Ég var ekki á mánudaginn en hinir krakkarnir voru bara að klára plakötin sem við byrjuðum á síðasta föstudag. Við vorum að gera palköt um kynsjúkdóma og ég var með Gullu í hóp. Við völdum lekanda.

Lekandi er kynsjúkdómur sem bakterían Neisseria gonorroheae veldur. Bakterían er í kynfærum, þvagrás, endaþarmi og hálsi. Lekandi smitast við samfarir þegar sýkt slímhúð kemur við aðra slímhúð. Smitun getur líka verið við endaþarms- og munnmök. Eina vörnin gegn lekanda er smokkur.

Ég ákvað að sleppa því að setja myndir af lekanda hér inná af því þær eru virkilega ógeðslegar!

Heimild og meira um lekanda.

 

Á miðvikudaginn og föstudaginn vorum við að gera frumveruverkefni. Við áttum að sækja sýni í lækinn og ánna og skoða í smásjá. Ég var með Rakel í hóp og við fundum fullt af skríttnum dýrum/þörungum í vatninu. :)

 

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *