Við vorum í stöðvavinnu og ég var með Hrafnhildi í hóp. Við áttum að fara á nokrar stöðvar og vinna verkefni um jarðfræði og vatnasvið Þjórsár. Við byrjuðum á stöð 1 sem er svona: ,,Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?“ Við áttum bara að útskýra þetta og hér kemur útskýringin!

 • Grunnvatn- Fyrir neðan ákveðin mörk niðri í jörðinni er hver hola og sprunga full af vatni. Þetta vatn kallast grunnvatn og er að uppruna úrkoma og sígur hægt undan halla í átt til sjávar.
 • Snælína- Mörk leysingasvæða og snjófyrningasvæða koma glöggt fram á jöklinum seinni part sumars, þessi mörk kallast snælína.
 • Vatnasvið– Svæði sem vatn rennur af til vatnsfalls er nefnt vatnasvið. Vatnasvið ár má afmarka með því að byrja við árósinn og afmarka vatnaskil alla leiðina utan um ána og allar þverár hennar til til komið er að ósnum aftur.

Stöð 6

Villur á fjöllum.  Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk.  Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.

Við teiknuðum ca leiðina inná kort og merktum inn staði. Við náðum ekki að gera neitt meira á þessari stöð af því þetta tók frekar langan tíma.

Stöð 12 Hver var Dr. Helgi Pétursson?

Dr. Helgi Pétursson var íslesnkur jarðfræðingur og dulvísindamaður. Hann var frægastur fyrir bækur sínar sem hann skrifai um þau efni.

Stöð 13 Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði

Við skoðuðum basalt og heklu vikur og lásum aðeins um það í þessari bók og þegar við vorum búnar að því var tíminn búinn. :)

Mynd.

 

Smá úr glærupakkanum sem Gyða lét okkur fá eihv tíman.

 • Árið 1104 eyddist þjórsárdalur vegna mikils gjóskufalls frá Heklugosi.
 • Þjórsá er lengst á landsins (230 km. frá upptökum Bergvatnskvíslar.)
 • Þjórsá er að drjúgum hluta jökulá en þó er bergcvatn uppistaða í vatni árinnar.
 • Meðfram ánni er gróið land þegar neðar dregur og víða stórbrotið og fagurt landslag.
 • Innri öfl koma úr iðrum jarðar- Eldgos, jarðskjálftar og skorpuhreyfingar.
 • Ytri öfl eru ytri áhrif- vindur, öldugangur, jöklar, frost, úrkoma og vatnsföll.
 • Vatnsvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða.
 • Dragár eru algengastar á blágrýtissvæðum.
 • Upptök dragáa eru óglögg.
 • Hafa rennsli háð veðri og sveiflum í hitastigi. (klakastíflur)
 • Lindár eru algengastar í og við gosbeltið.
 • Glögg upptök úr lindum og vötnum.
 • Jafnt rennsli og hitastig.
 • Jökulár koma úr jöklum.
 • Rennsli háð veðri og mikil dægursveifla.
 • Óhreinar af framburði.
 • Hjarnjöklar eru allir stærstu jöklar landsins.
 • Skriðjöklar eru afrennsli stærri jökla.
 • Daljöklar eru fáir á Íslandi.
 • Skálar- og hvilftarnöklar eru algengastir í Eyjafjallahálendinu.
 • Þegar berg molnar vegna ytri afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru-Rof.
 • Þar sem bergmylsna sest myndast set.
 • Set úr bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó.
 • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d. má segja að allt Suðurlandsundirlendið sé þakið seti.
 • Sandur og möl er dæmi um set.
 • Molaberg er set úr bergmylsnu.
 • Lífrænt set verður til úr leifum plantna og dúra.
 • Mold er set gert úr bergmylsnju blandaðri rotnandi eða rotnuðum dýra- og plöntuleyfum.
 • Hekla hefur gosið 7 sinnum á þessari öld.
 • Hún gaus: 1913,1947, 1970, 19, 1981, 1991, 2000

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *