5. og 8.maí

Í þessari viku vorum við í upprifjunum fyrir loka próf, kláruðum reyndar nearpod kynningar og fengum ritgerðir afhentar á mánudaginn. Nú er þetta skóla ár sem og skólagangu okkar að ljúa sem er bæði spennandi og frekar hræðilegt á sama tíma. En allavega áður en við útskrfumst þurfum við að  taka lokapróf í flestum fögum svo núna erum við eiginlega bara búin að vera í því að  rifja upp :)

Hér eru nokkur dæmi um það sem við tókum fyrir á fimmtudaginn:

möttull– jarðar er stærsta hvel jarðar og nær frá neðra borði jarðskorpunnar að ytra borði kjarna jarðar á um 2900 km dýpi. Möttullinn er þéttur og fastur niðri við kjarnann vegna mikils þrýstings. Bergið linast þegar ofar dregur og á um 200 km dýpi er hann seigfljótandi. Síðan verður hann fastur aftur á 100 km dýpi.Mötullinn er með mun málmríkari efnasambönd en jarðskorpan. Við mörk möttuls og kjarna er hitinn um 3250 °C.

sjávarföll-eru ris og hnig sjávar á jörðinni, til komin vegna þyngdarkrafta tungls og sólar sem toga í jörðina. Hugtakið nær yfir bæði flóð, sem er hækkun á yfirborði sjávar, og fjöru, þar sem yfirborðið lækkar. Yfirleitt gætir flóðs og fjöru tvisvar sinnum á sólarhring á hverjum punkti jarðar. Þar sem þyngdarkraftur sólar á yfirborði jarðar er aðeins helmingur á við þyngdarkraft tunglsins, skiptir staða tunglsins mestu máli þegar sjávarföll eru skoðuð. Tunglið togar þannig í sjóinn á þeirri hlið jarðar, sem snýr að því. Á fjærhlið jarðar þrýstist sjórinn hins vegar út vegna miðflóttakrafts, sem er til kominn vegna snúnings jarðar-tunglkerfisins um sameiginlega massamiðju.

norðuljós-Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.

segulsvið-er svið í tímarúmi þar sem segulkraftur verkar á rafhleðslur á ferð og segla. Styrkur segulsviðs er vigurstærð táknuð með B og hefur SI-mælieininguna tesla (T). Vigurstærðin H er einnig notuð yfir styrk segulsviðs, en hún hefur mælieininguna amper á metra (A/m). Tengsl vigranna tveggja H og B er B = μ H, þar sem μ er segulsvörunarstuðull.Segulsvið myndast umhverfis rafstraum, segla og breytileg rafsvið. Víxlverkun raf- og segulsviðs er lýst stærðfræðilega með jöfnum Maxwells.

sólmyrkvi-er það kallað þegar tunglið fer fyrir sólu frá jörðu séð og skyggir þannig á hana að hluta til eða öllu leyti.

Tunglmyrkvi– kallast það þegar jörð myrkvar sólu frá tungli séð. Þá er jörðin í beinni línu á milli sólar og tungls og skuggi jarðarinnar lendir á yfirborði tunglsins.

pláneta,jarðstjarna eða pláneta- er heiti yfir tiltölulega stórt, kúlulaga eða hnöttótt geimfyrirbæri á sporbaug um sólstjörnu, sem er þó ekki stjarna sjálft. Reikistjörnurnar í okkar sólkerfi eru átta stærstu fylgihnettir sólar: Merkúr, Venus, jörðina, Mars, Júpíter, Satúrnus,  Úranus og Neptúnus frá sólu talið. Hugtakið „reikistjarna“ hafði enga nákvæma vísindalega skilgreiningu fyrr en árið 2006 og var umdeilt fram að því. Flestar voru reikistjörnurnar taldar níu frá árinu 1930, en Alþjóðasamband stjarnfræðinga ákvað 24. ágúst 2006 skilgreiningu á reikistjörnum, sem fól það í sér að Plútó telst ekki lengur reikistjarna, heldur dvergreikistjarna.Þær fjórar, sem næstar eru sólu, kallast Innri reikistjörnur, en hinar kallast ytri reikistjörnur eða gasrisar og liggur smástirnabeltið milli þeirra.

lífhvolf– jarðarinnar er það svæði eða sá hluti af jörðinni og gufuhvolfi hennar sem líf þrífst á.

Lífhvolf skiptist í :

  • Berghvolf (ysta fasta lag jarðskorpu)
  • Vatnshvolf (höf, vötn, ár)
  • Gufuhvolf (Lofthjúpur Jarðar)

Lífhvolfið samanstendur af hluta berghvolfs, það er að segja þeim hluta jarðskorpunnar sem líf finnst í, stórum hluta vatnshvolfs, þeim hluta hafa og vatna á jörðinni sem geyma líf og í þriðja lagi í neðstu lögum gufuhvolfsins, þar sem fuglar svífa um.

 

Heimildir möttull sjávarföll  norðurljós segulsvið  sólmyrkvi  tunglmyrkvi  pláneta   lífhvolf

 

Fréttir:

Sterkur jarðskjálfi í Mexíkó

Krefst að fá að giftast tölvunni sinni!!

Verkfall flugmann: Stærsta ferðasumar sögunnar í hættu

Ástæður þess að Jennifer lawrence er kynþokkafylsta kona í heimi

Buxnalaus í miðbænum!!

 

Blessí bili :)