Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um vistkerfi, og samspil lífvera og lífvana umhverfis. Við fengum glærupakka eins og venjulega. :)

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég og Valgeir vorum saman. Við gerðum sjálfspróf á netinu og fengum 10! 😀 Við skoðuðum líka fugla í útrýmingarhættu og grein um vatnið Vesijärvi í Finnlandi. Þegar við vorum búin að skoða þetta fórum við og svöruðum nokkrum sjálfsprófum í bókinni maður og náttúra.

Þessi mynd er  af geirfugl. Geirfuglinn dó út 1844 og áttu menn stórann þátt í því með því að veiða of mikið en margt annað hafði áhrif á það.

Á miðvikudaginn horfðum við á mynd og svöruðum spurningum úr henni. Myndin var um gróðurhúsaáhrif, loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar.

Hér eru svo nokkrir punktar úr sjálfsprófunum og heftinu sem fylgdi myndinni:

 • Ísöld lau fyrir um það bil 10 þúsund árum.
 • Ísland er í barrskógarbeltinu en það er svo einangrað að þegar ísöld lauk breiddust barrskógar ekki út hér eins og annars staðar í barrskógarbeltinu.
 • Við landnám var um fjórðungur landsins vaxinn birki en núna er aðeins í kringum 5% vegna þess að landsnámsmenn brenndu og hjuggu skóginn til að afla smíðaviðar og eldsneytis, elda mat, hita hús og vinna járn. Búfénaður gekk einnig meira og minna sjálfala í skóginum.
 • Á þessari mynd er sýnt hvaða lönd eru í barrskógarbeltinu.
 • Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landssvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður og má nefna skóglendi, graslendi og votlendi sem gott dæmi.
 • Þegar skógur er ræktaður upp á skógarlausu landi breytist lífríki og landslag mikið. Birtukærum plöntutegundum (t.d. holtasóley og hvítmaðra) fækkar smám saman og á endanum eru bara skuggþolnar tegundir (t.d. vallefting, fléttur og mosar) eftir á skógarbotninum.
 • Undir gróður er oft gróskumikill og einkennist af gras-, víði- og lyngtegundum og oft eru blómjurtir líka áberandi, t.d. blágresi. Inn á milli vaxa einni mosar og fléttur.
 • Mólendi verður til fyrst og fremst vegna áhrifa af langvarandi beit.
 • Þúfur verða til vegna áhrifa frosts í jarðveginum og mikillar beitar.
 • Á Íslandi eru um 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari og þekur það um 1,4 % af landinu.
 • Stöðuvötnum er skipt í tvo meginflokka; næringarrík og næringar snauð vötn.
 • Lofthjúpurinn lætur meginhita jarðar vera þægilegri fyrir flestar lífverur á jörðinni.
Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *