Hlekkur 5, eftir páskafrí

Jæja nú er skólinn kominn aftur á skrið eftir páskafrí og heldur farið að styttast í skólalok, en allavegana fórum við í tíma á mánudaginn en á fimmtdaginn var 1. mai og enginn skóli. Á mánudaginn flutti stór hlluti bekkjarind nearpod kynninguna sína, þar á meðal ég og Anna. En afgangurinn af bekknum fær að flytja sitt verkefni í næstu viku.

dæmi um umfjöllunarefni hinna í bekknum var Kjarnorka og sólarorka.

SÓLARORKA

 • er orka frá sólinni.
 • Þessi orka er á formi hitageisla og ljóss.
 • Sólin hefur sent þessa orku frá sér i milljarða ára.
 • Þessi orka hefur verið notuð frá fornöld og er alltaf að þróast til hins betra.
 • Orkan sem berst til jarðar frá sólu á einni klukkustund nemur árlegri heildarorkuþörf alls mannkyns.
 • Orkan í sólarljósinu er í raun uppspretta flestra annarra orkugjafa jarðar.
 • Sólarorka er drifkrafturinn í veðrakerfum jarðarinnar og því er vind- og vatnsorka  í raun tilkomin vegna hennar.
 • Það sama gildir um orku sem mynduð er við brennslu trjáa og plantna því orkan sem þar losnar er sólarorkan sem plönturnar beisluðu við uppvöxt sinn.
 • Einnig á þetta við um olíu, kol og gas, þessir orkugjafar myndast á milljónum ára úr jurtaleifum og því fyrir tilstilli sólar.[1]
 • Það þarf ekki að vera heiðskýrt til þess að fá orku út úr sólarsellu en rétt staðsetning hefur mikil áhrif á nýtni hennar.
 • Vandamál við sólarsellur hér á landi er að orkuframleiðslan er óörugg, þ.e. háð veðri og árstíðum.
 • Stofnkostnaður er því frekar hár miðað við orkugetu.
 • Einnig eru góð rafhlaða mjög dýr og hafa í augnablikinu stuttan endingartíma vegna mikils álags.
 • Sólarorka er umhverfisvæn og endurnýjanleg orka.
 • Einingarnar eru sjálfstæðar og auðvelt að færa og bæta við.
 • Orkuframleiðslan er hljóðlát og veldur ekki röskun á landslagi.
 • Rafhlaða getur geymt orkuna og framkvæmdin er ódýr miðað við að tengja rafmagnslínur langar leiðir.
 • Einnig er lítill sem enginn rekstrarkostnaður.[2]
 • Það er ekkert á móti því að sólarorkuvirkjun verði miklu meiri en hún er í dag nema að það þarf að framleiða tækin og lækka kostnaðinn.[3]
 • Heimild
 • Heimild Myndar

untitledBless í bili :)