hlekkur 4, vika 4

Við vorum ekki á fimmtudaginn í þessari viku því að  við á elsta stigi vorum í skíðaferð.

En á mánudaginn var Gyða svo óheppin að vera veik svo að við áttum bara að lesa í orkubókinni og svara spurningum uppúr því.

 

Afl

 • Afl eða afköst eru í eðlisfræði mælikvarði á aflfræðilega eða varamfræðilega vinnu á tímasettnignu
 • SI-mælieininger vatt, táknuð með W. Eldri mælieining, hestafl(ha) er oft notuð til að gefa afl bílvéla, en 1 ha = 746 W, þ.a. 100 ha eru um 75 kW.
 • Aflhlutfall r oft mælt með einingarlausu stærðinni desíbel, t.d. í hljóðfræði, ljósfræði, rafeindatækni og stjörnufræði.
 • Heimild

Amper

 • Amper (franska Ampère) er SI grunneiningrafstraums, táknuð með A.
 • Einingin er nefnd eftir franska eðlisfræðingnum André-Marie Ampère (1775-1836).
 • Eitt amper er sá rafstraumur sem jafngildir flutningi á rafhleðslunni einu kúlombiá hverri sekúndu, þ.e. 1 A = 1 C/s. Amper er skilgreint sem sá rafstraumur sem þarf í tveimur löngum og grönnum, samsíða leiðurum til að mynda kraftinn 2×10-7 njúton á milli leiðaranna á hvern lengdarmetraþeirra.
 • Heimild

volt

 • Volt er SI-eining rafspennu, táknuð með V, nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnumAlessandro Volta (1745-1827).
 • Ef vinnan sem þarf til þess að flytja rafhleðslunaeitt kúlomb á milli tveggja punkta er 1 júl, þá er spennumunurinn (spennan) á milli þeirra eitt volt.
 • (Skilgreiningin er óháð því hvaða leið rafhleðslan fer í spennusviðinu.)
 • Þannig gildir að 1 V = 1 J/C.
 • Heimild

Blessí bili

 


Hlekkur 4, vika 3

Á mánudaginn horfðum við á myndbönd og skoðuðum fréttir frá lego keppninni sem nokkrir strákar úr Flúðaskóla tóku þátt í og gekk bara vel, set nokkra linka um það hérna fyrir neðan. Einnig var fyrirlestur um segulkraft, hvernig er hægt að gera rafmagn ú r segulmagni og tengslum þess við raforkuframleiöslu.

Segulkraftur

 • Lorentzkraftur eða segulkraftur er kraftur, sem verkar á hlaðna ögn, sem hreyfist í rafsegulsviði.
 • Krafturinn er kenndur við Hendrik Antoon Lorentz.
 • Lorentzkraftur F er oftast skilgreindur þannig:
 • {\mathbf {F}}=q({\mathbf {E}}+{\mathbf {v}}\times {\mathbf {B}}),
 • og þar er
 • E er rafsviðsstyrku (V/m)
 • B er segulsviðsstyrkur (T)
 • q er styrkur rafhleðslu (C)
 • v er hraðavigu agnarinnar (m/s)
 • × táknar krossfeldi.
 • Stundum er Lorentszkraftur aðeins talinn vera seinni liðurinn í jöfnunni hér að ofan, þ.e. q v × B, en fyrri liðurinn, q E, er þá s.k. rafsviðskraftur.
 • Hlaðin ögn, sem ferðast með jöfnum hraða í föstu segulsviði, fer eftir hringferli og gefur frá sér s.k. hringhraðlageislun.
 • Heimild

Á fimmtudaginn tókum við stutta könnun og mér gekk bara ágætlega. Þar áttum við að reikna nokkur dæmi með lögmáli OHMS.

Lögmál OHMS

 • Ohmslögmál eða lögmál Ohms er regla í rafmagnsfræði, sem segir að rafstraumur í rafrás sé í réttu hlutfalli við rafspennu.
 • Ohmslögmál er kennt við Georg Ohm (17891854) og skilgreinir rafmótstöðu (rafviðnám) R rafrásar, sem hlutfall spennu U og straums I í rásinni, þ.e.
 • R = U/I eða
 • U = IR eða
 • I = U/R.
 • Amper = Mælieining á styrkleika rafstraums (tákn A)
 • Volt = mælieining á spennu rafstraums (tákn V), þ.e. spennumun milli tveggja staða í leiðara sem 1 ampers jafnstraumur fer um þegar orkutapið milli staðanna er 1 vatt (V = R/A)
 • Óm = mælieining á rafviðnám (tákn R), þar sem 1 óm er viðnámið milli tveggja staða í leiðara ef spennumunurinn 1 volt milli staðanna skapar strauminn 1 amper þar þegar engin íspenna myndast í leiðaranum
 • Heimild
 • Heimild

Viðnám

 • Í kaflanum um spennu sáum við að ef vír er tengdur milli tveggja hluta sem hafa mismunandi spennu þá fer straumur rafeinda á milli þeirra.
 • Hversu mikill straumurinn er ræðst af spennumuninum en hann ræðst einnig af viðnáminu í vírnum.
 • Viðnám vírs er háð lengd vírsins og þvermáli og einnig eðlisleiðni efnisins sem hann er gerður úr, þ.e. hvers vel efnið getur leitt straum.
 • Efni þar sem ystu rafeindir frumeindanna eru laust bundnar geta auðveldlega flutt rafstraum því þar eiga rafeindirnar auðvelt með að flytjast á milli rafeinda.
 • Slík efni kallst leiðarar og hafa lágt viðnám.
 • Málmar eru góðir leiðarar en einnig er kolefni góður leiðri þá það sé málmleysingi.
 • Ef ystu rafeindir frumeindanna eru fast bundnar eiga þær erfitt með að flytjast á milli frumeindanna.
 • Efni með fast bundnar ystu rafeindir flytja því rafstraum illa sem þýðir að þau hafa mikið viðnám.
 • Þessi efni eru kölluð einangrarar og má nefna gúmmí og plast í þeim flokki.
 • Þó svo að efni sé ekki góður leiðari þá er hægt að senda straum í gegnum það ef spennan er nógu mikil.
 • Orkutapið verður hins vegar mikið sem leiðir til þess að efnið hitnar.
 • Skilgreining viðnáms byggir á þessu orkutapi í efninu sem straumurinn fer um.
 • Með því að mæla spennuna milli tveggja punkta í leiðaranum segir okkur hversu mikið orkutapið er en við deilum því niður á hleðsluna sem um fer um leiðarann á hverri sekúndu.
 • Þá fæst eftirfarandi skilgreining viðnáms.
 • kilgreining: Viðnám í leiðara er hlutfallið á milli þess spennufalls sem verður í vírnum og straumsins sem um hann fer.
 • Heimild

Þegar við vorum búin að fara í prófið og fá útúr því fórum við að leika í okkur í einhverju svona “rafmagnsdóti“ og ég tók nokkrar myndir.

 

Legó keppni:

Legó

unnu legokeppnina

Þema keppninar

Bless í bili

1601499_599975206744607_55122894_n 1620852_599974853411309_1157128806_n (2) 1620852_599974853411309_1157128806_n 1662627_599974920077969_1266962214_n  1898168_599974996744628_1064622342_n

1902941_599975090077952_52213638_n


Hlekkur 4, vika 2

Þessa vikuna héldum við áfram með rafmagn og á mánudaginn fengum við massívan fyrirlestur eins og Gyðu einni er lagið. Hér fyrir neðan kemur framhald af upplýsingunum frá því seinast.

Rafmagn

 • á almennt við fyrirbæri, sem verða vegna rafhleðsla, hvort sem þær eru kyrrstæðar (stöðurafmagn) eða á hreyfingu, en þá myndast rafstraumur.
 • Rafstraumur skiptist í jafnstraum og riðstraum.
 • Rafhleðslur mynda rafsvið, en rafspenna er mælikvarði á styrk þess.
 • Oft er orðið rafmagn notað til að lýsa raforku.
 • Fræðigreinar sem fjalla um rafmagn og hagnýtingu þess nefnast rafmagnsfræði eða raffræði.
 • Rafmagn er ódýrast í Reykjavík af öllum Norðurlöndunum.[1]

Saga

 • Samkvæmt fornum heimildum um forngríska heimspekinginn Þales frá Míletos (um 600 f.Kr.)
 • þá þekktu Forn-Grikkir stöðurafmagn.
 • Þeir fundu það út að ef þeir nudduðu skinni við ákveðin efni t.d. raf þá drógust efnin hvort að öðru.
 • Grikkirnir tóku eftir að hlutir úr rafi drægju að sér létt efni eins og hár, einnig fundu þeir út að ef þeir nudduðu rafið nægjanlega lengi þá gátu þeir jafnvel fengið neista til að hlaupa.
 • Bagdad-rafhlaðan sem fannst í Írak 1938 er talin vera síðan 250 fyrir Krist en hún er talin af mörgum hafa verið notuð til að gullhúða skartgripi.
 • Ítalski læknirinn Girolamo Cardano gerði hugsanlega fyrst grein fyrir sambandi raf- og segulafls í De Subtiliate (1550).
 • Árið 1600 hélt Enski vísindamaðurinn William Gilbert áfram með vinnu Girolamo og færði hana á hærra plan, en William bjó til ensku orðin electric og electricity en þau eru dregin af Gríska orðinu ηλεκτρον (en. amber)(is. raf) en íslenska orðið rafmagn er dregið af því.
 • Otto von Guericke fylgdi í fótspor hans árið 1660 en hann fann upp stöðurafmagnsrafal. Aðrir Evrópskir frumkvöðlar voru Robert Boyle, sem árið 1675 hélt því fram að rafræðileg öfl gætu virkað í lofttómi, Stephan Gray sem árið 1729 flokkaði efni sem leiðara og einangrara og C. F. Du Fay en hann greindi fyrstur manna á milli þess sem nú flokkast sem jákvæð og neikvæð hleðsla.
 • Layden-krukkan, nokkurs konar þéttir fyrir rafaflí miklu magni, var fundin upp í Laiden-háskólanum af Pieter van Musschenbroek árið 1745.
 • árið 1747 notaði William Watson, Layden-krukkuna þegar hann uppgötvaði að útleysing stöðurafmagns jafngilti rafstraum.
 • Í júní árið 1752 kynnti Benjamin Franklin rannsóknir sínar á rafmagni og tilgátum því tengdu með sínum frægu en jafnframt stórhættulegu tilraunum sem fólust í því að hann flaug flugdreka meðan þrumuveður stóð yfir.
 • í kjölfarið á þessum tilraunum fann hann upp eldingavarann og kom á tengslum milli eldinga og rafmagns.
 • Það er annaðhvort Franklin (oftar) eða Ebenezer Kinnersley (sjaldnar) sem er talin bera ábyrgð á nútíma skilgreiningum á jákvæðri og neikvæðri hleðslu rafmagns.
 • Það var gert á síðari hluta 19. aldarinnar.
 • Heimild

Ég var ekki á fimmtudaginn en mér skislt að það hafi verið um stöðvavinnu að ræða og þetta hafi verið stöðvaranar:

Stöðvar í boði:

 1. Tölva phet-forrit
 2. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 3. Verkefnablað – straumrásir
 4. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 5. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 6. Tilraun – rafhleðslur
 7. Tilraun –rafsjá
 8. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 9. Bók – Raf hvað er það?
 10. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 11. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 12. Tilraun – rafrásir
 13. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 14. Verkefnablað – hliðtengt/raðtengt
 15. Vindmyllur
 16. James Prescott Joule
 17. Eðlis- og efnafræði – raforkuframleiðsla bls. 126

Heimild

Bless í bili :)

 


Hlekkur 4, vika 1

 

Fimmtudaginn var fyrsti tíminn í nýjum hlekk, rafmagn !!! jeeejjjj.

við fengum hugtakakort, glærur og eins og venjulega fáum við bók ef að við sækjumst efrir meiri upplýsingum :).

Hvað er rafmagn ??:

 • Stutta svarið er að orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra.
 • Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvallareiginleikum efnisins og fylgir til dæmis langflestum tegundum öreinda (e. elementary particles) og kvarka (e. quarks), sem eru smæstu eindir efnisins.
 • Rafmagnið sem við mætum í daglegu lífi er þó yfirleitt alltaf tengt þeirri tegund öreinda sem nefnast rafeindir (e. electrons), stað þeirra og hreyfingu.
 • Sérhver öreind eða kvarki af tiltekinni tegund hefur ákveðna rafhleðslu sem er ýmist jákvæð (plúshleðsla), neikvæð (mínushleðsla) eða 0 (núll, það er að segja engin) og um leið einfalt margfeldi af frumhleðslunni (e. elementary charge) sem er táknuð með e.
 • Þannig hefur rafeindin hleðsluna –e en róteindin gagnstæða hleðslu, +e.
 • Þetta þýðir meðal annars að kerfi róteindar og rafeindar hefur heildarhleðsluna 0 (núll), en slíkt kerfi er einmitt léttasta atómið, vetni.
 • Nifteindir (e. neutrons) hafa hins vegar enga hleðslu.
 • Í venjulegu efni eru nær eingöngu þessar þrjár tegundir einda, rafeindir, róteindir og nifteindir og um leið er langoftast jafnmikið af rafeindum og róteindum.
 • Þess vegna er venjulegt efni yfirleitt óhlaðið, hefur enga rafhleðslu sem heild, þannig að rafmagnið í því er oft og tíðum ósýnilegt út á við.
 • Engu að síður eru það rafkraftarnir, aðdráttarkraftarnir milli róteinda og rafeinda, sem halda atómum efnisins saman og eiga þannig mikinn þátt í því að samloðandi efni skuli yfirleitt vera til.
 • Rafeindir eru tæplega 1900 sinnum léttari en róteindir og ýmist frekar laust bundnar atómum efnisins eða geta ferðast alveg frjálst um það.
 • Þetta eru ástæðurnar til þess að þær koma einmitt mest við sögu í rafmagni daglegs lífs eins og áður var sagt.
 • Þegar við greiðum þurrt hár flytjast rafeindir milli efnanna, frá hárinu yfir á greiðuna.
 • Greiðan fær þá neikvæða hleðslu en hárið jákvæða vegna þess að í því eru þá fleiri plúshleðslur á róteindum en mínushleðslur á rafeindum.
 • Ef við berum greiðuna að pappírspjötlum á borðinu fyrir framan okkur sjáum við að þær dragast að greiðunni og lyftast jafnvel frá borðinu.
 • Þetta gerist af því að rafeindirnar í pappírnum færast til innan pjötlunnar þannig að fram kemur aðdráttarkraftur milli hennar og hleðslunnar í greiðunni.
 • Þegar lítil greiða dregur að sér bréfsnifsi er gaman að leiða hugann að því að tveir hlutir eru í rauninni að togast á um bréfið:
 • Greiðan togar upp á við með rafkrafti en jörðin togar í bréfið niður á við með þyngdarkrafti.
 • Meginástæðan til þess að greiðan verður yfirsterkari er sú að rafkraftar eru svo miklu sterkari en þyngdarkrafturinn þegar þeirra fyrrnefndu nýtur við á annað borð, það er að segja þegar hlutur hefur annaðhvort einhverja heildarhleðslu (eins og greiðan) eða þegar rafeindirnar hafa færst verulega til innan hlutarins þannig að hluti hans er plúshlaðinn en annar partur mínushlaðinn.
 • Þetta síðastnefnda fyrirbæri nefnist skautun eða pólun og er einmitt að verki þegar greiðan dregur bréfsnifsi að sér þó að það sé óhlaðið sem heild.
 • Fyrirbæri svipuð þessu með greiðuna og hárið hafa verið þekkt frá alda öðli. Forngrikkir komust til dæmis að því að undarlegir hlutir gerðust þegar þeir neru stangir úr rafi með loðskinni.
 • Rafstöngin gat þá til dæmis dregið að sér létta hluti eins og fuglsfjaðrir. Raf heitir á grísku elektron og íslenska orðið rafmagn er því í rauninni býsna bein þýðing á alþjóðaorðinu sem heitir á ensku electricity.
 • Heimild texta
 • Heimild myndar

untitled

 

 

 

Gyða sagði okkur okkur líka frá því að einu sinni hefði eldungu lostið i stóru styttuna af Jesú í Rio de Janero og hér eru nokkrar myndir af því, heimildirnar eru fyrir neðan þær.

 

untitled (2)

Heimild

Rio-de-Janeiros-iconic-Christ-the-Redeemer-statue-damaged-in-lightning-strike

Heimild

untitled (3)

Heimild

 

9412877

 Heimild

imagesCAQO27HZ

Heimild

 

 

Bless í bili 😉

 

 

 

 

 

 


Vísindavaka

Nú er sá tími kominn á árinu, Visindavaka. Fyrir þá sem ekki vita , sem veit ekki hverjir eru, þá er vísindavaka hlekkur þar sem við veljum okkur saman í hópa og skilum verkefni um tilraun á einhverju formi ss. myndband, power point kynning eða eitthvað þannig. Ég og Anna Marý ákváðum starx að vera saman í hóp en vorum ekki með hugmynd um hvað við ættluðum að gera eða hvernig við ættluðum að skila því, en i lok fyrsta tíma vísindavökunnar komumst við að þeirri niður stöðu að gera tilraun þar sem við komum harðsoðnu eggi niður í plastflösku. en það fór ekki alveg þannig, í öðrum tíma vísindavökunnar lennti Anna í því að vera veik, og það á afmælisdaginn sinn :(, þannig að Júlía, sem var ein og vanntaði einhvern til að vera með komí hópinn til okkar. Þennann tíma töluðum við í gegnum Facebook við Önnu og ákváðum saman að gera hina klassísku kók og Mentos tilraun, örugglega framkvæmmd á hverju ári. Á mánudeginum eftir þann tíma var starfsdagur og við gerðum ekkert í verkefninu. En á miðvikudaginn fórum við saman útí íþróttahús eftir skóla, það var svo kalt úti, og fengum leifi frá húsverði til að framkvæma tilraunina ínni ísturtuklefunum. Á þeim tímapunkti í sögunni var planið að gera power point kynningu og setja myndbrot inná glærurnar. við þurftum að skríða inní sturturnar til að setja ekki skinjarana af stað en þegar við vorum búin að framkvæma alla tilraunina fóru þær á grunnsamlegan hátt af stað og ég fékk altt yfir mig, ég hef Önnu grunaða um verknaðinn. FImmtudaginn, daginn eftir, skiptum við um skoðun og ákváðum að gera myndband. við notuðum tíma sem féll niður fyrir hádegi, vantaði kennarann, til að byrja að klippa myndbandið og setja saman. Hér er afraskraksturinn, Kók og mentos mynd band, ég bið ykkur að afsaka myndina  í endanum, stundum er húmorinn hennar Önnu óskiljanlegur 😀

Við notuðumst við Visindavefinn við heimildaöflun og hér eru upplýsingar um afhverju kókið gýs þegar mentos er sett í það:

 • Eins og flestir vita innihalda gosdrykkir töluvert af kolsýru sem sleppur út sem koltvísýra við venjulegar herbergisaðstæður.
 • Til að tryggja að kolsýran haldist í drykknum er hann geymdur í lokuðu íláti, til dæmis flösku, undir þrýstingi.
 • um leið og þrýstingnum er hleypt af byrjar kolsýran að streyma úr gosdrykknum en venjulegast tekur þetta ferli nokkurn tíma.
 • Ein ástæða þess að kolsýran rýkur ekki úr drykknum í einu vetfangi er að yfirborð ílátsins er slétt.
 • Þessi sléttleiki gerir það að verkum að gasið sem myndast í drykknum á erfitt með að safnast saman í loftbólur sem síðan næðu að brjóta sér leið upp úr vökvanum.
 • Áhrif slétts yfirborðs eru samt að engu gerð ef flaskan er hrist, eins og flestum ætti að vera kunnugt.
 • Önnur aðferð til að flýta fyrir loftbólumyndun er að bæta einhverju hrufóttu út í gosdrykkinn.
 • Hrjúfa yfirborðið verður þá að nokkurs konar útungunarstöð fyrir loftbólur og gasið á mun auðveldara með að sleppa.
 • Fyrst þegar þessi tilraun var gerð var ekki notað mentos heldur piparmyntubrjóstsykur.
 • Tilraunin vakti litla athygli á sínum tíma, en um það bil sjö til átta árum síðar var hún endurtekin og þá var notað mentos.
 • Þetta var allt saman tekið upp á myndband og myndskeiðinu komið fyrir á netinu.

 En af hverju mentos?

 • Mentos er tiltölulega hrjúft og þungt.
 • Það sekkur því til botns í gosflöskunni og ungar þar út loftbólum tiltölulega hratt.
 • Sumir hafa bent á að hægt sé að ná fram sömu áhrifum með til dæmis matarsalti eða sandi.
 • Matarsaltstilraunin hefur verið gerð og virkar vel, en ekki hefur neinn prófað sand svo vitað sé.

 Og af hverju kók?

 • Ekki virðist nein sérstök ástæða fyrir því að sú gostegund sé notuð umfram aðrar; allt gos hegðar sér eins að þessu leyti.
 • Sumir segja að sykur hægi á loftbólumyndun og því sé betra að nota sykurlaust gos, en aðrir mæla með því að nota sódavatn.

 

 • Kók og mentos hafa samt á einhvern hátt náð að skapa sér sérstöðu í vitund fólks þó svo að hægt sé að skipta þeim báðum út fyrir eitthvað annað.
 • Sennilega eru það hin óvæntu áhrif af samsetningunni sem gerir tilraunina svo áhugaverða og eftirminnilega.

Heimild punkta

Á myndinnni er Júlía að setja mentos í kókið, og á hinni myndinni er einhver maður að gera það sú mynd er fengin Héðan.

Bless í bili 😉

 

images (2)kok_mentos_221007


Hlekkur 1, vika10

 

Hver var Gregor Mendel ??

 

 • Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið.
 • Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland.
 • Þetta svæði var þá hluti af austurríska keisaraveldinu og var fjölskylda Mendels því þýskumælandi.
 • Foreldrar Mendels voru bændur og sjálfur vann hann sem garðyrkjumaður í æsku.
 • Á unglingsárum stundaði hann nám við Heimspekistofnunina (e. Philosophical Institute) í Olomouc og árið 1843 gekk hann til liðs við munkareglu Ágústína í St. Thomas í Brno.
 • Þar var hann vígður prestur árið 1847 og tók upp nafnið Gregor.
 • Í Tómasarklaustrinu var mjög öflugt samfélag fræðimanna og árið 1851 var Mendel sendur til náms við Háskólann í Vínarborg.
 • Árið 1853 sneri hann aftur til klaustursins og kenndi þar eðlisfræði.
 • snemma í barnæsku varð Mendel mikill náttúruunnandi og hann hafði mikinn áhuga á þróunarfræði og breytileika náttúrunnar.
 • Hann hóf að rannsaka breytileika plantna í tilraunagarði klaustursins eftir hvatningu frá bæði prófessorum sínum við Háskólann í Vín og félögum sínum í klaustrinu.
 • Mendel hafði oft velt því fyrir sér hvernig plöntur öðluðust sérkenni sín, og sagan segir að á gangi í kringum klaustrið hafi hann rekist á óvenjulegt afbrigði af skrautjurt sem óx í kringum klaustrið.
 • Hann gróf jurtina upp og plantaði henni aftur við hliðina á venjulegu afbrigði sömu jurtar.
 • Með þessu vildi hann kanna hvort það væri eingöngu umhverfið sem hefði áhrif á útlit og byggingu jurtanna.
 • Heimild:https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5424

Á mánudaginn fór fram upprifjun fyrir Próf og svo fórum vid í alias til ad rifja upp hugtök.

Á fimmtudaginn var svo próf og mér fannst thad mjog sanngjarnt of gekk agætlega held ég.

 

 


Hlekkur 2,vika 6

Á mánudaginn vorum við eiginlega í svona típískum jólafíling og tókum tímann bara rólaga og byrjuðum bara á að  tala saman um hitt og þetta tengt náminu . Síöan fórum svo í alias, sem er fyrir þá sem ekki vita leikur þar sem maður fær orö og á að lýsa því fyrir liðsfélum sínum og reyna að vera fyrstur að komast í “mark“. Dæmi um hugtök sem voru í leiknum eru  Grýla, nöfn á jólasvveinum og allskonar orð úr efnafræöinni eins og Rafeindahvolf, lotukerfi, róteind, nifteind, öreind, kjarni, sýra, basi, basískt, skýrsla og miklu miklu fleiri.

Fréttir:

Fjölmiðlar brugðust konum árið 2013

Krakkar telja sig vita meirra um netið en foreldrarnir

Tunglfari skotið á loft

Á fimmtudaginn var svo komið að þurrístilraununum og við prófuðum nokkrar mismunandi tilraunir. Hér fyrir neðan er það sem ég gerði og útskýringar á þessum tilraunum.

Tilraunirnar

Heitt vatn og blöðrur

Við byrjuðum á að setja nokkra þurrísmola í sitthvort tilraunaglasið og tílrauna glösin á glasagrind.  Svo settum við heitt vatn í eina blöðru og kallt vatn í hina. Við festum því næst blöðrurnar á glösin og hvolfdum úr þeim yfir í glösin. Þá byrjuðu blöðrurnar að blása út, sú með heita vatninu blés miku meira út og það er vegna þess að sameindirnar eru á meiri hveyfingu ef vatnið er heitt sem lætur blöðuna blása meira út.

Hér í þessu myndbandi er sýnt muninn hreyfingu í heitu og köldu vatni.

Hér er mynd úr tilrauninni, bleika blaðran er sú með heita vatninu. :)

1483227_788548967826260_1224318908_n

Sápuglas

Í þessari tilraun setum við þurrís í glas og setjum vatn útí. Svo tökum við efnisbút sem er bleyttur með sápuvatni og rennum eftir börmunum á glasinu og þá á sápukúlan að þenjast út og frosna. Þá gerist uppgufunin ínní í kúlunni. Við náðum að gera þetta einu sinni, þetta er svoldil kúnst, því það má ekki gera þetta of hratt því að þá virkar þetta ekki

Í þessu myndbandi sést hvernig þetta er gert.

Hér mynd af okkur að reyna þetta.

1470181_788549004492923_1378772411_n1470253_788549031159587_1872802462_n

Sápukúla í lofti

Það er byrjað á því að setja þurrís í stórt glerbúr. Svo er blásið sápukúlur ofaní ílátið og hún flýgur bara í lausu lofti og kemmst ekki alla leið niður. Þetta gerist afþví að neðst í búrinu er koltvíoxíðin úr þurrísnum. Koltvíoxið er þyngri en sápukúlan og  þess vegna hrindir hún kúlunni.

Aftarlega í þessu myndbandi er þetta sýnt

Þessi mynd er tekin ofan í glerbúrið.

1441371_788549131159577_178073636_n

Eldspýta og Kerti

Fyrst er kvveikt á kerti og það er sett í skál. Síðan er hellt þúrrís útí skálina og við það slokknar á kertinu vegna þess að þurrís er koltvíoxið og loginn nær ekki í súrefni sem hann þarf til að loga. Nú sama hvað maður reynir að kveikja á kertinu, þá slokknar á á eldspýtunni um leið og maður setur það ofaní skálina.

Þetta sést í byrjuninni á þessi myndbandi

 

 

Málmar

Síðasta tilraunin sem við gerðum svona: Mað setur mismunandi málma í vatn og leggur svo á þurrís og þá koma mismunandi hljóð vegna þrýstings sem myndast á milli og  ísinn fer að titra. Þetta lögmál einhvers bern……eitthvað 😛

Þetta sést í þessu myndbandi með skeið

Hvað er Þurrís:

 • Þurrís er fljótandi koltvíoxíð og er mun kaldari en venjulegur klaki og þess vegna er nauðsynlegt að varast að snerta hann með berum höndum.
 • En ef einhver snertir hann lengur en í augnablik getur sá hinn sami frostbrunnið og fengið brunasár.
 • Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð.
 • Þurrís hefur þann eiginleika að þegar hann skellur á yfirborði hlutar þá hverfur hann og aðeins óhreinindi viðkomandi hlutar falla til við hreinsunina.
 • Þessi hreinsunaraðferð hentar sérstakalega á þeim stöðum þar sem ekki má koma vatn og má segja að stundum sé hún eini hreingerningarkosturinn.

Eiginleikar þurríss eru m.a.:

 • Er bragð- og lyktarlaus.
 • Skilur ekki eftir sig leifar vegna þurrgufunar.
 • Er laus við gerla og sýkla.
 • Er ekki eitraður.
 • Er ekki eldfimur.
 • Stór kostur er að hreinsun með þurrís er 100% umhverfisvæn.
 • Þurrís fer beint úr föstu formi í gas en sleppir fljótandi formi, þetta kallast þurrgufun.
 • Og af þessu dregst nafnið þurrís því að ísinn helst alltaf þurr viðkomu, þótt hann sé að skipta um ham eða bráðna.
 • EFnajafnan er þessar breytingar er eftirfarandi:  CO2(s)→CO2(g)
 • Við -78,5°C breytist ísinn í gas.
 • Ef að ísinn er geymdur í loftþéttum umbúðum sem hleypa gasinu ekki er hættta á að ísinn sprengi þær utan af sér.
 •  Koltvísýringsgasið sem myndast við þurrgufunina hefur margfalt meira rúmmál en þurrísinn.
 • Til dæmis getur vatn verið frosið, fljótandi eða gas í því umhverfi sem við köllum „venjulegt” en ef loftþrýstingurinn er lækkaður töluvert er þurrgufun vatns möguleg og það getur hins vegar ekki verið í vökvaham.

Smá flipp 😛

960141_788549037826253_1779897535_n

 

 

Heimildir þurrís:

Heimild Nr 1

Heimild Nr 2

 

bless í bili Náttúrufræðistjarnan.


Hlekkur 2, vika 5

Á mánudaginn var Gyða ekki svo við fórum ekki í tíma.  En á fimmtudaginn skoðuðum við blogg og tókum við aftur próf í að stilla efnajöfnur, mér gekk betur og hækkaði einkunina mína, við töluðum líka um pisa prófin.

ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa um svo ég ættla bara að setja nokkrar fréttir og myndbönd:

Nýtt Íslenskt spurningaapp!!

Vatn í lofthjúpi !

Pisa

efnalag

Daniel Radcliff- the element song

 

untitled

 

 

 

 

 

 

 

 

Bless í bili

 

 

 

 

 

 

 


Hlekkur 2, vika 4

 

Á mánudaginn var stuut könnun um af stilla efnajöfnur og nokkrar spurningar.

Á fimmtudaginn var svo tilraun, byrjuðum sammt tímann á smá umræðum. Tilraunin var um sýrustig.

Sýrustig

 • Sýrustig lausna er mælikvarði á styrk vetnisjóna í lausninni, en vökvi er því súrari sem sýrustigið er lægri tala (núll er lægst).
 • Sýrustig ákvarðast af magni hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni.
 • Í hverri sameind vatns eru tvö vetnisatóm (H) og eitt súrefnisatóm (O) og er hún auðkennd með tákninu H2O.
 • Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra.
 • Sú tala sem sýnir sýrustig er táknuð sem pH.
 • Heimild

Jónir

 • Jón (eða fareind) er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu.
 • Jón sem hefur fleiri rafeindir í rafeindahveli sínu en róteindir í kjarnanum er neikvætt hlaðin jón og er stundum nefnd anjón frá gríska orðinu ἀνω (anο) sem þýðir „upp“ (líka forjón og mínusjón) því hún laðast að forskautum.
 • Jákvætt hlaðin fareind hefur færri rafeindir en róteindir og er kölluð katjón frá gríska orðinu κατo (kata) sem þýðir „niður“ (líka bakjón og plúsjón) því hún laðast að bakskautum.
 • Ummyndun frumeindar úr óhlaðinni frumeind yfir í jón og jónunarástand er kallað jónun. Þegar jónum og rafeindum er hópað saman til að mynda hlutlausar frumeindir er það kallað jónfang.
 • Ein- og fjölatóma jónir eru táknaðar með hávísi þar sem plús eða mínus merki gefur til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefinn eða tekinn.
 • Heimild
 • Á myninni sjást jónirnar anjóm og katjón.
 • Heimild myndar

untitled

 

Basi

 • Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir.
 • Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð  forjóna.
 • Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna.
 • Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.
 • Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.
 • Heimild

Sýra

 • Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö.
 • Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi).
 • Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið
 • Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)},
 • þar sem Q er misstór efnahópur.
 • Allar þær sýrur sem líkaminn notar í sínum daglegu störfum (fyrir utan saltsýru í maganum) eru lífrænar sýrur.
 • Heimild
 • Heimild myndar
 • Það er mikil sýra í sítrónum.8

Sýrustigskvarðinn

 • Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust.
 • Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.
 • Kvarðinn er lógaritmískur, en það þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10.
 • Þannig er PH-gildið 6 er tíu sinnum súrara en hlutlausa Ph-gildið 7.
 • Á lógaritmískum kvarða er pH 5 hundrað sinnum súrara en pH 7 þar sem munurinn er tvö pH (10×10).
 • Neðsta gildi kvarðans er 0, sem er þá tíu milljón sinnum súrara en pH 7 (hlutlaust sýrustig) vegna þess að þarna munar 7 stigum(10).
 • Ef farið er upp eftir kvarðanum gildir það sama: pH 8 er tíu sinnum basískari gildi en hlutlausa pH 7.
 • Af þessu er ljóst að það sem sýnist óveruleg breyting a pH-gildi lausnar hefur mikil áhrif á sýustig hennar.
 • Heimild texta og myndar

10Bless í bili

Náttúrufræðistjarnan :)

 

 


Hlekkur 2, vika 3

Á mánudaginn fórum við í að stilla efnajöfnur og gerðum verkefni tengd því og á fimmtufaginn fórum við betur í þessi verkefni ásamt öðrum líka. Hér eru linkar inná þessi verkefni:

Frumeindir og öreindir

Stilla efnajöfnur

Eyðufylling

Að stilla efnajöfnur:

 • Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
 • Atómin varðveitast við efnahvarfið,  það er sami fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir efnahvarf.
 • Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.
 • Heimild

Dæmi

 • Ostasamloka samanstendur af tveimur brauðsneiðum og einni ostsneið. Við ætlum að búa til 3 ostasamlokur en höfum einungis 3 brauðsneiðar og 1 ostsneið. Það er því ljóst að ekki er unnt að búa til 3 ostasamlokur. Óstillt efnajafna fyrir myndun þessara ostasamloka er eftirfarandi:

  3 brauðsneiðar + 1 ostsneið → 3 samlokur

 • Til að dæmið okkar gangi upp þarf að margfalda brauðsneiðarnar með 2 og ostsneiðina með 3. Þá fáum við eftirfarandi efnajöfnu:

  6 brauðsneiðar + 3 ostsneiðar → 3 samlokur

 • Nú höfum við stillt jöfnuna og sjáum að til þess að búa til 3 samlokur þurfum við 6 brauðsneiðar og 3 ostsneiðar.

 • Heimild texta
 • Heimild myndar og útskýringa

 

kkkkkk

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

 

Bless í bili

 

 

 

 

 

 


« Previous page

Next page »