Í öðrum mannréttindatímanum okkar vorum við að gera verkefnið „spilaðu með!“ Þá vorum við að spila olsen olsen og Kolbrún var búin að tala við Áslaugu sem átti að vera ákærandi, Gullu sem átti að vera svindlari og Hugrúnu sem átti að vera reglusmiður. Hugrún var alltaf að búa til nýjar reglur, Áslaug var mjög dugleg að stiðja hana og segja að þetta er svona en á meðan við vorum alltaf að rífast við þær tvær var Gulla að svindla með því að henda spilum undir borð, setja mörg spil í einu, draga allt of mörg spil eða bara eitthvað sem henni datt í hug en við tókum ekkert eftir því af því við vorum svo pirraðar útí Áslaugu og Hugrúnu. Þegar við föttuðum að þetta var eitthvað sktítið og að Kolbrún talaði við þær hlóum við mikið, sérstaklega þegar við föttuðum allt sem Gulla var að gera.

Við erum búin að læra margt í þessum tímum. Við erum t.d. búin að læra hvað mannréttindi eru, hvaða rétti við höfum, skoða barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og læra um þá, mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna og margt margt fleira. Við lærðum líka hvað mannréttindi og forrréttindi eru. Mannréttindi er t.d. að fá að borða, ganga í skóla, eiga tómstundir, verndun fjölskyldunnar, eiga heimili og margt fleira. Forréttindi er það sem við fáum en er í rauninni óþarfi t.d. fá nammi/kökur, fara í háskóla, fara til útlanda og margt fleira.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *