Á mánudaginn vorum við í tölvuverinu að gera verkefni. Við áttum að finna út hvernig orka var á hverri mynd. Þetta verkefni var á ensku þannig að við þurftum líka að læra hvað orkumyndirnar heita á ensku.  Í endann á tímanum áttum við að meta bloggin okkar.

  • chemical – Efna
  • Light- ljós
  • mechanical- vélar
  • Nuclear- Kjarnorka
  • Thermal- Varma

Á miðvikudaginn vorum við svo að gera verkefni 2 og 2 saman í hópum. Ég var með Eyrúnu í hóp og í fyrsta verkefninu áttum við að svara fullt af spurningum um pizzadeig (afhverju það lyftisr, hefjast og einhvað þannig), í 2. verkefninu áttum við að svara spurningum um hitabrúsa, einangrun og eitthvað sem tengist því. Í 3. verkefninu áttum við að svara spruningum um sónar myndir en við skildum eiginlega ekkert í því þannig að við svöruðum ekki mjög mörgum spurningum þar. 

 

Á þessari mynd af hitabrúsa er sínt hvernig einangrun í hitabrúsa virkar. Ég fékk þessa mynd á vísindavefnum.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *