Í þessari viku vorum við að læra um ljóstillífun og bruna.Við fengum nýja kennslubók sem heitir maður og náttúra og við eigum eftir að nota hana mikið í vetur. Á mánudaginn var stöðvavinna. Ég var með Andreu í hóp og við fórum á nokkrar stöðvar. Á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri að gera verkefni sem heitir litróf náttúrunnar og var aðallega um fæðukeðjur og hringrás kolefnis.

Í stöðvavinnunni fórum við á stöð sem hét lífsnauðsynlegt efnaferli og verkefnið var krossgáta. Hér er það sem við lærðum á þessari stöð.

 • Við ljóstillífun myndast næringarefnið glúkósi.
 • Kartöflur innihalda orkuríkt efni sem heitir mjölfi.
 • Grænukorn eru frumulíffæri í plöntum þar sem ljóstillífun fer fram.
 • Þegar plöntur mynda glúkósa myndast súrefni.
 • Loftaugu eru op í blöðunum sem helypa lofttegundum inn og út.
 • Beðmi er aðalefnið í viði.
 • Rætur plantna soga upp vatn úr jörðinni.
 • Varafrumur umlykja loftaugu.

Á þessari mynd sem ég fékk hér er sýnd hvernig laufblað er byggt upp. Efst er vaxlag, næst kemur efri yfirhúð, stafvefur, svampvefur og æð í honum svo koma loftaugu og neðst er neðri yfirhúð.

Í stöðvavinnunni svöruðum við líka spurningum 1.1 í bókinni maður og náttúra og fundum öll svörin annað hvort í henni eða glósum frá kennara.

 1. Ljóstillífun er þegar orkan úr ljósinu er notuð ti lað búa til flókin lífræn efni (sykrur, fitu, prótein og kjarnsýru) úr ólífrænum.
 2. Plöntur þurfa koltvíoxið til að ljóstillífa og mynda súrefni.
 3. Græna litarefnið í plöntum kallast blaðgræna.
 4. Plöntur nota sólarorku til að búa til súrefni og glúkósa þegar þær ljóstillífa.
 5. Glúkósi getur breyst í mörg efni í plöntum, t.d. mjölva (sterkju), beðmi (sellulósa), prótín og fitur.
 6. Plöntur þurfa ekki bara vatn, koltvíoxið og sólarljós heldur þurfa þær líka steinefni sem þær fá úr jörðinni.
 7. Rætur plantna taka upp vatn og steinefni og efnin eru flutt upp til laufblaðanna eftir viðaræðum. Glúkósinn sem myndast í laufblöðunum flyst líka eftir æðum um plöntuna og fer m.a. til rótarinnar þar sem ekki eru nein grænukorn. Þessar æðar kallast sáldæðar.

Á þessari mynd sem ég fékk hér er sínnt hvernig ljóstillífun virkar. Sól, steinefni og vatn fara inn en koltvíoxið og glúkósi koma út. :)

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *