Er ekki búin að blogga í frekar langan tíma af því ég fór til englands í viku var ekkert í náttúrufræði þá vikuna og svo vikuna eftir það komu danirnir. Við vorum að gera orkuverkefni (hægt að skoða hér) með dönunum og unnum í nokkrum litlum hópum með mismunandi orkutegundir. Hópurinn minn var með Zero house. Allar upplýsingar sem við fengum, lærðum á og notuðum í verkefnið fengum við af síðu sem fjallar bara um zero house og ekkert annð. (hér) Við gerðum glærukynningu og nokkur önnur verkefni, til dæmis plakat og fara út að taka myndir sem tengdust þessu á einhvern hátt. Þetta verkefni var skemtilegra en ég bjóst við og við lærðum mikið á því. :)

Á mánudaginn byrjuðum við í efnafræði. Við vorum aðallega að rifja upp hvað efnaformúlur og altl þetta er. Á þriðjudaginn vorum við að gera þurrís tilraun. Ég var með Hrafnhildi og Hákoni í hóp og við gerðum nokkrar stöðvar.

 mynd af þurrís í heitu vatni með bláum matarlit sem ég tók þegar ég og Heiðar (litli bróðir minn) vorum að leika okkur með þurrís. Reikurinn varð ekki blár þo að vatnið væri blátt :(

Við byrjuðum á að fara á stöð 5 (þurrís og blöðrur). Þar áttum við að vera með tvö tilrauna glös í standi og setja þurrís í bæði glösin. Í annað glasið settum við svo kalt vatn en í hitt settum við sjóðandi heitt vatn. Eftir það settum við blöðru yfir opið á glasinu til að sjá í hvor glasinu var meira efnahvarf. Blaðran á heita vatninu blés mikið hraðar og meira út heldur en þessi sem var á kalda vatninu. Átæðan er sú að þurrísinn leysist hraðar upp í heitu vatni og verður að loftegund sem fer í blöðruna. Myndband sem við tókum á meðan við gerðum þetta.

Eftir það fórum við á stöð 2 (þurrís og sápukúlur). Fyrst blésum við sápukúlum á þurrís sem var í bakka. Oftast sprungu sápukúlurnar bara en ef þær voru nógu litlar náðu þær stundum að lenda á ísnum og frosna. Þær frusu aldrei alveg heldur sprungu alltaf eftir nokkrar sekúndur og þá urðu mjög skrítnar leifar af kúlunum eftir. Við fórum líka á aðra sápukúlu stöð en þar var þurrísinn ofan í glerkassa/fiskabúri og við áttum að blása sáupukúlum ofan í það. Sápukúlurnar náðu oftast ekki að fara alveg að ísnum heldur stoppuðu alltaf í ákveðinni hæð rétt fyrir ofan ísinn og sveimuðu þar um í smá tíma. Hægt var að sjá hvernig þær byrjuðu smátt og smátt að frjósa og svo sprungu þær á endanum. Ástæðan fyrir að þær fóru ekki alveg að ísnum er að ísinn hryndir súrefni frá sér og sápukúlan var full af súrefn. Myndband1  Myndband 2

Næsta stöð var stöð 1 (þurrís og málmur). Þar vorum við með þurrís í bakka og  áttum að prófa að halda á alskornar járn hlutum (t.d peningum) og ísinn með þeim. Járnið byrjaði oftast að titra, varð mjög kalt og mismunandi ískur kom.

Við fórum líka á stöð 6 (þurrís og eldur). Þar var þurrísinn á bakka og við áttum að reyna að setja eldspýtu eða kerti að ísnum. Þegar eldinn kom nær ísnum slokknaði alltaf á honum. Ástæðan er sú að þurrís er bara koltvísýringur og eldurinn þarf súrefni. Þurrísinn sem var búinn að gufa upp og verða að loftegundinni CO2 var í kringum ísinn og þess vegna var ekki nóg súrefni þar fyrir eldinn.

Meðan við vorum að bíða eftir síðustu stöðinni prófuðum við að setja þurrís ofan í blöðru og hella svo vatni ofan í blöðruna og binda fyrir. Blaðran blés út þangað til allur þurrísinn var gufaður upp. Myndband

Á síðustu stöðinni (þurrís og sápa) áttum við að dýfa efni ofan í sápuvatn og setja svo þurrís og heitt vatn ofan í skál og renna efninu yfir skálina og reyna að blása stóra sápukúlu. Það gekk ekki mjög vel. við settum líka þurrís ofan í sápuvatn og þá kom rosalega skrítin froða. Myndband

Hér er svo eitt myndband í lokin sem ég tók upp heima. Við settum Þurrís og heitt vatn í flösku, lokuðum og hentum henni. Ef við settum nógu mikið af vatni sprakk flaskan!

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *