Á mánudaginn var fyrirlestur sem hét frá kynslóð til kynslóðar og var um erfðir.Gyða kláraði ekki alveg glærupakkann en náði samt að segja nóg þannig svo að við gátum verið í stöðvavinnu á þriðjudaginn. Ég var með Eyrúnu í hóp og við gerðum fimm stöðvar. Við gerðum sjálfspróf 4.1, tölvustöð, ætti huduruinn að heita Depill?, er svartur sauður í ættinni? og DNA sameindin.

Á miðvikudaginn var mannerfðafræði og Gyða var eitthvað að reyna að útskýra blóðflokka.

Stöðvavinnan sem var á þriðjudaginn:

Sjálfspróf 4.1

  • DNA (Deoxýríbósakjarnsýra) varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna.
  • Frumurnar framleiða prótín og öll efni sem tengast prótíni frá DNA sameindunum.
  • Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu.
  • Litningar skiptast í margar erfðaeiningar sem kallast gen. Í hverju geni eru upplýsingar um myndun próteina. Genin sitja á litningunum.
  • Gen ákvarða hvaða prótín eru framleidd.

Á tölvustöðinni áttum við að fara inná þessa síðu og para saman mýs til að sjá hvernig afkvæmin gætu litið út og hvernig genin blandast.

Ætti hundurinn að heita Depill?  Við áttum að finna út hvort hundurinn yrði með stutt, löng, krulluð eða slétt hár og hvort hann verði doppóttur eða ekki með því að skoða gen og erfðir.

  • Mamma hundsins var með arfgerðina L (löng), s (lint), K (krullað) og D (doppótt)
  •  Faðirinn var með l (stutt), s (lint), K (krullað) og d (samfellt).

Hundurinn var þess vegna með arfgerðina Ll, ss, KK, Dd. Sem þýðir að hann var arblendinn doppóttur og löng hár en arfhreinn rikjandi með krulluð hár og arhreinn vikjandi með lint hár.

Er svartur sauður í ætinni?

Áttum að skrá arfgerðir hjá kindum og sjá hvort þau myndu eignast svört eða hvít afkvæmi.

  • Foreldrakynslóðin var HH og hh.
  • Fyrsta afkomendakynslóðin var Hh og Hh.
  • Önnur afkomendakynslóðin var HH, Hh, Hh og hh.
Á DNA stöðinni áttum við að teikna DNA sameind og átta okkur á því hvernig hún byggist upp. Við teiknuðum mynd sem er frekar lík þessari hérna fyrir neðan en auðvitað er hægt að teikna mikið auðveldari útgáfu af DNA sameind t.d. eins og þessi sem er hér ofar.
Hér er frétt sem ég fann inná mbl um Demant sem er stærri en jörðin-mbl. Mér finnst það alveg frekar merkilegt og ákvað að skella þvi með :)

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *