Á mánudaginn í síðustu viku vorum við í páskafríi og vorum bara heima að borða páskaegg og njóta þess að vera í fríi en á þriðjudaginn var tími. Gyða sagði okkur hvernig skipulagið er á lokasprettinum í grunnskóla er og Valgeir og Ágúst kynntu glærukynningarnar sínar.  Á miðvikudaginn vorum við í tölvuverinu í leikjum um mannslíkamann. Í þessum leikjum var til dæmis hægt að raða beinunum, vöðvunum og líffærunum í mannslíkamann og finna út hvar þau eiga að vera. Þetta gekk frekar brussulega í byrjun en smátt og smátt varð auðveldara að þekkja líffærin, vöðvana og beinin og finna hvar í líkamanum þau áttu að vera. :)

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *