Vísindavaka

Nú er sá tími kominn á árinu, Visindavaka. Fyrir þá sem ekki vita , sem veit ekki hverjir eru, þá er vísindavaka hlekkur þar sem við veljum okkur saman í hópa og skilum verkefni um tilraun á einhverju formi ss. myndband, power point kynning eða eitthvað þannig. Ég og Anna Marý ákváðum starx að vera saman í hóp en vorum ekki með hugmynd um hvað við ættluðum að gera eða hvernig við ættluðum að skila því, en i lok fyrsta tíma vísindavökunnar komumst við að þeirri niður stöðu að gera tilraun þar sem við komum harðsoðnu eggi niður í plastflösku. en það fór ekki alveg þannig, í öðrum tíma vísindavökunnar lennti Anna í því að vera veik, og það á afmælisdaginn sinn :(, þannig að Júlía, sem var ein og vanntaði einhvern til að vera með komí hópinn til okkar. Þennann tíma töluðum við í gegnum Facebook við Önnu og ákváðum saman að gera hina klassísku kók og Mentos tilraun, örugglega framkvæmmd á hverju ári. Á mánudeginum eftir þann tíma var starfsdagur og við gerðum ekkert í verkefninu. En á miðvikudaginn fórum við saman útí íþróttahús eftir skóla, það var svo kalt úti, og fengum leifi frá húsverði til að framkvæma tilraunina ínni ísturtuklefunum. Á þeim tímapunkti í sögunni var planið að gera power point kynningu og setja myndbrot inná glærurnar. við þurftum að skríða inní sturturnar til að setja ekki skinjarana af stað en þegar við vorum búin að framkvæma alla tilraunina fóru þær á grunnsamlegan hátt af stað og ég fékk altt yfir mig, ég hef Önnu grunaða um verknaðinn. FImmtudaginn, daginn eftir, skiptum við um skoðun og ákváðum að gera myndband. við notuðum tíma sem féll niður fyrir hádegi, vantaði kennarann, til að byrja að klippa myndbandið og setja saman. Hér er afraskraksturinn, Kók og mentos mynd band, ég bið ykkur að afsaka myndina  í endanum, stundum er húmorinn hennar Önnu óskiljanlegur 😀

Við notuðumst við Visindavefinn við heimildaöflun og hér eru upplýsingar um afhverju kókið gýs þegar mentos er sett í það:

 • Eins og flestir vita innihalda gosdrykkir töluvert af kolsýru sem sleppur út sem koltvísýra við venjulegar herbergisaðstæður.
 • Til að tryggja að kolsýran haldist í drykknum er hann geymdur í lokuðu íláti, til dæmis flösku, undir þrýstingi.
 • um leið og þrýstingnum er hleypt af byrjar kolsýran að streyma úr gosdrykknum en venjulegast tekur þetta ferli nokkurn tíma.
 • Ein ástæða þess að kolsýran rýkur ekki úr drykknum í einu vetfangi er að yfirborð ílátsins er slétt.
 • Þessi sléttleiki gerir það að verkum að gasið sem myndast í drykknum á erfitt með að safnast saman í loftbólur sem síðan næðu að brjóta sér leið upp úr vökvanum.
 • Áhrif slétts yfirborðs eru samt að engu gerð ef flaskan er hrist, eins og flestum ætti að vera kunnugt.
 • Önnur aðferð til að flýta fyrir loftbólumyndun er að bæta einhverju hrufóttu út í gosdrykkinn.
 • Hrjúfa yfirborðið verður þá að nokkurs konar útungunarstöð fyrir loftbólur og gasið á mun auðveldara með að sleppa.
 • Fyrst þegar þessi tilraun var gerð var ekki notað mentos heldur piparmyntubrjóstsykur.
 • Tilraunin vakti litla athygli á sínum tíma, en um það bil sjö til átta árum síðar var hún endurtekin og þá var notað mentos.
 • Þetta var allt saman tekið upp á myndband og myndskeiðinu komið fyrir á netinu.

 En af hverju mentos?

 • Mentos er tiltölulega hrjúft og þungt.
 • Það sekkur því til botns í gosflöskunni og ungar þar út loftbólum tiltölulega hratt.
 • Sumir hafa bent á að hægt sé að ná fram sömu áhrifum með til dæmis matarsalti eða sandi.
 • Matarsaltstilraunin hefur verið gerð og virkar vel, en ekki hefur neinn prófað sand svo vitað sé.

 Og af hverju kók?

 • Ekki virðist nein sérstök ástæða fyrir því að sú gostegund sé notuð umfram aðrar; allt gos hegðar sér eins að þessu leyti.
 • Sumir segja að sykur hægi á loftbólumyndun og því sé betra að nota sykurlaust gos, en aðrir mæla með því að nota sódavatn.

 

 • Kók og mentos hafa samt á einhvern hátt náð að skapa sér sérstöðu í vitund fólks þó svo að hægt sé að skipta þeim báðum út fyrir eitthvað annað.
 • Sennilega eru það hin óvæntu áhrif af samsetningunni sem gerir tilraunina svo áhugaverða og eftirminnilega.

Heimild punkta

Á myndinnni er Júlía að setja mentos í kókið, og á hinni myndinni er einhver maður að gera það sú mynd er fengin Héðan.

Bless í bili 😉

 

images (2)kok_mentos_221007