við horfðum á heimildarmynd í vetur sem heitir Bully og er um einelti og tilgangurinn með henni er að reyna að minnka einelti í heiminum. Í myndinni er fjallað um fimm krakka sem hafa verið lögð í einelti, talað við þau sem voru enn þá á lífi, fjölskyldur þeirra og stundum vini, ef þau áttu einhverja. Það var mjög sorglegt að sjá hversu illa er hægt að leggja í einelti og hversu ljóta hluti er hægt að gera bara af því manneskjan lýtur kannski eitthvað öðruvísi út eða gerir eitthvað sem öðrum finnst skrítið. Mér fannst mjög sorglegt að sjá umfjöllunina um Alex Libby sem var 12 ára og átti heima Sioux City, Iowa. Hann var með mjög stórann munn og var altlaf kallaður „fishface“ af bekkjarfélögum sínum. Sama hvert hann fór var hann lagður í einelti. Mér fannst foreldrar hans heldur ekki bregðast alveg rétt við og þau voru ekki beint að hjálpa honum að halda sjálfstrausti sínu. Hann var algjört yndi og væri örugglega mjög góður vinur ef maður myndi kynnast honum, en bara af því hann leit öðruvísi út átti hann enga vini. 

Það var fjallað um tvo aðra stráka í þessari mynd en þeir hengdu sig báðir útaf einelti.

Ein stelpan bjó í biblíubeltinu í Ameríku. Hún var samkynhneigð en þar eru miklir fordómar fyrir samkynhneigðum og hún var lögð í mikið einelti, bara út af þessu.

Síðasta barnið sem var fjallað um var stelpa sem var lögð í einelti, fékk nóg og mætti með byssu í skólabílinn. Þegar krakkarnir byrjuðu að stríða henni hótaði hún þeim með byssunni, fór í unglingafangelsi og lenti í klandri.

Mér finnst bara að fólk eigi ekki að dæma annað fólk bara útaf útliti, trú, lit eða einhverju öðru heldur bara kynnast fólkinu og dæma það svo. :)

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *