika blaðran er sú með heita vatninu. :)

1483227_788548967826260_1224318908_n

Sápuglas

Í þessari tilraun setum við þurrís í glas og setjum vatn útí. Svo tökum við efnisbút sem er bleyttur með sápuvatni og rennum eftir börmunum á glasinu og þá á sápukúlan að þenjast út og frosna. Þá gerist uppgufunin ínní í kúlunni. Við náðum að gera þetta einu sinni, þetta er svoldil kúnst, því það má ekki gera þetta of hratt því að þá virkar þetta ekki

Í þessu myndbandi sést hvernig þetta er gert.

Hér mynd af okkur að reyna þetta.

1470181_788549004492923_1378772411_n1470253_788549031159587_1872802462_n

Sápukúla í lofti

Það er byrjað á því að setja þurrís í stórt glerbúr. Svo er blásið sápukúlur ofaní ílátið og hún flýgur bara í lausu lofti og kemmst ekki alla leið niður. Þetta gerist afþví að neðst í búrinu er koltvíoxíðin úr þurrísnum. Koltvíoxið er þyngri en sápukúlan og  þess vegna hrindir hún kúlunni.

Aftarlega í þessu myndbandi er þetta sýnt

Þessi mynd er tekin ofan í glerbúrið.

1441371_788549131159577_178073636_n

Eldspýta og Kerti

Fyrst er kvveikt á kerti og það er sett í skál. Síðan er hellt þúrrís útí skálina og við það slokknar á kertinu vegna þess að þurrís er koltvíoxið og loginn nær ekki í súrefni sem hann þarf til að loga. Nú sama hvað maður reynir að kveikja á kertinu, þá slokknar á á eldspýtunni um leið og maður setur það ofaní skálina.

Þetta sést í byrjuninni á þessi myndbandi

 

 

Málmar

Síðasta tilraunin sem við gerðum svona: Mað setur mismunandi málma í vatn og leggur svo á þurrís og þá koma mismunandi hljóð vegna þrýstings sem myndast á milli og  ísinn fer að titra. Þetta lögmál einhvers bern……eitthvað 😛

Þetta sést í þessu myndbandi með skeið

Hvað er Þurrís:

 • Þurrís er fljótandi koltvíoxíð og er mun kaldari en venjulegur klaki og þess vegna er nauðsynlegt að varast að snerta hann með berum höndum.
 • En ef einhver snertir hann lengur en í augnablik getur sá hinn sami frostbrunnið og fengið brunasár.
 • Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð.
 • Þurrís hefur þann eiginleika að þegar hann skellur á yfirborði hlutar þá hverfur hann og aðeins óhreinindi viðkomandi hlutar falla til við hreinsunina.
 • Þessi hreinsunaraðferð hentar sérstakalega á þeim stöðum þar sem ekki má koma vatn og má segja að stundum sé hún eini hreingerningarkosturinn.

Eiginleikar þurríss eru m.a.:

 • Er bragð- og lyktarlaus.
 • Skilur ekki eftir sig leifar vegna þurrgufunar.
 • Er laus við gerla og sýkla.
 • Er ekki eitraður.
 • Er ekki eldfimur.
 • Stór kostur er að hreinsun með þurrís er 100% umhverfisvæn.
 • Þurrís fer beint úr föstu formi í gas en sleppir fljótandi formi, þetta kallast þurrgufun.
 • Og af þessu dregst nafnið þurrís því að ísinn helst alltaf þurr viðkomu, þótt hann sé að skipta um ham eða bráðna.
 • EFnajafnan er þessar breytingar er eftirfarandi:  CO2(s)→CO2(g)
 • Við -78,5°C breytist ísinn í gas.
 • Ef að ísinn er geymdur í loftþéttum umbúðum sem hleypa gasinu ekki er hættta á að ísinn sprengi þær utan af sér.
 •  Koltvísýringsgasið sem myndast við þurrgufunina hefur margfalt meira rúmmál en þurrísinn.
 • Til dæmis getur vatn verið frosið, fljótandi eða gas í því umhverfi sem við köllum „venjulegt” en ef loftþrýstingurinn er lækkaður töluvert er þurrgufun vatns möguleg og það getur hins vegar ekki verið í vökvaham.

Smá flipp 😛

960141_788549037826253_1779897535_n

 

 

Heimildir þurrís:

Heimild Nr 1

Heimild Nr 2

 

bless í bili Náttúrufræðistjarnan.