Á mánudaginn  byrjuðum við í líffræði tengdri Þjórsá. Ég missti af næstum öllum tímanum af því eg var í píanó tíma en þau horfðu á mynd um Þjórsárver.

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég var með Gylfa í hóp.

Við byrjuðum á stöð 3.- Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?

Fyrst voru Þjórsárver friðýst árið  1981 og friðlýsingin var endurskoðuð 1987. Þjórsárver er víáttumesta gróðurvin á miðhálendinu.  Mestu varpstönðvar heiðargæsarinnar í heimi. Svokallaðar rústir eru sérkennilegar sífreramyndanir í jarðvegi sem geta orðið yfir metri að stærð. Örnefni minna á búsetu útilegumanna í gegnum tíðina.

Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.  Á tímabilinu 1. Maí – 10. Júní.  Heimild. Mynd.

Síðan fórum við á stöð 10- Fléttur

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs.  Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra. Heimild. Mynd.

Stöð 4- Hvað er Ramsarsvæði og hvaða þrjú íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?

Ramsasvæðin á Íslandi heita: Þjórsárver, Grunnafjörður og Mývatn og Laxá.

Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem eru á mörkum lands og vatns. Margar skilgreiningar finnast á votlendi en vanalega eru vötn og grunnsævi, mýrar og ár flokkuð sem votlendi á Íslandi. Vatn er grunnforsenda fyrir lífi og gerir manninum mögulegt að nýta landið. Votlendi er einnig mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi. Votlendi er meðal þeirra vistkerfa á jörðinni þar sem framleiðni er mest og það er jafnframt uppvaxtarsvæði fyrir fjölda tegunda, þar á meðal tegunda sem hafa efnahagslega þýðingu. Heimild. Mynd.

Stöð 5 Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.

Skoðuðum sýni úr jökulá og lindá í smásjá og þetter niðurstaðan:

Jökulvatnið er gruggugt og með fáum þörungum en vatnið úr lindánni er tærara og er með fleiri þörugna.

Stöð 9- Eggjaskurn skoðaðu eggjaskurn í víðsjá. Lýstu því sem þú sérð. Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni?

Tókum mynd af egginu með viðsjánni en ég get ekki sett hana hingað inn þannig að ef þú vilt sjá myndirnar þarftu að fara í verkefnið. :)

Í dag fór Gyða bara hratt yfir glærupakka og svo var stutt könnun.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *