Sumarið er búið og núna er skólinn byrjaður á fullu aftur. Við byrjuðum skólaárið á að fara í geðveika ferð til Danmerkur. Við gerðum margt klikkað í danmörku, löbbuðum mikið, sáum margt nýtt og höfðum endalaust gaman.  Við erum að gera verkefni með dönskum skóla sem heitir Grandhoftenskole og þetta verkerfni er um orku. Í þessu verkefni ætlum við að bera saman orku á Íslandi og í Danmörku. Það er mikill munur og t.d. er mikið notað vindmyllur í Danmörku en vatnsfallsvirkjanir á Íslandi. 

Það er mjög mikill munur á Danmörku og Íslandi, t.d. eru miklu fleiri og stærri tré í Danmörku, engin fjöll, ekkert heitt vatn og margt fleira. Þar sem engin fjöll eru í Dk hafa þau enga fossa og geta þess vegna ekki haft vatnsfallsvirkjanir og íslendingar geta ekki haft vindmyllur af því það er alltof mikið rok.

Það eru líka allt öðru vísi dýr í Dk heldur en á íslandi. Við sáum m.a. risa stóra snigla, kuðunga snigla, froska, villt dádýr og síðan heyrðum við í engisprettum. Danskir hestar eru líka miklu stærri en íslensku en það er samt slatti af íslenskum hestum í Dk.

Á myndinni er mjög algengt danskt tré. Það var rosalega mikið af svona trjám útum allt! Ég stal þessari mynd frá Áslaugu en hún tók hana í Danmörku rétt hjá skólanum sem við vorum í. :)

Víjj fundum íslensk ópal!! 😀 (eða obal…)

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *