Hlekkur 5, vika 6

Á máanudaginn lögðum við lokahönd á kynningar og á fimmtudaginn fórum við í stutta könnun og fórum svo að vinna í árshátíðarundirbúningi en það sá tími á árinu kominn eina ferðina enn, jiibbí!!!!!!! 😉

en ég veit ekki hvað ég á að skrifa meira svo ég ættla bara að segja ykkur frá hvað ami´nósýrur eru en ég er einmitt að leggja lokahönd á ritgerð sem eru prótein :)

 • Amínósýrur eru í raun byggingarefni prótína, en hver einasta lífvera er gerð úr prótínum, allt frá hinu stærsta dýri að minnstu örveru.
 • Vöðvar, liðbönd, bandvefur, innyfli, kirtlar, neglur, hár og mikill hluti líkamsvökva, þetta er allt samsett úr prótínum.
 • Eins gegna prótín lykilhlutverki í beinvexti. Prótín      hjálpa til við að halda vatnsmagni líkamans í jafnvægi og viðhalda réttu sýrustigi.
 • Þau aðstoða við flutning næringarefna ámilli frumuvökva og vefs, blóðs og vessa.
 • Skortur á prótíni getur því ruglað vökvajafnvægi líkamans og valdið bjúgi.
 • Það eru um 28 amínósýrur sem á mismunandi hátt búa til þau hundruð prótína sem fyrirfinnast í líkamanum.
 • Þær eru ýmist lífsnauðsynlegar (essential) eða ekki (non-essential).
 • Lifrin framleiðir um 80% prósent þeirra amínósýra sem líkaminn þarf (non-essential) en afganginn (essential) þurfum við að fá úr fæðunni.
 • Þær 9 amínósýrur sem líkaminn getur ekki framleitt eru: histidín, ísóleusín, leusín, lýsín, metíónín, fenýlalanín,  þreónín, tryptófan og valín.
 • Að hinar amínósýrurnar séu ekki lífsnauðsynlegar þýðir ekki að líkaminn þurfi þær ekki, heldur að líkaminn geti framleitt þær sjálfur.
 • Heimild

Fréttir:

 

Bless í bili :)