Á mánudaginn fengum við prófin til baka sem við tókum í síðustu viku. Gyða var með fyrirlestur um frumur (upprifjum síðan í 8.bekk). Ég var ekki í þessum tíma en fekk samt glærupakka frá Gyðu.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Jóhann í hóp og við fórum á stöð þar sem við þurftum að lita mynd af 2 frumum, plöntufrumu og dýrafrumu. Öll nöfnin voru á ensku og við áttum að reyna að þíða þau sem gekk misvel.

Á myndinni hérna hægra megin er dýrafruma.

Á miðvikudaginn tókum við endurtekningar próf af því prófið úr síðustu viku var með ömurlega meðal einkunn…

Á föstudaginn var fyrirlestur um erfðafræðihugtök og lögmál erfðafræðinnar. Við áttum að bæta við á glærurnar og reyna að skilja þetta allt.

Smá um frumur:

Mismunandi gerðir frumna:

 • Dreifkjörnungar -Einfaldar frumur án kjarna
 • Heilkjörnungar- Frumur með kjarna, skiptast í frumbjarga og ófrumbjarga lífverur.

Litningar:

 • Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum.
 • Strýra starfsemi frumunnar.
 • Miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrrar frumu.
 • Stórar flóknar sameindir-efnasambönd sem nefnast Kjarnsýrur. (DNA eða RNA)
Þessi mynd er af plöntufrumu.

Mítósa:

 • Kynlaus æxlun.
 • Hver fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
 • Efni kjarnans tvöfaldast
 • Jafnskipting
Meiósa:
 • Tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjóvgun.
 • Kynfrumur myndast við rýriskiptingu (meiósa)
 • Mynda kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman (23 í stað 46)
Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *