Við erum enþá í jarðfræði og í síðustu viku gerðum við verkefni í tölvuverinu og áttum að svara þessum spurningum:

 1. Hver gaf út fyrsta jarðfræðikortið á Íslandi og hvenar?
 2. Hvað sýna jarðfræðikort?
 3. Hvað táknar guli liturinn á þessu korti?
 4. Hvað er steind? Nefndu dæmi um hvernig þær eru flokkaðar.
 5. Hvaða nýja íslenska steind fannst fyrir nokkrum árum?
 6. Hvað er merkilegt við móberg?
 7. Segið frá myndum Surtseyjar.
 8. Segðu frá flokkun bergs.
 9. Hvaða berg er algengast á Íslandi?
 10. Hvað eru jarðminjar (geosites)?
 11. Hvaða viðmið eru notuð við mat á verndargildi jarðminja á Íslandi?
 12. Hvaða hættur steðja að jarðminjum?
 13. Hvað er grunnvatn?
 14. Skoðið Katla geopark. Hvað er jarðvangur?

Við notuðum aðallega vef náttúrufræði stofnunar Íslands til að svara þessu en stundum þurftum við að nota aðrar síður. Hér er svo verkefnið mitt.

Við erum búin að vera að vinna í ritgerð núna undanfarið. Ég er að skrifa um stöðuvötn á Íslandi og Þingallavatn. Við erum búin að fá nokkra náttúrufræði tíma til að vinna í henni.´

Í gær kom Jón G. Valgeirsson sveitastjóri Hrunamannahrepps og hélt fyirlestur um aðalskipulag hreppsins. Hann sýndi okkur hvernig þau skipta hreppnum niður og ákveða hvar iðnaðar, íbúasvæði, verlsunarsvæði, skógar og fleira eiga að vera og hvernig þau reyna að raða þessu þannig að iðnaðarsvæðið er ekki alveg við íbúasvæði til að valda ekki truflunum.

Í dag vorum við að gera verkefni í tölvuverinu um aðalskipulag og margt fleira.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *