Núna erum við í hópavinnu og vinnum tvö og tvö saman í hópum og erum að gera glærukynningar um mismunandi líffærakerfi mannslíkamans. Ég er með Gullu í hóp og við erum að fjalla um öndunarfæra– og blóðrása kerfið og allt sem tengist því. Í þessu bloggi ætla ég aðeins að fjalla um það sem við erum með og setja nokkrar myndir og myndbönd.

Blóðrásarkerfi

Næringar- og súrefnisríkt blóð flyst með blóðæðum frá hjarta til allra vefja líkamans. Blóðæðarnar eru af þremur megingerðum: slagæðar, bláæðar og háræðar. Stærsta slagæðin, ósæðin, liggur frá hjarta og kvíslast í ótal smærri æðar, slagæðlinga, um líkamann. Þeir hríðslast síðan enn meira og verða að háræðum í öllum vefjum líkamans, þar sem skipti verða annars vegar á súrefni og koltvíoxíði og hins vegar á næringarefnum og úrgangsefnum. Háræðarnar renna síðan saman í færri og stærri æðar, bláæðlinga, sem síðan verða að bláæðum sem skila blóðinu aftur til hjartans. 

Slagæðar flytja súrefnisríkt blóð til vefja líkamans. Stærsta slagæðin er ósæðin en hún dælir blóði frá vinstri helming hjartans og er svipað breið og venjuleg garðslanga. Bláæðar flytja súrefnissnautt blóð til hjartans. Háræðar  mynda þétt net allsstaðar í líkamanum og tíu háræðar eru jafn sverar og eitt mannshár!

Heimildir: Textinn er úr bókinni maðurinn sem við erum að nota í glærukynninguna og mynd1 er fengin hér

Marblettir myndast þegar högg lendir á líkamanum og nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þegar það gerist lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit í nokkra daga eftir höggið. Heimild.

Hvernig er hægt að losna fyrr við marblett? Það á að vera hægt að skera lauk í tvennt og halda sárinu á lauknum ofan á marblettinum. Lauksafinn á að flýta fyrir því að marbletturinn fari. Spurning hvort þetta virki samt?

Hvernig virkar öndun? Hér er myndband um öndun og hvert loftið fer.

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *