Núna erum við byrjuð í jarðfræðihlekk og eigum að skrifa ritgerð. Við máttum skrifa ritgerð um hvað sem við vildum ef við getum tengt það við náttúrufræði.  Ég ákvað að fjalla um þingvallavatn og stöðuvötn á íslandi. Hér er hugtakakortið sem við áttum að skila.

Leave a comment

Í öðrum mannréttindatímanum okkar vorum við að gera verkefnið „spilaðu með!“ Þá vorum við að spila olsen olsen og Kolbrún var búin að tala við Áslaugu sem átti að vera ákærandi, Gullu sem átti að vera svindlari og Hugrúnu sem átti að vera reglusmiður. Hugrún var alltaf að búa til nýjar reglur, Áslaug var mjög dugleg að stiðja hana og segja að þetta er svona en á meðan við vorum alltaf að rífast við þær tvær var Gulla að svindla með því að henda spilum undir borð, setja mörg spil í einu, draga allt of mörg spil eða bara eitthvað sem henni datt í hug en við tókum ekkert eftir því af því við vorum svo pirraðar útí Áslaugu og Hugrúnu. Þegar við föttuðum að þetta var eitthvað sktítið og að Kolbrún talaði við þær hlóum við mikið, sérstaklega þegar við föttuðum allt sem Gulla var að gera.

Við erum búin að læra margt í þessum tímum. Við erum t.d. búin að læra hvað mannréttindi eru, hvaða rétti við höfum, skoða barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og læra um þá, mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna og margt margt fleira. Við lærðum líka hvað mannréttindi og forrréttindi eru. Mannréttindi er t.d. að fá að borða, ganga í skóla, eiga tómstundir, verndun fjölskyldunnar, eiga heimili og margt fleira. Forréttindi er það sem við fáum en er í rauninni óþarfi t.d. fá nammi/kökur, fara í háskóla, fara til útlanda og margt fleira.

Leave a comment

Er ekki búin að blogga í frekar langan tíma af því ég fór til englands í viku var ekkert í náttúrufræði þá vikuna og svo vikuna eftir það komu danirnir. Við vorum að gera orkuverkefni (hægt að skoða hér) með dönunum og unnum í nokkrum litlum hópum með mismunandi orkutegundir. Hópurinn minn var með Zero house. Allar upplýsingar sem við fengum, lærðum á og notuðum í verkefnið fengum við af síðu sem fjallar bara um zero house og ekkert annð. (hér) Við gerðum glærukynningu og nokkur önnur verkefni, til dæmis plakat og fara út að taka myndir sem tengdust þessu á einhvern hátt. Þetta verkefni var skemtilegra en ég bjóst við og við lærðum mikið á því. :)

Á mánudaginn byrjuðum við í efnafræði. Við vorum aðallega að rifja upp hvað efnaformúlur og altl þetta er. Á þriðjudaginn vorum við að gera þurrís tilraun. Ég var með Hrafnhildi og Hákoni í hóp og við gerðum nokkrar stöðvar.

 mynd af þurrís í heitu vatni með bláum matarlit sem ég tók þegar ég og Heiðar (litli bróðir minn) vorum að leika okkur með þurrís. Reikurinn varð ekki blár þo að vatnið væri blátt :(

Við byrjuðum á að fara á stöð 5 (þurrís og blöðrur). Þar áttum við að vera með tvö tilrauna glös í standi og setja þurrís í bæði glösin. Í annað glasið settum við svo kalt vatn en í hitt settum við sjóðandi heitt vatn. Eftir það settum við blöðru yfir opið á glasinu til að sjá í hvor glasinu var meira efnahvarf. Blaðran á heita vatninu blés mikið hraðar og meira út heldur en þessi sem var á kalda vatninu. Átæðan er sú að þurrísinn leysist hraðar upp í heitu vatni og verður að loftegund sem fer í blöðruna. Myndband sem við tókum á meðan við gerðum þetta.

Eftir það fórum við á stöð 2 (þurrís og sápukúlur). Fyrst blésum við sápukúlum á þurrís sem var í bakka. Oftast sprungu sápukúlurnar bara en ef þær voru nógu litlar náðu þær stundum að lenda á ísnum og frosna. Þær frusu aldrei alveg heldur sprungu alltaf eftir nokkrar sekúndur og þá urðu mjög skrítnar leifar af kúlunum eftir. Við fórum líka á aðra sápukúlu stöð en þar var þurrísinn ofan í glerkassa/fiskabúri og við áttum að blása sáupukúlum ofan í það. Sápukúlurnar náðu oftast ekki að fara alveg að ísnum heldur stoppuðu alltaf í ákveðinni hæð rétt fyrir ofan ísinn og sveimuðu þar um í smá tíma. Hægt var að sjá hvernig þær byrjuðu smátt og smátt að frjósa og svo sprungu þær á endanum. Ástæðan fyrir að þær fóru ekki alveg að ísnum er að ísinn hryndir súrefni frá sér og sápukúlan var full af súrefn. Myndband1  Myndband 2

Næsta stöð var stöð 1 (þurrís og málmur). Þar vorum við með þurrís í bakka og  áttum að prófa að halda á alskornar járn hlutum (t.d peningum) og ísinn með þeim. Járnið byrjaði oftast að titra, varð mjög kalt og mismunandi ískur kom.

Við fórum líka á stöð 6 (þurrís og eldur). Þar var þurrísinn á bakka og við áttum að reyna að setja eldspýtu eða kerti að ísnum. Þegar eldinn kom nær ísnum slokknaði alltaf á honum. Ástæðan er sú að þurrís er bara koltvísýringur og eldurinn þarf súrefni. Þurrísinn sem var búinn að gufa upp og verða að loftegundinni CO2 var í kringum ísinn og þess vegna var ekki nóg súrefni þar fyrir eldinn.

Meðan við vorum að bíða eftir síðustu stöðinni prófuðum við að setja þurrís ofan í blöðru og hella svo vatni ofan í blöðruna og binda fyrir. Blaðran blés út þangað til allur þurrísinn var gufaður upp. Myndband

Á síðustu stöðinni (þurrís og sápa) áttum við að dýfa efni ofan í sápuvatn og setja svo þurrís og heitt vatn ofan í skál og renna efninu yfir skálina og reyna að blása stóra sápukúlu. Það gekk ekki mjög vel. við settum líka þurrís ofan í sápuvatn og þá kom rosalega skrítin froða. Myndband

Hér er svo eitt myndband í lokin sem ég tók upp heima. Við settum Þurrís og heitt vatn í flösku, lokuðum og hentum henni. Ef við settum nógu mikið af vatni sprakk flaskan!

 

Leave a comment

Á mánudaginn var fyrirlestur sem hét frá kynslóð til kynslóðar og var um erfðir.Gyða kláraði ekki alveg glærupakkann en náði samt að segja nóg þannig svo að við gátum verið í stöðvavinnu á þriðjudaginn. Ég var með Eyrúnu í hóp og við gerðum fimm stöðvar. Við gerðum sjálfspróf 4.1, tölvustöð, ætti huduruinn að heita Depill?, er svartur sauður í ættinni? og DNA sameindin.

Á miðvikudaginn var mannerfðafræði og Gyða var eitthvað að reyna að útskýra blóðflokka.

Stöðvavinnan sem var á þriðjudaginn:

Sjálfspróf 4.1

 • DNA (Deoxýríbósakjarnsýra) varðveitir allar erfðaupplýsingar frumna.
 • Frumurnar framleiða prótín og öll efni sem tengast prótíni frá DNA sameindunum.
 • Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumu.
 • Litningar skiptast í margar erfðaeiningar sem kallast gen. Í hverju geni eru upplýsingar um myndun próteina. Genin sitja á litningunum.
 • Gen ákvarða hvaða prótín eru framleidd.

Á tölvustöðinni áttum við að fara inná þessa síðu og para saman mýs til að sjá hvernig afkvæmin gætu litið út og hvernig genin blandast.

Ætti hundurinn að heita Depill?  Við áttum að finna út hvort hundurinn yrði með stutt, löng, krulluð eða slétt hár og hvort hann verði doppóttur eða ekki með því að skoða gen og erfðir.

 • Mamma hundsins var með arfgerðina L (löng), s (lint), K (krullað) og D (doppótt)
 •  Faðirinn var með l (stutt), s (lint), K (krullað) og d (samfellt).

Hundurinn var þess vegna með arfgerðina Ll, ss, KK, Dd. Sem þýðir að hann var arblendinn doppóttur og löng hár en arfhreinn rikjandi með krulluð hár og arhreinn vikjandi með lint hár.

Er svartur sauður í ætinni?

Áttum að skrá arfgerðir hjá kindum og sjá hvort þau myndu eignast svört eða hvít afkvæmi.

 • Foreldrakynslóðin var HH og hh.
 • Fyrsta afkomendakynslóðin var Hh og Hh.
 • Önnur afkomendakynslóðin var HH, Hh, Hh og hh.
Á DNA stöðinni áttum við að teikna DNA sameind og átta okkur á því hvernig hún byggist upp. Við teiknuðum mynd sem er frekar lík þessari hérna fyrir neðan en auðvitað er hægt að teikna mikið auðveldari útgáfu af DNA sameind t.d. eins og þessi sem er hér ofar.
Hér er frétt sem ég fann inná mbl um Demant sem er stærri en jörðin-mbl. Mér finnst það alveg frekar merkilegt og ákvað að skella þvi með :)

 

Leave a comment

Á mánudaginn fengum við prófin til baka sem við tókum í síðustu viku. Gyða var með fyrirlestur um frumur (upprifjum síðan í 8.bekk). Ég var ekki í þessum tíma en fekk samt glærupakka frá Gyðu.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Jóhann í hóp og við fórum á stöð þar sem við þurftum að lita mynd af 2 frumum, plöntufrumu og dýrafrumu. Öll nöfnin voru á ensku og við áttum að reyna að þíða þau sem gekk misvel.

Á myndinni hérna hægra megin er dýrafruma.

Á miðvikudaginn tókum við endurtekningar próf af því prófið úr síðustu viku var með ömurlega meðal einkunn…

Á föstudaginn var fyrirlestur um erfðafræðihugtök og lögmál erfðafræðinnar. Við áttum að bæta við á glærurnar og reyna að skilja þetta allt.

Smá um frumur:

Mismunandi gerðir frumna:

 • Dreifkjörnungar -Einfaldar frumur án kjarna
 • Heilkjörnungar- Frumur með kjarna, skiptast í frumbjarga og ófrumbjarga lífverur.

Litningar:

 • Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum.
 • Strýra starfsemi frumunnar.
 • Miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrrar frumu.
 • Stórar flóknar sameindir-efnasambönd sem nefnast Kjarnsýrur. (DNA eða RNA)
Þessi mynd er af plöntufrumu.

Mítósa:

 • Kynlaus æxlun.
 • Hver fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
 • Efni kjarnans tvöfaldast
 • Jafnskipting
Meiósa:
 • Tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjóvgun.
 • Kynfrumur myndast við rýriskiptingu (meiósa)
 • Mynda kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman (23 í stað 46)
Leave a comment

Á mánudaginn vorum við að klára pakötin sem við byrjuðum á í síðustu viku og kynntum þau.

Á þriðjudaginn var „stutt“ könnun úr 1.-3. kafla og á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri. Könnunin gekk ekkert mjög vel og ég held að meðalleinkunin hai verið undir 5 þannig að við fáum að taka hana aftur á morgun og ég ætla að læra fyrir það með því að koma með smá upprifjun hérna. Ég bjó til risa hugtaka kort í xmind og setti allt úr glósunum sem mér fannst skipta máli inná það. :)  Ég ætla bara að setja það hér inná og vona að það sé allavega eitthvað vit í því. (klikkaðu á myndina eða hér til að sjá hana stærri)

80% kóralrifanna horfið á hálfri öld- mbl.

Speglar geta ruglað dýr í ríminu– myndband (eitt svona af því dýr eru æði!)

 

2 Comments

Á amnesty er frétt um að hætt var við að taka 38 fanga af lífi í Gambíu. Mikill þrýstingur var á forseta landsins, Yahya Jammeh, meðal annars frá 1566 félögum í sms-aðgerðaneti Íslandsdeildar Amnesty International. Áætlun hans var að taka alla fanga á dauðadeild af lífi í miðjum september og voru 9 fangar teknir af lífi í ágúst.

Þessa nýja ákvörðun hans þýðir að lífi 38 fanga hefur nú verið þyrmt og er það öllum sem þrýstu á hann að þakka.

Ég valdi þessa frétt af því mér finnst að það eigi ekki að taka svona marga af lífi af því þeir eiga alveg jafn mikinn rétt á að lifa og aðrir þó að þeir séu fangar á dauðadeild. Þeir geta alveg átt vini í fangelsinu og þó þeir lifi kannksi ekki besta lífinu eiga þeir eiga þeir að fá að lifa.

Leave a comment

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um vistkerfi, og samspil lífvera og lífvana umhverfis. Við fengum glærupakka eins og venjulega. :)

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég og Valgeir vorum saman. Við gerðum sjálfspróf á netinu og fengum 10! 😀 Við skoðuðum líka fugla í útrýmingarhættu og grein um vatnið Vesijärvi í Finnlandi. Þegar við vorum búin að skoða þetta fórum við og svöruðum nokkrum sjálfsprófum í bókinni maður og náttúra.

Þessi mynd er  af geirfugl. Geirfuglinn dó út 1844 og áttu menn stórann þátt í því með því að veiða of mikið en margt annað hafði áhrif á það.

Á miðvikudaginn horfðum við á mynd og svöruðum spurningum úr henni. Myndin var um gróðurhúsaáhrif, loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar.

Hér eru svo nokkrir punktar úr sjálfsprófunum og heftinu sem fylgdi myndinni:

 • Ísöld lau fyrir um það bil 10 þúsund árum.
 • Ísland er í barrskógarbeltinu en það er svo einangrað að þegar ísöld lauk breiddust barrskógar ekki út hér eins og annars staðar í barrskógarbeltinu.
 • Við landnám var um fjórðungur landsins vaxinn birki en núna er aðeins í kringum 5% vegna þess að landsnámsmenn brenndu og hjuggu skóginn til að afla smíðaviðar og eldsneytis, elda mat, hita hús og vinna járn. Búfénaður gekk einnig meira og minna sjálfala í skóginum.
 • Á þessari mynd er sýnt hvaða lönd eru í barrskógarbeltinu.
 • Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landssvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður og má nefna skóglendi, graslendi og votlendi sem gott dæmi.
 • Þegar skógur er ræktaður upp á skógarlausu landi breytist lífríki og landslag mikið. Birtukærum plöntutegundum (t.d. holtasóley og hvítmaðra) fækkar smám saman og á endanum eru bara skuggþolnar tegundir (t.d. vallefting, fléttur og mosar) eftir á skógarbotninum.
 • Undir gróður er oft gróskumikill og einkennist af gras-, víði- og lyngtegundum og oft eru blómjurtir líka áberandi, t.d. blágresi. Inn á milli vaxa einni mosar og fléttur.
 • Mólendi verður til fyrst og fremst vegna áhrifa af langvarandi beit.
 • Þúfur verða til vegna áhrifa frosts í jarðveginum og mikillar beitar.
 • Á Íslandi eru um 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari og þekur það um 1,4 % af landinu.
 • Stöðuvötnum er skipt í tvo meginflokka; næringarrík og næringar snauð vötn.
 • Lofthjúpurinn lætur meginhita jarðar vera þægilegri fyrir flestar lífverur á jörðinni.
Leave a comment

Í þessari viku vorum við að læra um ljóstillífun og bruna.Við fengum nýja kennslubók sem heitir maður og náttúra og við eigum eftir að nota hana mikið í vetur. Á mánudaginn var stöðvavinna. Ég var með Andreu í hóp og við fórum á nokkrar stöðvar. Á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri að gera verkefni sem heitir litróf náttúrunnar og var aðallega um fæðukeðjur og hringrás kolefnis.

Í stöðvavinnunni fórum við á stöð sem hét lífsnauðsynlegt efnaferli og verkefnið var krossgáta. Hér er það sem við lærðum á þessari stöð.

 • Við ljóstillífun myndast næringarefnið glúkósi.
 • Kartöflur innihalda orkuríkt efni sem heitir mjölfi.
 • Grænukorn eru frumulíffæri í plöntum þar sem ljóstillífun fer fram.
 • Þegar plöntur mynda glúkósa myndast súrefni.
 • Loftaugu eru op í blöðunum sem helypa lofttegundum inn og út.
 • Beðmi er aðalefnið í viði.
 • Rætur plantna soga upp vatn úr jörðinni.
 • Varafrumur umlykja loftaugu.

Á þessari mynd sem ég fékk hér er sýnd hvernig laufblað er byggt upp. Efst er vaxlag, næst kemur efri yfirhúð, stafvefur, svampvefur og æð í honum svo koma loftaugu og neðst er neðri yfirhúð.

Í stöðvavinnunni svöruðum við líka spurningum 1.1 í bókinni maður og náttúra og fundum öll svörin annað hvort í henni eða glósum frá kennara.

 1. Ljóstillífun er þegar orkan úr ljósinu er notuð ti lað búa til flókin lífræn efni (sykrur, fitu, prótein og kjarnsýru) úr ólífrænum.
 2. Plöntur þurfa koltvíoxið til að ljóstillífa og mynda súrefni.
 3. Græna litarefnið í plöntum kallast blaðgræna.
 4. Plöntur nota sólarorku til að búa til súrefni og glúkósa þegar þær ljóstillífa.
 5. Glúkósi getur breyst í mörg efni í plöntum, t.d. mjölva (sterkju), beðmi (sellulósa), prótín og fitur.
 6. Plöntur þurfa ekki bara vatn, koltvíoxið og sólarljós heldur þurfa þær líka steinefni sem þær fá úr jörðinni.
 7. Rætur plantna taka upp vatn og steinefni og efnin eru flutt upp til laufblaðanna eftir viðaræðum. Glúkósinn sem myndast í laufblöðunum flyst líka eftir æðum um plöntuna og fer m.a. til rótarinnar þar sem ekki eru nein grænukorn. Þessar æðar kallast sáldæðar.

Á þessari mynd sem ég fékk hér er sínnt hvernig ljóstillífun virkar. Sól, steinefni og vatn fara inn en koltvíoxið og glúkósi koma út. :)

Leave a comment

Sumarið er búið og núna er skólinn byrjaður á fullu aftur. Við byrjuðum skólaárið á að fara í geðveika ferð til Danmerkur. Við gerðum margt klikkað í danmörku, löbbuðum mikið, sáum margt nýtt og höfðum endalaust gaman.  Við erum að gera verkefni með dönskum skóla sem heitir Grandhoftenskole og þetta verkerfni er um orku. Í þessu verkefni ætlum við að bera saman orku á Íslandi og í Danmörku. Það er mikill munur og t.d. er mikið notað vindmyllur í Danmörku en vatnsfallsvirkjanir á Íslandi. 

Það er mjög mikill munur á Danmörku og Íslandi, t.d. eru miklu fleiri og stærri tré í Danmörku, engin fjöll, ekkert heitt vatn og margt fleira. Þar sem engin fjöll eru í Dk hafa þau enga fossa og geta þess vegna ekki haft vatnsfallsvirkjanir og íslendingar geta ekki haft vindmyllur af því það er alltof mikið rok.

Það eru líka allt öðru vísi dýr í Dk heldur en á íslandi. Við sáum m.a. risa stóra snigla, kuðunga snigla, froska, villt dádýr og síðan heyrðum við í engisprettum. Danskir hestar eru líka miklu stærri en íslensku en það er samt slatti af íslenskum hestum í Dk.

Á myndinni er mjög algengt danskt tré. Það var rosalega mikið af svona trjám útum allt! Ég stal þessari mynd frá Áslaugu en hún tók hana í Danmörku rétt hjá skólanum sem við vorum í. :)

Víjj fundum íslensk ópal!! 😀 (eða obal…)

Leave a comment