Við byrjuðum árið á vísindavöku. Ég var með Áslaugu í hóp og Eyrún bættist svo við þegar við vorum að klippa saman. Við gerðum tilraun um eðlismassa vökva sem virkaði einfaldlega þannig að við settum 5 mismunandi vökva í tilraunaglas og sáum hvaða efni var léttast og þyngst.

Hér er hægt að sjá myndbandið sem við gerðum.

Það sem við þurftum til að gera tilraunina var:

 • Sýróp
 • Rauðspritt
 • Vatn
 • Matarlitur
 • Uppþvottalögur
 • Matarolía
 • Glös
 • Tilraunaglas
 • Dropateljari

Hvað gerðum við?

 1. Við byrjðum að setja grænan matarlit út í vatnið og helltum svo vatni í tilraunaglasið.
 2. Næst settum við matarolíu ofan í tilraunaglasið. Olían flaut ofan á vatninu af því að hún er léttari og hefur minni eðslismassa en vatnið.
 3. Næst bættum við bláum uppþvottalög við þetta. Uppþvottalögurinn sökk rólega niður og stoppaði á milli olíunnar og vatnsins. Hann hefur greinilega meiri eðlismassa en olía en af því hann er frekar olíukenndur flýtur hann ofan á vatninu.
 4. Næst settum við rauðspritt.Sprittið var með minnsta eðlismassan og flaut þess vegna ofan á öllum hinum efnunum og var efst.
 5. Síðasta efnið sem við settum var sýróp. Sýrópið sökk alveg niður á botninn og þegar það fór í gegnum uppþvottalöginn blandaðist hann vatninu og vatnið varð að sápuvatni.

Vísindaspurningin okkar eru eiginlega tvær. Önnur þeirra er ,,Hvaða efni hefur mesta/minnsta eðlismassan?“ og hin er ,,Hvað er eðlismassi?“ Svörin við þessum spurningum eru:

 1. Sýrópið hafði mesta eðlismassan, vatnið næstmesta, uppþvottalögurinn hafði aðeins minni en vatnið, olían hafði næst minnsta og rauðprittið hafði minnsta eðlismassann.
 2. ,,Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna.“ –Vísindavefurinn. 

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *