Þá er komið að því að klára Flúðaskóla og fara í menntaskóla! 😀 Núna er skólinn alveg að verða búin að tíminn fram að sumarfríi styttist og styttist 😀 Þetta er síðasta náttúrufræðibloggið sem ég mun skrifa í Flúðaskóla sem er mjög skrítið! Við erum bara búin að vera að rifja upp fyrir lokapróf í síðustu tímum og glósa eins og enginn sé morgundagurinn. Ég veit ekki alveg hvað ég á að blogga um þannig að ég ætla bara að skrifa nokkrar fufactz og setja inn myndbönd :)

Ég fann notanda á youtube sem gerir mjög góð myndbönd tengd vísindum. Hann er með mörg myndbönd þar sem hann útskýrir skítna hluti sem margir eru ósammála um eins og til dæmis hvort kom eggið eða hænan á undan, hvaða áhrif hefur tónlist á líkamann?, hvort er verra að fá spark í punginn eða eignast barn?, hvernig er best að losna við þynnku? og mörg mörg myndbönd í viðbót um næstum allt sem getur mögulega tengst vísindum á einhvern hátt. Hér og hér eru myndbönd með nokkrum funfactz frá sama notanda þar sem til dæmis kemur fram að:

 • Flest áfengi inniheldur öll 13 steinefnin sem eru nauðsynleg fyrir mans líf.
 • Það er alltaf 1% af manneskjum á jörðinni drukkin/full á hverju einasta mómenti.
 • Hver manneskja labbar ca. jafn langt og 3x í kringum jörðina í lífi sínu.
 • Það eru til 43.252.003.274.489.856.000 leiðir til að leysa Rubik kubb.
 • Sveppir eru líkari dýrum heldur en plöntum.
 • Þegar þú ert 18 ára áttu líklega 3200-3500 helgar eftir í lífinu en aðeins 57 sumur.
Á síðunni funfactz.com fann ég fullt af staðreyndum sem tengjast vísindum og ákvað að setja eitthvað að þeim í þetta blogg. :)
 • Vísindamenn eru ekki vissir um hvernig risaeðlur voru  á litinn.
 • Heilinn í þér er 80% vatn.
 •  0.3% af sólarorkunni í Sahara er nóg til að knýja alla Evrópu.
 • Rafflesia Arnoldii blóm eru stærstu blóm í heimi og geta orðið jafn stór og regnhlíf. (hér er hægt að sjá meira um þau)
 • Blá augu eru erfðafræðileg stökkbreyting og áður en stökkbreytingin varð höfðu allir menn brún augu.
 • Heitt vatn getur frosnað hraðar en kalt vatn.
 • Þegar þú gegnur niður bratta brekku er þrýstingur á hnén svipað mikill og þreföld líkamsþyngd þín.
 • Meðal manneksja eyðir um 3 árum af lífi sínu á klósettinu.
 • Daizi Zheng, kínverskur hönnuður, bjó til síma sem gengur fyrir kóki. Hún hannaði raflhlöðu sem notar ensím til að búa til rafmagn úr kolvetnum. Hérna er mynd af símanum og hér er hægt að lesa aðeins meira um þennan merkilega síma. :)
Ég ætla ekki að hafa þetta blogg neitt mikið lengra og þess vegna segi ég bara bless bless Flúðaskóli! 😀

 

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *