Hlekkur 4, vika 1

 

Fimmtudaginn var fyrsti tíminn í nýjum hlekk, rafmagn !!! jeeejjjj.

við fengum hugtakakort, glærur og eins og venjulega fáum við bók ef að við sækjumst efrir meiri upplýsingum :).

Hvað er rafmagn ??:

 • Stutta svarið er að orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra.
 • Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvallareiginleikum efnisins og fylgir til dæmis langflestum tegundum öreinda (e. elementary particles) og kvarka (e. quarks), sem eru smæstu eindir efnisins.
 • Rafmagnið sem við mætum í daglegu lífi er þó yfirleitt alltaf tengt þeirri tegund öreinda sem nefnast rafeindir (e. electrons), stað þeirra og hreyfingu.
 • Sérhver öreind eða kvarki af tiltekinni tegund hefur ákveðna rafhleðslu sem er ýmist jákvæð (plúshleðsla), neikvæð (mínushleðsla) eða 0 (núll, það er að segja engin) og um leið einfalt margfeldi af frumhleðslunni (e. elementary charge) sem er táknuð með e.
 • Þannig hefur rafeindin hleðsluna –e en róteindin gagnstæða hleðslu, +e.
 • Þetta þýðir meðal annars að kerfi róteindar og rafeindar hefur heildarhleðsluna 0 (núll), en slíkt kerfi er einmitt léttasta atómið, vetni.
 • Nifteindir (e. neutrons) hafa hins vegar enga hleðslu.
 • Í venjulegu efni eru nær eingöngu þessar þrjár tegundir einda, rafeindir, róteindir og nifteindir og um leið er langoftast jafnmikið af rafeindum og róteindum.
 • Þess vegna er venjulegt efni yfirleitt óhlaðið, hefur enga rafhleðslu sem heild, þannig að rafmagnið í því er oft og tíðum ósýnilegt út á við.
 • Engu að síður eru það rafkraftarnir, aðdráttarkraftarnir milli róteinda og rafeinda, sem halda atómum efnisins saman og eiga þannig mikinn þátt í því að samloðandi efni skuli yfirleitt vera til.
 • Rafeindir eru tæplega 1900 sinnum léttari en róteindir og ýmist frekar laust bundnar atómum efnisins eða geta ferðast alveg frjálst um það.
 • Þetta eru ástæðurnar til þess að þær koma einmitt mest við sögu í rafmagni daglegs lífs eins og áður var sagt.
 • Þegar við greiðum þurrt hár flytjast rafeindir milli efnanna, frá hárinu yfir á greiðuna.
 • Greiðan fær þá neikvæða hleðslu en hárið jákvæða vegna þess að í því eru þá fleiri plúshleðslur á róteindum en mínushleðslur á rafeindum.
 • Ef við berum greiðuna að pappírspjötlum á borðinu fyrir framan okkur sjáum við að þær dragast að greiðunni og lyftast jafnvel frá borðinu.
 • Þetta gerist af því að rafeindirnar í pappírnum færast til innan pjötlunnar þannig að fram kemur aðdráttarkraftur milli hennar og hleðslunnar í greiðunni.
 • Þegar lítil greiða dregur að sér bréfsnifsi er gaman að leiða hugann að því að tveir hlutir eru í rauninni að togast á um bréfið:
 • Greiðan togar upp á við með rafkrafti en jörðin togar í bréfið niður á við með þyngdarkrafti.
 • Meginástæðan til þess að greiðan verður yfirsterkari er sú að rafkraftar eru svo miklu sterkari en þyngdarkrafturinn þegar þeirra fyrrnefndu nýtur við á annað borð, það er að segja þegar hlutur hefur annaðhvort einhverja heildarhleðslu (eins og greiðan) eða þegar rafeindirnar hafa færst verulega til innan hlutarins þannig að hluti hans er plúshlaðinn en annar partur mínushlaðinn.
 • Þetta síðastnefnda fyrirbæri nefnist skautun eða pólun og er einmitt að verki þegar greiðan dregur bréfsnifsi að sér þó að það sé óhlaðið sem heild.
 • Fyrirbæri svipuð þessu með greiðuna og hárið hafa verið þekkt frá alda öðli. Forngrikkir komust til dæmis að því að undarlegir hlutir gerðust þegar þeir neru stangir úr rafi með loðskinni.
 • Rafstöngin gat þá til dæmis dregið að sér létta hluti eins og fuglsfjaðrir. Raf heitir á grísku elektron og íslenska orðið rafmagn er því í rauninni býsna bein þýðing á alþjóðaorðinu sem heitir á ensku electricity.
 • Heimild texta
 • Heimild myndar

untitled

 

 

 

Gyða sagði okkur okkur líka frá því að einu sinni hefði eldungu lostið i stóru styttuna af Jesú í Rio de Janero og hér eru nokkrar myndir af því, heimildirnar eru fyrir neðan þær.

 

untitled (2)

Heimild

Rio-de-Janeiros-iconic-Christ-the-Redeemer-statue-damaged-in-lightning-strike

Heimild

untitled (3)

Heimild

 

9412877

 Heimild

imagesCAQO27HZ

Heimild

 

 

Bless í bili 😉