Í dag vorum við að gera verkefni í tölvuverinu. Við áttum að gera tölvustöðvar síðan í gær og fara inná phet-forrit, BBC og eina aðra síðu. Inná þessum þrem síðum áttum við að gera verkefni og fara í leiki sem tengjast rafmagni. Inná phet gátum við valið okkur leiki. Ég byrjaði á að fara í leik þar sem við áttum að senda bylgjur og skoða hvernig þær geta verið, næst fór ég í leik þar sem ég átti bara að sjá hvernig rafmagn leiðist og hvað gerist þegar maður slekkur/kveikir. Síðasti leikurinn sem ég fór í var um segulsvið þar átti að að sjá hvernig segulsvið virkar.

Inná BBC var rafmagnsleikur þar sem hægt var að skoða hvaða hlutir leiða rafmagn best og svara svo nokkrum spurningum. inná hinni síðunni áttum við að gera fullt af rafmagnsverkefnum og svara spurningum. :)

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *