við horfðum á heimildarmynd í vetur sem heitir Bully og er um einelti og tilgangurinn með henni er að reyna að minnka einelti í heiminum. Í myndinni er fjallað um fimm krakka sem hafa verið lögð í einelti, talað við þau sem voru enn þá á lífi, fjölskyldur þeirra og stundum vini, ef þau áttu einhverja. Það var mjög sorglegt að sjá hversu illa er hægt að leggja í einelti og hversu ljóta hluti er hægt að gera bara af því manneskjan lýtur kannski eitthvað öðruvísi út eða gerir eitthvað sem öðrum finnst skrítið. Mér fannst mjög sorglegt að sjá umfjöllunina um Alex Libby sem var 12 ára og átti heima Sioux City, Iowa. Hann var með mjög stórann munn og var altlaf kallaður „fishface“ af bekkjarfélögum sínum. Sama hvert hann fór var hann lagður í einelti. Mér fannst foreldrar hans heldur ekki bregðast alveg rétt við og þau voru ekki beint að hjálpa honum að halda sjálfstrausti sínu. Hann var algjört yndi og væri örugglega mjög góður vinur ef maður myndi kynnast honum, en bara af því hann leit öðruvísi út átti hann enga vini. 

Það var fjallað um tvo aðra stráka í þessari mynd en þeir hengdu sig báðir útaf einelti.

Ein stelpan bjó í biblíubeltinu í Ameríku. Hún var samkynhneigð en þar eru miklir fordómar fyrir samkynhneigðum og hún var lögð í mikið einelti, bara út af þessu.

Síðasta barnið sem var fjallað um var stelpa sem var lögð í einelti, fékk nóg og mætti með byssu í skólabílinn. Þegar krakkarnir byrjuðu að stríða henni hótaði hún þeim með byssunni, fór í unglingafangelsi og lenti í klandri.

Mér finnst bara að fólk eigi ekki að dæma annað fólk bara útaf útliti, trú, lit eða einhverju öðru heldur bara kynnast fólkinu og dæma það svo. :)

Leave a comment

Þá er komið að því að klára Flúðaskóla og fara í menntaskóla! 😀 Núna er skólinn alveg að verða búin að tíminn fram að sumarfríi styttist og styttist 😀 Þetta er síðasta náttúrufræðibloggið sem ég mun skrifa í Flúðaskóla sem er mjög skrítið! Við erum bara búin að vera að rifja upp fyrir lokapróf í síðustu tímum og glósa eins og enginn sé morgundagurinn. Ég veit ekki alveg hvað ég á að blogga um þannig að ég ætla bara að skrifa nokkrar fufactz og setja inn myndbönd :)

Ég fann notanda á youtube sem gerir mjög góð myndbönd tengd vísindum. Hann er með mörg myndbönd þar sem hann útskýrir skítna hluti sem margir eru ósammála um eins og til dæmis hvort kom eggið eða hænan á undan, hvaða áhrif hefur tónlist á líkamann?, hvort er verra að fá spark í punginn eða eignast barn?, hvernig er best að losna við þynnku? og mörg mörg myndbönd í viðbót um næstum allt sem getur mögulega tengst vísindum á einhvern hátt. Hér og hér eru myndbönd með nokkrum funfactz frá sama notanda þar sem til dæmis kemur fram að:

 • Flest áfengi inniheldur öll 13 steinefnin sem eru nauðsynleg fyrir mans líf.
 • Það er alltaf 1% af manneskjum á jörðinni drukkin/full á hverju einasta mómenti.
 • Hver manneskja labbar ca. jafn langt og 3x í kringum jörðina í lífi sínu.
 • Það eru til 43.252.003.274.489.856.000 leiðir til að leysa Rubik kubb.
 • Sveppir eru líkari dýrum heldur en plöntum.
 • Þegar þú ert 18 ára áttu líklega 3200-3500 helgar eftir í lífinu en aðeins 57 sumur.
Á síðunni funfactz.com fann ég fullt af staðreyndum sem tengjast vísindum og ákvað að setja eitthvað að þeim í þetta blogg. :)
 • Vísindamenn eru ekki vissir um hvernig risaeðlur voru  á litinn.
 • Heilinn í þér er 80% vatn.
 •  0.3% af sólarorkunni í Sahara er nóg til að knýja alla Evrópu.
 • Rafflesia Arnoldii blóm eru stærstu blóm í heimi og geta orðið jafn stór og regnhlíf. (hér er hægt að sjá meira um þau)
 • Blá augu eru erfðafræðileg stökkbreyting og áður en stökkbreytingin varð höfðu allir menn brún augu.
 • Heitt vatn getur frosnað hraðar en kalt vatn.
 • Þegar þú gegnur niður bratta brekku er þrýstingur á hnén svipað mikill og þreföld líkamsþyngd þín.
 • Meðal manneksja eyðir um 3 árum af lífi sínu á klósettinu.
 • Daizi Zheng, kínverskur hönnuður, bjó til síma sem gengur fyrir kóki. Hún hannaði raflhlöðu sem notar ensím til að búa til rafmagn úr kolvetnum. Hérna er mynd af símanum og hér er hægt að lesa aðeins meira um þennan merkilega síma. :)
Ég ætla ekki að hafa þetta blogg neitt mikið lengra og þess vegna segi ég bara bless bless Flúðaskóli! 😀

 

Leave a comment

Á mánudaginn kláraði Gyða fyrirlesturinn um æxlun.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Eyrúnu í hóp og við náðum að gera nokkrar stöðvar. Við fórum á stöð 2 þar sem við áttum að skoða fitu. Við settum dropa af vatni og dropa af mjólk á gler og skoðuðum í smásjá. Við sáum fitudropana og áttum að teikna það sem við sáum á blað. Á stöð 3 áttum við að skoða fingraför frá öðrum í bekknum og finna út hver var þjófurinn. Á mínu blaði var Hákon þjófurinn. Á stöð 6 áttum við að skoða bragðskyn. Við áttum að finna hvar á tungunni við fundum bragðið af saltvatni, sítrónusafa og sykurvatni.

Bragðskynið er ca. eins og á þessari mynd:

Bláa er beiskt bragð eins og er til dæmis af möndlum, gula er súrt, græna er salt og rauða er sætt

Á stöð 8 áttum við að skoða sjáaldur augans. Við áttum að halda fyrir annað augað en lýsa í hitt með vasaljósi. Augasteinninn sem við lýstum í minnkaði en hinn stækkaði. Ástæðan fyrir þessu er að í myrkri dregst sjáaldrið saman til að hleypa meiri birtu í augað en í miklu ljósi dregst það saman til að við fáum ekki ofbirtu í augun. Hér er mjög góð útskýring á afhverju „augasteinarnir“ minnka og stækka.

Á þessari mynd er sýnt hvernig sjáaldrið minnkar og stækkar. Á myndinni lengst til vinstri er hringvöðvinn búinn að dragast saman og sjáaldrið minnka útaf birtu. Á auganu lengst til hægri dragast geislaböðvarnir saman og sjáaldrið stækkar útaf myrkri.

Á stöð 9  áttum við að skoða jafnvægisskyn. Við áttum að byrja á að gnaga eftir línu á gólfinu en svo áttum við að setjast á rúllustól og snúa honum í hringi. Eftir að við höfðum snúið okkur í nokkra hringi áttum við að ganga aftur eftir línunni en það var ekki eins auðvelt. Ástæðan fyrir því er að jafnvægisskynið ruglast við snúninginn. Hér er sagt nánast allt um jafnvægisskyn.

Á miðvikudaginn var Gyða ekki en við vorum bara í tölvuveri að halda áfram með upprifjunar verkefnið.

Viltu fara til Mars? Ef það er einn af stóru draumunum þínum ættir þú að kíkja á þessa síðu, en þar getur þú skráð þig til að verða ein/n af þeim fyrstu til að fara þangað 2023! Ef þú ert 18 ára eða eldri og stenst kröfunar sem eru uppfylltar getur þú skráð þig og orðið ein/n af fyrstu manneskjum heims til að stíga á mars! Hér getur þú skoðað þær kröfur sem eru settar.

 

Leave a comment

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um æxlunarkerfið og sagði okkur flest alt sem tengist því á einhvern hátt. Á þriðjudaginn fóru krakkarnir út að gera verkefni sem tengdust mannslíkamanum en ég var eiginlega ekkert í tímanum því ég þurfti að fara. Á miðvikudaginn byrjuðum við á upprifjunarverkefni fyrir lokaprófið. Í þessu verkefni þurfum við að velja okkur eitt atriði og gera punkta um það sem fyllir eitt 4A blað og búa til nokkrar spurningar. Ég valdi vistkerfið og er að fjalla um vistkerfi, líffélög, stofna, kjörbýli, fæðu, orku, samskipti lifvera og fleirra.

 Vistkerfi er tiltekið svæði þar sem allar lífverur og umhverfi þeirra skipta máli, lífverurnar tengjast hver annari og lífvana umhverfi sínu. Vistkerfi getur verið mjög lítið, t.d. einn vatndropi í polli, eða mjög stórt, til dæmis heilt haf. Líffélag er allur lifandi hluti vistkerfis og stofn er allar lífverur af sömu tegund á tilteknu svæði til dæmis allir fiskar í einu fiskabúri. Hvert vistkerfi hefur marga stofna og hver og einn hefur sitt hlutverk í vistkerfinu. Allar lífverur þurfa orku til að lifa og þessa orku er alltaf hægt að rekja til ljóstillífandi plantna. Hægt er að flokka lífverur í þrjá mismunandi flokka: frumframleiðendur,  neytendur og sundrendur. Frumframleiðendur eru til dæmis plöntur því þær framleiða sína eigin fæðu,  neytendur eru þau dýr sem framleiða ekki sína eigin fæðu og lifa á frumframleiðendunum, t.d. hestar. Sundrendur fjarlægja leifar plantna og dýra úr vistkerfinu og vegna starsemi þeirra komast nitur, kolefni fosfór, brennisteinn og fleiri efni aftur í hringrásina í vistkerfinu og verður að áburði fyrir næstu kynslóð plantna.

Fæðukeðjur og fæðuvefir í vistkerfum lýsa því hvernig mismunandi lífverur afla sér fæðu. Plöntur, sem eru frumbjarga, eru fyrsti hlekkurinn í fæðukeðju. Dýr sem nærast á plöntum mynda næsta hlekk og dýr sem éta plöntuætur mynda svo þriðja hlekkinn. Svona heldur þetta áfram og sýnir hver borðar hvern og á hverju dýrin í vistkerfinu lifa. Fæðuvefir eru í flestum vistkerfum þar sem allar fæðukeðjur vistkerfisins tengjast.

Hér er mynd af fæðuvef þar sem auðveldlega er hægt að sjá að grasið og bláberin eru frumframleiðendur, hagamúsin, kanínan, engisprettan og skunkurinn eru lifa aðeins á frumframleiðendum, spörfuglinn lifir bæði á frumframleiðendum og lifandi dýrum en haukurinn og uglan eru ránfuglar og lifa á grænmetisætum.

Heimild á texta.

Heimild á mynd- Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður á einni tegund? -vísindavefurinn.

 

Leave a comment

Á mánudaginn í síðustu viku vorum við í páskafríi og vorum bara heima að borða páskaegg og njóta þess að vera í fríi en á þriðjudaginn var tími. Gyða sagði okkur hvernig skipulagið er á lokasprettinum í grunnskóla er og Valgeir og Ágúst kynntu glærukynningarnar sínar.  Á miðvikudaginn vorum við í tölvuverinu í leikjum um mannslíkamann. Í þessum leikjum var til dæmis hægt að raða beinunum, vöðvunum og líffærunum í mannslíkamann og finna út hvar þau eiga að vera. Þetta gekk frekar brussulega í byrjun en smátt og smátt varð auðveldara að þekkja líffærin, vöðvana og beinin og finna hvar í líkamanum þau áttu að vera. :)

Leave a comment

Núna erum við í hópavinnu og vinnum tvö og tvö saman í hópum og erum að gera glærukynningar um mismunandi líffærakerfi mannslíkamans. Ég er með Gullu í hóp og við erum að fjalla um öndunarfæra– og blóðrása kerfið og allt sem tengist því. Í þessu bloggi ætla ég aðeins að fjalla um það sem við erum með og setja nokkrar myndir og myndbönd.

Blóðrásarkerfi

Næringar- og súrefnisríkt blóð flyst með blóðæðum frá hjarta til allra vefja líkamans. Blóðæðarnar eru af þremur megingerðum: slagæðar, bláæðar og háræðar. Stærsta slagæðin, ósæðin, liggur frá hjarta og kvíslast í ótal smærri æðar, slagæðlinga, um líkamann. Þeir hríðslast síðan enn meira og verða að háræðum í öllum vefjum líkamans, þar sem skipti verða annars vegar á súrefni og koltvíoxíði og hins vegar á næringarefnum og úrgangsefnum. Háræðarnar renna síðan saman í færri og stærri æðar, bláæðlinga, sem síðan verða að bláæðum sem skila blóðinu aftur til hjartans. 

Slagæðar flytja súrefnisríkt blóð til vefja líkamans. Stærsta slagæðin er ósæðin en hún dælir blóði frá vinstri helming hjartans og er svipað breið og venjuleg garðslanga. Bláæðar flytja súrefnissnautt blóð til hjartans. Háræðar  mynda þétt net allsstaðar í líkamanum og tíu háræðar eru jafn sverar og eitt mannshár!

Heimildir: Textinn er úr bókinni maðurinn sem við erum að nota í glærukynninguna og mynd1 er fengin hér

Marblettir myndast þegar högg lendir á líkamanum og nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þegar það gerist lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit í nokkra daga eftir höggið. Heimild.

Hvernig er hægt að losna fyrr við marblett? Það á að vera hægt að skera lauk í tvennt og halda sárinu á lauknum ofan á marblettinum. Lauksafinn á að flýta fyrir því að marbletturinn fari. Spurning hvort þetta virki samt?

Hvernig virkar öndun? Hér er myndband um öndun og hvert loftið fer.

 

Leave a comment

Við erum búin að vera að læra um rafmagn nuna undan farið. Við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur. Hérna er mynd af töflunni sem er heima hjá mér:

Grænu „takkarnir“ eru  til að slá rafmagni út/inn á sérstökum svæðum en svarti takkinn sem er fyrir neðan er lekaliðinn.

Hvaða svæði stjórnar hver takki?

 1. Bað, svefnherbergi
 2. Sjónvarpshol, gangur, stigi
 3. Búr, þvottahús, eldhús
 4. Stofa
 5. Símstöð, sjónvarpsmagnari, dyrasími
 6. Þvottavél
 7. Þurkari (skondið.. við höfum aldrei átt þurrkara!)
 8. Uppvottavél
 9. Ofn, örbylgjuofn
 10. Eldavél
 11. Ónotað
 12. Ónotað

Hvað er rafmagnstafla?

,,Til að taka á móti raforku þarf rafmagnstöflu sem nefnist aðaltafla. Aðaltaflan er hjarta rafkerfis hússins. Aðaltaflan er oft eina taflan í minni einbýlis- og raðhúsum.“Orkuveita Rvk

Leave a comment

Í dag vorum við að gera verkefni í tölvuverinu. Við áttum að gera tölvustöðvar síðan í gær og fara inná phet-forrit, BBC og eina aðra síðu. Inná þessum þrem síðum áttum við að gera verkefni og fara í leiki sem tengjast rafmagni. Inná phet gátum við valið okkur leiki. Ég byrjaði á að fara í leik þar sem við áttum að senda bylgjur og skoða hvernig þær geta verið, næst fór ég í leik þar sem ég átti bara að sjá hvernig rafmagn leiðist og hvað gerist þegar maður slekkur/kveikir. Síðasti leikurinn sem ég fór í var um segulsvið þar átti að að sjá hvernig segulsvið virkar.

Inná BBC var rafmagnsleikur þar sem hægt var að skoða hvaða hlutir leiða rafmagn best og svara svo nokkrum spurningum. inná hinni síðunni áttum við að gera fullt af rafmagnsverkefnum og svara spurningum. :)

Leave a comment

Við byrjuðum árið á vísindavöku. Ég var með Áslaugu í hóp og Eyrún bættist svo við þegar við vorum að klippa saman. Við gerðum tilraun um eðlismassa vökva sem virkaði einfaldlega þannig að við settum 5 mismunandi vökva í tilraunaglas og sáum hvaða efni var léttast og þyngst.

Hér er hægt að sjá myndbandið sem við gerðum.

Það sem við þurftum til að gera tilraunina var:

 • Sýróp
 • Rauðspritt
 • Vatn
 • Matarlitur
 • Uppþvottalögur
 • Matarolía
 • Glös
 • Tilraunaglas
 • Dropateljari

Hvað gerðum við?

 1. Við byrjðum að setja grænan matarlit út í vatnið og helltum svo vatni í tilraunaglasið.
 2. Næst settum við matarolíu ofan í tilraunaglasið. Olían flaut ofan á vatninu af því að hún er léttari og hefur minni eðslismassa en vatnið.
 3. Næst bættum við bláum uppþvottalög við þetta. Uppþvottalögurinn sökk rólega niður og stoppaði á milli olíunnar og vatnsins. Hann hefur greinilega meiri eðlismassa en olía en af því hann er frekar olíukenndur flýtur hann ofan á vatninu.
 4. Næst settum við rauðspritt.Sprittið var með minnsta eðlismassan og flaut þess vegna ofan á öllum hinum efnunum og var efst.
 5. Síðasta efnið sem við settum var sýróp. Sýrópið sökk alveg niður á botninn og þegar það fór í gegnum uppþvottalöginn blandaðist hann vatninu og vatnið varð að sápuvatni.

Vísindaspurningin okkar eru eiginlega tvær. Önnur þeirra er ,,Hvaða efni hefur mesta/minnsta eðlismassan?“ og hin er ,,Hvað er eðlismassi?“ Svörin við þessum spurningum eru:

 1. Sýrópið hafði mesta eðlismassan, vatnið næstmesta, uppþvottalögurinn hafði aðeins minni en vatnið, olían hafði næst minnsta og rauðprittið hafði minnsta eðlismassann.
 2. ,,Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna.“ –Vísindavefurinn. 

 

Leave a comment

Við erum enþá í jarðfræði og í síðustu viku gerðum við verkefni í tölvuverinu og áttum að svara þessum spurningum:

 1. Hver gaf út fyrsta jarðfræðikortið á Íslandi og hvenar?
 2. Hvað sýna jarðfræðikort?
 3. Hvað táknar guli liturinn á þessu korti?
 4. Hvað er steind? Nefndu dæmi um hvernig þær eru flokkaðar.
 5. Hvaða nýja íslenska steind fannst fyrir nokkrum árum?
 6. Hvað er merkilegt við móberg?
 7. Segið frá myndum Surtseyjar.
 8. Segðu frá flokkun bergs.
 9. Hvaða berg er algengast á Íslandi?
 10. Hvað eru jarðminjar (geosites)?
 11. Hvaða viðmið eru notuð við mat á verndargildi jarðminja á Íslandi?
 12. Hvaða hættur steðja að jarðminjum?
 13. Hvað er grunnvatn?
 14. Skoðið Katla geopark. Hvað er jarðvangur?

Við notuðum aðallega vef náttúrufræði stofnunar Íslands til að svara þessu en stundum þurftum við að nota aðrar síður. Hér er svo verkefnið mitt.

Við erum búin að vera að vinna í ritgerð núna undanfarið. Ég er að skrifa um stöðuvötn á Íslandi og Þingallavatn. Við erum búin að fá nokkra náttúrufræði tíma til að vinna í henni.´

Í gær kom Jón G. Valgeirsson sveitastjóri Hrunamannahrepps og hélt fyirlestur um aðalskipulag hreppsins. Hann sýndi okkur hvernig þau skipta hreppnum niður og ákveða hvar iðnaðar, íbúasvæði, verlsunarsvæði, skógar og fleira eiga að vera og hvernig þau reyna að raða þessu þannig að iðnaðarsvæðið er ekki alveg við íbúasvæði til að valda ekki truflunum.

Í dag vorum við að gera verkefni í tölvuverinu um aðalskipulag og margt fleira.

Leave a comment