Hlekkur 1, vika10

 

Hver var Gregor Mendel ??

 

 • Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið.
 • Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland.
 • Þetta svæði var þá hluti af austurríska keisaraveldinu og var fjölskylda Mendels því þýskumælandi.
 • Foreldrar Mendels voru bændur og sjálfur vann hann sem garðyrkjumaður í æsku.
 • Á unglingsárum stundaði hann nám við Heimspekistofnunina (e. Philosophical Institute) í Olomouc og árið 1843 gekk hann til liðs við munkareglu Ágústína í St. Thomas í Brno.
 • Þar var hann vígður prestur árið 1847 og tók upp nafnið Gregor.
 • Í Tómasarklaustrinu var mjög öflugt samfélag fræðimanna og árið 1851 var Mendel sendur til náms við Háskólann í Vínarborg.
 • Árið 1853 sneri hann aftur til klaustursins og kenndi þar eðlisfræði.
 • snemma í barnæsku varð Mendel mikill náttúruunnandi og hann hafði mikinn áhuga á þróunarfræði og breytileika náttúrunnar.
 • Hann hóf að rannsaka breytileika plantna í tilraunagarði klaustursins eftir hvatningu frá bæði prófessorum sínum við Háskólann í Vín og félögum sínum í klaustrinu.
 • Mendel hafði oft velt því fyrir sér hvernig plöntur öðluðust sérkenni sín, og sagan segir að á gangi í kringum klaustrið hafi hann rekist á óvenjulegt afbrigði af skrautjurt sem óx í kringum klaustrið.
 • Hann gróf jurtina upp og plantaði henni aftur við hliðina á venjulegu afbrigði sömu jurtar.
 • Með þessu vildi hann kanna hvort það væri eingöngu umhverfið sem hefði áhrif á útlit og byggingu jurtanna.
 • Heimild:https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5424

Á mánudaginn fór fram upprifjun fyrir Próf og svo fórum vid í alias til ad rifja upp hugtök.

Á fimmtudaginn var svo próf og mér fannst thad mjog sanngjarnt of gekk agætlega held ég.