Hlekkur 5, vika 4

Á mánudaginn byrjuðum við fyrri tímann á fyrirlestur ala Gyða og í seinni tímanum gerðum við verkefni sem er komið inn+i verkefnabankann hjá mér. Á fimmtudaginn kíktum við á blogg og skoðuðum svo gllærur í nearpod og gerðum verkefni í kringum það. Við töluðum um fugla á íslandi hér smá fugla í þéttbýli:

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

 • Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis.
 • Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar.
 • Ísland er meðal nýrra svæða sem starinn hefur sest að á.
 • Varanlega búsetu hans hér á landi má rekja aftur til um 1940 þegar hann hóf að verpa í Hornafirði.
 • Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.
 •  Þegar gengið er um götur evrópskra borga eru yfirgnæfandi líkur á að sjá dúfur (Columbia livia) eða gráspör (Passer domesticus).
 • Í almenningsgörðum víða í Evrópu má einnig sjá krákur (Corvus spp.) og svartþresti  (Turdus merula) svo helstu tegundir séu nefndar.
 • Í þessu ljósi er merkilegt að bæði starinn og húsdúfan eru að uppruna bjargfuglar, en kannski eiga háar byggingar borganna eitthvað sameignlegt með þeirri klettaveröld sem fuglarnir eru upphaflega aðlagaðir að?
 • Heimild

Íslenskir fuglar:

lundi

Lundi (Heimild)

heiðlóaHeiðlóa (Heimild)

snjótittlingurSnjótittlingur (Heimild)

maríuerlaMaríuerla (Heimild)

haförn

Haförn(Heimild)

súlaSúla (Heimild)

Gyða bað okkur að taka eitthugtak úr HVÍTBÓKINNI og útskýra það, ég ættla að útskýra hugtakið fíðlýsing :

Friðlýsing
 • Friðlýsingar ná bæði til einstakra náttúrufyrirbæra, plantna, dýra og steina, sem þá eru friðlýst hvar sem þau eru á landinu og til einstakra staða og landsvæða.
 • Þegar staðir eða svæði eru friðlýst er það alltaf gert í fullu samráði við landeigendur og aðra sem hagsmuna eiga að gæta á viðkomandi stað.
 • Friðlýst svæði á Íslandi eru um 80 og um hvert þeirra gilda sérstakar reglur eftir kringumstæðum á hverjum stað.
 • Heimild

 

Bless í bili 😉