Aðalskipulag og fleira.

Í seinustu viku vorum við í vinnu í tölvun að svara Þessu spurnugum og setja inná bloggið okkar, svo hélt Gyða fyrirlestur og við unnum í ritgerðinni. Á mánudaginn hélt Jón sveitastjóri fyrirlestur fyrir okkur um Aðalskipulag.

Aðalskipulag er svo að það sé allt í röð og reglu og það sé ekki byggt eitthvað á eitthvað svæði sem það er ekki má vera á t.d. að það yrði ekki byggt hús á svæði sem var búið að ákveða að ætti að vera bara ræktunarland, eða byggðir sumarbústaðir þar sem það á alls ekki að koma neitt. Aðalskipulag er líka til að sjá hvar það á að leggja rafmagnslínur, hvar má ekki setja neitt útaf vatnsbóli. Í aðalskipulagi er ákveðið hvar vegir-, göngustígar- og reiðstígar eiga að koma.  Það situr fólk í nefndum til að fjalla um og  vinna að  svona skipulagi. Skipulagið er endurnýjað á  sirka 8-10 ára fresti, eða þegar þörf krefst þess.
Í Hrunamannahreppi er aðalskipulag sem var samþykkt 2003, í því kemur framm hvernig hreppnum er skipt upp í svæði. Aðalskipulagið er vinnuplagg til að sýna hvernig áheirslur og framtíðar sýn þeirra er á þróun byggðar og nýtingu landsvæðis.  Í aðalskipulag Hrunamannahrepps er ákvæði um að vernda landbúnaðarland og nýta það til landbúnaðar og var sveitafélagið hér fyrsta sveitafélagið til að setja þannig ákvæði inn í aðalskipulag. Með því er verið að segja að landbúnaðarland sé dýrmætt og hlúð skuli að landbúnaði í sveitinni.

Mynd Hrunamannahreppur

Heimildir texti ég og Halldóra Hjörleifsdóttir :)

This entry was posted in Hlekkur 4, Náttúrufræði!. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *