Á mánudaginn kláraði Gyða fyrirlesturinn um æxlun.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Eyrúnu í hóp og við náðum að gera nokkrar stöðvar. Við fórum á stöð 2 þar sem við áttum að skoða fitu. Við settum dropa af vatni og dropa af mjólk á gler og skoðuðum í smásjá. Við sáum fitudropana og áttum að teikna það sem við sáum á blað. Á stöð 3 áttum við að skoða fingraför frá öðrum í bekknum og finna út hver var þjófurinn. Á mínu blaði var Hákon þjófurinn. Á stöð 6 áttum við að skoða bragðskyn. Við áttum að finna hvar á tungunni við fundum bragðið af saltvatni, sítrónusafa og sykurvatni.

Bragðskynið er ca. eins og á þessari mynd:

Bláa er beiskt bragð eins og er til dæmis af möndlum, gula er súrt, græna er salt og rauða er sætt

Á stöð 8 áttum við að skoða sjáaldur augans. Við áttum að halda fyrir annað augað en lýsa í hitt með vasaljósi. Augasteinninn sem við lýstum í minnkaði en hinn stækkaði. Ástæðan fyrir þessu er að í myrkri dregst sjáaldrið saman til að hleypa meiri birtu í augað en í miklu ljósi dregst það saman til að við fáum ekki ofbirtu í augun. Hér er mjög góð útskýring á afhverju „augasteinarnir“ minnka og stækka.

Á þessari mynd er sýnt hvernig sjáaldrið minnkar og stækkar. Á myndinni lengst til vinstri er hringvöðvinn búinn að dragast saman og sjáaldrið minnka útaf birtu. Á auganu lengst til hægri dragast geislaböðvarnir saman og sjáaldrið stækkar útaf myrkri.

Á stöð 9  áttum við að skoða jafnvægisskyn. Við áttum að byrja á að gnaga eftir línu á gólfinu en svo áttum við að setjast á rúllustól og snúa honum í hringi. Eftir að við höfðum snúið okkur í nokkra hringi áttum við að ganga aftur eftir línunni en það var ekki eins auðvelt. Ástæðan fyrir því er að jafnvægisskynið ruglast við snúninginn. Hér er sagt nánast allt um jafnvægisskyn.

Á miðvikudaginn var Gyða ekki en við vorum bara í tölvuveri að halda áfram með upprifjunar verkefnið.

Viltu fara til Mars? Ef það er einn af stóru draumunum þínum ættir þú að kíkja á þessa síðu, en þar getur þú skráð þig til að verða ein/n af þeim fyrstu til að fara þangað 2023! Ef þú ert 18 ára eða eldri og stenst kröfunar sem eru uppfylltar getur þú skráð þig og orðið ein/n af fyrstu manneskjum heims til að stíga á mars! Hér getur þú skoðað þær kröfur sem eru settar.

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *