Hlekkur 5, vika 1

Nú er hlekknum okkar um rafmagn formlega lokið og nýr hlekkur tekur við. Hlekkurinn sem tekur við að þessu sinni er hlekkur það sem umfjöllunarefnið er Ísland. Á mánudaginn var ekki tími vegna vetrarfrís en á fimmtudaginn fórum við yfir heimaprófið úr síðustu viku og fram fóru háheimspekilegar umræður um hin merkilegustu mál teng Ísalndi, okkar fagra móðurlandi 😛 haha. Við semsagt sestust allar niður við stórt borð og hverri okkar var úthlutuð umræðuspurning eins:

  • Hver á tunglið??
  • Hvað er náttúra??
  • Hvað er umhverfi??
  • Er íslenskt vatn íslenskt??
  • Afhverju er refurinn minna mikilvægur en Bangsi?? (bangsi er hundurinn hennar Krístínar)
  • Hvernig mótar maður landið??
  • Menningarlandslag, hvað er það??
  • Hver á Dettifoss??
  • Á ég að hreinsa fjöruna??

Svo stjórnuðum við hver og ein umræðu um okkar spurningu og þegar komin var nóg niðurstaða og allir höfðu komið skoðun sinni á framfæri tók næsta við og svo næsta og svo framvegis.

Þar sem við gerðum ekkert meira þessa vikuna ætla ég bara að setja inn nokkrar fréttir og láta þar við standa.

 

Fréttir

Snjallúr sem mæla líkamsstarfsemina!!

Íþróttaföt sem mæla hjartsláttinn

Fundu 719 nýjar pánetur

 

Bless í bili:)