Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um æxlunarkerfið og sagði okkur flest alt sem tengist því á einhvern hátt. Á þriðjudaginn fóru krakkarnir út að gera verkefni sem tengdust mannslíkamanum en ég var eiginlega ekkert í tímanum því ég þurfti að fara. Á miðvikudaginn byrjuðum við á upprifjunarverkefni fyrir lokaprófið. Í þessu verkefni þurfum við að velja okkur eitt atriði og gera punkta um það sem fyllir eitt 4A blað og búa til nokkrar spurningar. Ég valdi vistkerfið og er að fjalla um vistkerfi, líffélög, stofna, kjörbýli, fæðu, orku, samskipti lifvera og fleirra.

 Vistkerfi er tiltekið svæði þar sem allar lífverur og umhverfi þeirra skipta máli, lífverurnar tengjast hver annari og lífvana umhverfi sínu. Vistkerfi getur verið mjög lítið, t.d. einn vatndropi í polli, eða mjög stórt, til dæmis heilt haf. Líffélag er allur lifandi hluti vistkerfis og stofn er allar lífverur af sömu tegund á tilteknu svæði til dæmis allir fiskar í einu fiskabúri. Hvert vistkerfi hefur marga stofna og hver og einn hefur sitt hlutverk í vistkerfinu. Allar lífverur þurfa orku til að lifa og þessa orku er alltaf hægt að rekja til ljóstillífandi plantna. Hægt er að flokka lífverur í þrjá mismunandi flokka: frumframleiðendur,  neytendur og sundrendur. Frumframleiðendur eru til dæmis plöntur því þær framleiða sína eigin fæðu,  neytendur eru þau dýr sem framleiða ekki sína eigin fæðu og lifa á frumframleiðendunum, t.d. hestar. Sundrendur fjarlægja leifar plantna og dýra úr vistkerfinu og vegna starsemi þeirra komast nitur, kolefni fosfór, brennisteinn og fleiri efni aftur í hringrásina í vistkerfinu og verður að áburði fyrir næstu kynslóð plantna.

Fæðukeðjur og fæðuvefir í vistkerfum lýsa því hvernig mismunandi lífverur afla sér fæðu. Plöntur, sem eru frumbjarga, eru fyrsti hlekkurinn í fæðukeðju. Dýr sem nærast á plöntum mynda næsta hlekk og dýr sem éta plöntuætur mynda svo þriðja hlekkinn. Svona heldur þetta áfram og sýnir hver borðar hvern og á hverju dýrin í vistkerfinu lifa. Fæðuvefir eru í flestum vistkerfum þar sem allar fæðukeðjur vistkerfisins tengjast.

Hér er mynd af fæðuvef þar sem auðveldlega er hægt að sjá að grasið og bláberin eru frumframleiðendur, hagamúsin, kanínan, engisprettan og skunkurinn eru lifa aðeins á frumframleiðendum, spörfuglinn lifir bæði á frumframleiðendum og lifandi dýrum en haukurinn og uglan eru ránfuglar og lifa á grænmetisætum.

Heimild á texta.

Heimild á mynd- Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður á einni tegund? -vísindavefurinn.

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *