Erum byrjuð í líffræði. Á miðvikudaginn var bara glærupakki og svo vorum við að læra á smjásjár. Við áttum að skoða tilbúið síni og búa til síni úr lauk. Við sáum mjög vel laukfrumurnar. Á föstudaginn héldum við áfram að skoða sýni í smásjám og gera verkefni.

Glærupakkinn:

Veirur:

 • Veirur teljast sníklar vegna þess að þær skaða hýsilfrumur sínar.
 • Teljast varla sem lífverur.
 • Er sett saman úr 2 meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.

Fjölgun veira:

 • Veirur fjölga sér aðeins í lifandi  frumum.
 • Fjölga sér með því að festa sig á hýsilinn og sprauta erfðaefni sínu inní hann.
 • Prótínhjúpurinn verður eftir fyrir utan hýsilinn.
 • Erfðaefnið tengist erfðaefni hýsilsins og tekur yfir stjórninni.
 • Hýsillinn framleiðir efni í nýjar veirur þangað til hann er orðinn fullur af nýjum veirum og á endanum springur hann.
 • Mynd: Bygging veiru

Veirur og menn:

 • Veirur valda  mörgum sjúkdómum, oft væga sjúkdóma eins og kvef, áblástur og vörtur.
 • Aðrir veirusjúkdómar eru mikið hættulegri eins og alnæmi, mislingur, inflúensa, lifrabólga, bólusótt, mænusótt, heilabólga, hettusótt og herpes.
 • Veikar eða óvirkar veirur eru notaðar til að búa til bóluefni. Bóluefni örvar myndun mótefna í líkamanum sem verja hann gegn sýkingu.

Dreifkjörnungar:

 • Dreifkjörnungar eru bara ein fruma.
 • Dreifkjörnungar hafa enga kjarna.
 • Erfðaefnið er dreift um frymið.
 • Þá vantar líka mörg frumulíffæri.
 • Allir dreifkjörnungar eru gerlar/bakteríur.

Dreifkjörnungar- gerlar:

 • Gerlar lifa í vatni, loti, jarðvegi, í/á líkama annara lífvera.
 • Gerlar hafa frumuvegg í kringum sig og sumir hafa síðan slímhjúp utan um hann.
 • Sumir gerlar hreifa sig úr stað með hreyfiöngum sem heita svipur.

Gerlar:

 • Gerlar eru m.a. flokkaðir eftir lögun sinni.
 • Helstu flokkar þeirra eru: Kúlulaga gerlar (kokkar), staflaga gerlar og gormlaga gerlar.

Starfsemi gerla:

 • Sumir eru háðir súrefni en aðrir þola ekki súrefni.
 • Sumir eru frumbjarga en aðrir ófrumbjarga.
 • Sumir lifa á dauðum lífverum (sundrendur/rotverur).

Fjölgun gerla:

 • Gerlar fjölga sér með skiptingu.
 • Ef aðstæður versna geta gerlar myndað dvalagró sem er kúlu- eða egglaga og er úr sterkri varnarhimnu.
 • Þegar aðstæður lagast aftur breytist dvalargróið í geril.

Skaðsemi gerla:

 • Gerlar eru oft óþarfir.
 • Þeir spilla matvælum , menga drykkjavatn, valda sjúkdómum, spilla uppskeru o.m.fl.
 • Gerlar eiga sök á mörgum sjúkdómum, t.d. hálsbólgum lungnabólgu, kóleru, barnaveiki, stífkrampa, verklaveiki, kýlapest o.m.fl.

Nýting gerla:

 • Gerlar eru oft til góðs, t.d. í mjólkurframleiðslu, eyðingu á úrgangsefnum, framleiðslu á eldsneyti og lyfjum, eiðingu mengandi efna o.m.fl.
 • Gerlar eru notaðir til að framleiða mörg síklalyf.
Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *