Nú er ég að fara að nota þessa síðu í mannréttindafræði.

Leave a comment

í síðustu viku fórum við í sveppa ferð uppí sveppi. Við áttum að gera skýrslu -> sveppir.

Hér er líka skýrslan síðan við vorum að skoða sýni í smásjá. -> frumverur

Ég var ekki á mánudaginn en hinir krakkarnri voru bara að læra um fugla. Á miðvikudaginn fórum við svo í fuglaskoðun á Flúðum og vorum 4-5 í hóp. Ég var með Áslaugu, Eyrúnu og Valgeiri í hóp og við sáum ca 7 fuglategundir. Við sáum t.d. skógarþröst, endur, máva og spóa. Á föstudaginn var bara kósí tími og við vorum að skoða fréttir um hitt og þetta, m.a. risastóran fljótandi ruslahaug. Þetta er síðasta bloggið á þessu ári og ég ætla að skrifa um tjald af því það eru sjúklega tregir fuglar.

 • Tjaldurinn er einn af stærstu vaðfuglum sem verpa á Íslandi.
 • Tjaldur er mjög hávaðasamur.
 • Tjaldurinn er einn af fáum vaðfuglum sem matar ungana sína.
 • Þeir lifa á: Kræklingum, ormum, skordýrum, sniglum og krabbadýrum.
 • Þeir verpa 2-4 eggjum og liggja á í 24-27 daga.
 • Verpa oftast í möl og sandi nálægt sjó eða ár og vötn. Þeir verpa einnig stundum í grónu landi og mjög oft í vegkanti og kemur fyrir að hann verpir á húsþaki.
 • Hreiðrið er grunn hola í sandi eða möl, fóðrað að innan með þurrum gróðri, smásteinum og skeljabrotum.
Leave a comment

Ég var ekki á mánudaginn en hinir krakkarnir voru bara að klára plakötin sem við byrjuðum á síðasta föstudag. Við vorum að gera palköt um kynsjúkdóma og ég var með Gullu í hóp. Við völdum lekanda.

Lekandi er kynsjúkdómur sem bakterían Neisseria gonorroheae veldur. Bakterían er í kynfærum, þvagrás, endaþarmi og hálsi. Lekandi smitast við samfarir þegar sýkt slímhúð kemur við aðra slímhúð. Smitun getur líka verið við endaþarms- og munnmök. Eina vörnin gegn lekanda er smokkur.

Ég ákvað að sleppa því að setja myndir af lekanda hér inná af því þær eru virkilega ógeðslegar!

Heimild og meira um lekanda.

 

Á miðvikudaginn og föstudaginn vorum við að gera frumveruverkefni. Við áttum að sækja sýni í lækinn og ánna og skoða í smásjá. Ég var með Rakel í hóp og við fundum fullt af skríttnum dýrum/þörungum í vatninu. :)

 

 

Leave a comment

Erum byrjuð í líffræði. Á miðvikudaginn var bara glærupakki og svo vorum við að læra á smjásjár. Við áttum að skoða tilbúið síni og búa til síni úr lauk. Við sáum mjög vel laukfrumurnar. Á föstudaginn héldum við áfram að skoða sýni í smásjám og gera verkefni.

Glærupakkinn:

Veirur:

 • Veirur teljast sníklar vegna þess að þær skaða hýsilfrumur sínar.
 • Teljast varla sem lífverur.
 • Er sett saman úr 2 meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.

Fjölgun veira:

 • Veirur fjölga sér aðeins í lifandi  frumum.
 • Fjölga sér með því að festa sig á hýsilinn og sprauta erfðaefni sínu inní hann.
 • Prótínhjúpurinn verður eftir fyrir utan hýsilinn.
 • Erfðaefnið tengist erfðaefni hýsilsins og tekur yfir stjórninni.
 • Hýsillinn framleiðir efni í nýjar veirur þangað til hann er orðinn fullur af nýjum veirum og á endanum springur hann.
 • Mynd: Bygging veiru

Veirur og menn:

 • Veirur valda  mörgum sjúkdómum, oft væga sjúkdóma eins og kvef, áblástur og vörtur.
 • Aðrir veirusjúkdómar eru mikið hættulegri eins og alnæmi, mislingur, inflúensa, lifrabólga, bólusótt, mænusótt, heilabólga, hettusótt og herpes.
 • Veikar eða óvirkar veirur eru notaðar til að búa til bóluefni. Bóluefni örvar myndun mótefna í líkamanum sem verja hann gegn sýkingu.

Dreifkjörnungar:

 • Dreifkjörnungar eru bara ein fruma.
 • Dreifkjörnungar hafa enga kjarna.
 • Erfðaefnið er dreift um frymið.
 • Þá vantar líka mörg frumulíffæri.
 • Allir dreifkjörnungar eru gerlar/bakteríur.

Dreifkjörnungar- gerlar:

 • Gerlar lifa í vatni, loti, jarðvegi, í/á líkama annara lífvera.
 • Gerlar hafa frumuvegg í kringum sig og sumir hafa síðan slímhjúp utan um hann.
 • Sumir gerlar hreifa sig úr stað með hreyfiöngum sem heita svipur.

Gerlar:

 • Gerlar eru m.a. flokkaðir eftir lögun sinni.
 • Helstu flokkar þeirra eru: Kúlulaga gerlar (kokkar), staflaga gerlar og gormlaga gerlar.

Starfsemi gerla:

 • Sumir eru háðir súrefni en aðrir þola ekki súrefni.
 • Sumir eru frumbjarga en aðrir ófrumbjarga.
 • Sumir lifa á dauðum lífverum (sundrendur/rotverur).

Fjölgun gerla:

 • Gerlar fjölga sér með skiptingu.
 • Ef aðstæður versna geta gerlar myndað dvalagró sem er kúlu- eða egglaga og er úr sterkri varnarhimnu.
 • Þegar aðstæður lagast aftur breytist dvalargróið í geril.

Skaðsemi gerla:

 • Gerlar eru oft óþarfir.
 • Þeir spilla matvælum , menga drykkjavatn, valda sjúkdómum, spilla uppskeru o.m.fl.
 • Gerlar eiga sök á mörgum sjúkdómum, t.d. hálsbólgum lungnabólgu, kóleru, barnaveiki, stífkrampa, verklaveiki, kýlapest o.m.fl.

Nýting gerla:

 • Gerlar eru oft til góðs, t.d. í mjólkurframleiðslu, eyðingu á úrgangsefnum, framleiðslu á eldsneyti og lyfjum, eiðingu mengandi efna o.m.fl.
 • Gerlar eru notaðir til að framleiða mörg síklalyf.
Leave a comment

Við vorum að klára glærurnar og erum buin að setja það inná verkefnabankann.

Hér er Verkefnið um fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.

Leave a comment

Ég var ekki á mánudaginn en þau voru bara að fara yfir prófið síðan í síðustu viku, glærur, frettir og eitthvað þannig. :)

Á miðvikudaginn byrjuðum við í hópavinnu um virkjanir í þjórsá. Ég er með Jóhanni og Eyrúnu í hóp og við erum með 3 virkjanir sem á eftir að byggja og ef við höfum tíma tökum við eina í viðbót. Við vorum bara að vinna í þessum glærum allan tíman.

Á föstudaginn vorum við bara að halda áfram með hópavinnuna.

Þessar virkjanir sem við erum með eiga að vera í Þjórsá en voru settar í bið af því þær fengu ekki samþykki. Þegar á að gera nýja virkjun þarf hún að fara í gegnum flókið matsferli og ef eitthvað klikkar í því er virkjunin sett í bið.

Á þessari mynd sem ég fékk lánaða hér er hægt að sjá hvar virkjanirnar eiga að vera.

Nýjar virkjanir í Þjórsá

Mat á umhverfisáhrifum og skipulagsmál

Hvammsvirkjun og Holtavirkjun

Urriðafossvirkjun

Leave a comment

Á mánudaginn  byrjuðum við í líffræði tengdri Þjórsá. Ég missti af næstum öllum tímanum af því eg var í píanó tíma en þau horfðu á mynd um Þjórsárver.

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég var með Gylfa í hóp.

Við byrjuðum á stöð 3.- Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?

Fyrst voru Þjórsárver friðýst árið  1981 og friðlýsingin var endurskoðuð 1987. Þjórsárver er víáttumesta gróðurvin á miðhálendinu.  Mestu varpstönðvar heiðargæsarinnar í heimi. Svokallaðar rústir eru sérkennilegar sífreramyndanir í jarðvegi sem geta orðið yfir metri að stærð. Örnefni minna á búsetu útilegumanna í gegnum tíðina.

Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.  Á tímabilinu 1. Maí – 10. Júní.  Heimild. Mynd.

Síðan fórum við á stöð 10- Fléttur

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs.  Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra. Heimild. Mynd.

Stöð 4- Hvað er Ramsarsvæði og hvaða þrjú íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?

Ramsasvæðin á Íslandi heita: Þjórsárver, Grunnafjörður og Mývatn og Laxá.

Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem eru á mörkum lands og vatns. Margar skilgreiningar finnast á votlendi en vanalega eru vötn og grunnsævi, mýrar og ár flokkuð sem votlendi á Íslandi. Vatn er grunnforsenda fyrir lífi og gerir manninum mögulegt að nýta landið. Votlendi er einnig mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi. Votlendi er meðal þeirra vistkerfa á jörðinni þar sem framleiðni er mest og það er jafnframt uppvaxtarsvæði fyrir fjölda tegunda, þar á meðal tegunda sem hafa efnahagslega þýðingu. Heimild. Mynd.

Stöð 5 Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.

Skoðuðum sýni úr jökulá og lindá í smásjá og þetter niðurstaðan:

Jökulvatnið er gruggugt og með fáum þörungum en vatnið úr lindánni er tærara og er með fleiri þörugna.

Stöð 9- Eggjaskurn skoðaðu eggjaskurn í víðsjá. Lýstu því sem þú sérð. Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni?

Tókum mynd af egginu með viðsjánni en ég get ekki sett hana hingað inn þannig að ef þú vilt sjá myndirnar þarftu að fara í verkefnið. :)

Í dag fór Gyða bara hratt yfir glærupakka og svo var stutt könnun.

Leave a comment

Við vorum í stöðvavinnu og ég var með Hrafnhildi í hóp. Við áttum að fara á nokrar stöðvar og vinna verkefni um jarðfræði og vatnasvið Þjórsár. Við byrjuðum á stöð 1 sem er svona: ,,Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?“ Við áttum bara að útskýra þetta og hér kemur útskýringin!

 • Grunnvatn- Fyrir neðan ákveðin mörk niðri í jörðinni er hver hola og sprunga full af vatni. Þetta vatn kallast grunnvatn og er að uppruna úrkoma og sígur hægt undan halla í átt til sjávar.
 • Snælína- Mörk leysingasvæða og snjófyrningasvæða koma glöggt fram á jöklinum seinni part sumars, þessi mörk kallast snælína.
 • Vatnasvið– Svæði sem vatn rennur af til vatnsfalls er nefnt vatnasvið. Vatnasvið ár má afmarka með því að byrja við árósinn og afmarka vatnaskil alla leiðina utan um ána og allar þverár hennar til til komið er að ósnum aftur.

Stöð 6

Villur á fjöllum.  Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk.  Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.

Við teiknuðum ca leiðina inná kort og merktum inn staði. Við náðum ekki að gera neitt meira á þessari stöð af því þetta tók frekar langan tíma.

Stöð 12 Hver var Dr. Helgi Pétursson?

Dr. Helgi Pétursson var íslesnkur jarðfræðingur og dulvísindamaður. Hann var frægastur fyrir bækur sínar sem hann skrifai um þau efni.

Stöð 13 Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði

Við skoðuðum basalt og heklu vikur og lásum aðeins um það í þessari bók og þegar við vorum búnar að því var tíminn búinn. :)

Mynd.

 

Smá úr glærupakkanum sem Gyða lét okkur fá eihv tíman.

 • Árið 1104 eyddist þjórsárdalur vegna mikils gjóskufalls frá Heklugosi.
 • Þjórsá er lengst á landsins (230 km. frá upptökum Bergvatnskvíslar.)
 • Þjórsá er að drjúgum hluta jökulá en þó er bergcvatn uppistaða í vatni árinnar.
 • Meðfram ánni er gróið land þegar neðar dregur og víða stórbrotið og fagurt landslag.
 • Innri öfl koma úr iðrum jarðar- Eldgos, jarðskjálftar og skorpuhreyfingar.
 • Ytri öfl eru ytri áhrif- vindur, öldugangur, jöklar, frost, úrkoma og vatnsföll.
 • Vatnsvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða.
 • Dragár eru algengastar á blágrýtissvæðum.
 • Upptök dragáa eru óglögg.
 • Hafa rennsli háð veðri og sveiflum í hitastigi. (klakastíflur)
 • Lindár eru algengastar í og við gosbeltið.
 • Glögg upptök úr lindum og vötnum.
 • Jafnt rennsli og hitastig.
 • Jökulár koma úr jöklum.
 • Rennsli háð veðri og mikil dægursveifla.
 • Óhreinar af framburði.
 • Hjarnjöklar eru allir stærstu jöklar landsins.
 • Skriðjöklar eru afrennsli stærri jökla.
 • Daljöklar eru fáir á Íslandi.
 • Skálar- og hvilftarnöklar eru algengastir í Eyjafjallahálendinu.
 • Þegar berg molnar vegna ytri afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru-Rof.
 • Þar sem bergmylsna sest myndast set.
 • Set úr bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó.
 • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d. má segja að allt Suðurlandsundirlendið sé þakið seti.
 • Sandur og möl er dæmi um set.
 • Molaberg er set úr bergmylsnu.
 • Lífrænt set verður til úr leifum plantna og dúra.
 • Mold er set gert úr bergmylsnju blandaðri rotnandi eða rotnuðum dýra- og plöntuleyfum.
 • Hekla hefur gosið 7 sinnum á þessari öld.
 • Hún gaus: 1913,1947, 1970, 19, 1981, 1991, 2000

 

Leave a comment

Við byrjuðum í nýjum hlekk á föstudaginn sem heitir Þjórsá. Gyða var með glærusýningu um allt sem tengist þjórsá, heklu, jökla og bara allt sem tengist þessu á einhvern hátt. Í dag vorum við að gera verkefni í tölvum. Við áttum að velja 3 spruningar og svara þeim. Þetta verkefni er í verkefnabankanum. Ég ákvað að taka þessar 3 spurningar og svara þeim:

 1. Hversu oft hefur Hekla gosið frá landnámi… og hversu oft gaus hún á 20. öldinni.
 2. Fossarnir í Þjórsá?
 3. Hvaða hjátrú er tengd Heklu?

Hér eru svörin við þessum spurningum.

 1.     Hún hefur gosið oftar 20 sinnum frá landnámi, 6 sinnum á 20.öldinni (Heimildir: 1 og 2)
 2. Helstu fossarnir í Þjórsá heita: Kjálkaversfoss,   Hvanngiljafoss,  Dynkur,  Búðarhálsfoss,  Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Búði og Urriðafoss. (heimild)
 3. Hún átti að vera inngangur til helvítis. (heimild)

Mynd: heimild

Leave a comment

Á mánudaginn vorum við í tölvuverinu að gera verkefni. Við áttum að finna út hvernig orka var á hverri mynd. Þetta verkefni var á ensku þannig að við þurftum líka að læra hvað orkumyndirnar heita á ensku.  Í endann á tímanum áttum við að meta bloggin okkar.

 • chemical – Efna
 • Light- ljós
 • mechanical- vélar
 • Nuclear- Kjarnorka
 • Thermal- Varma

Á miðvikudaginn vorum við svo að gera verkefni 2 og 2 saman í hópum. Ég var með Eyrúnu í hóp og í fyrsta verkefninu áttum við að svara fullt af spurningum um pizzadeig (afhverju það lyftisr, hefjast og einhvað þannig), í 2. verkefninu áttum við að svara spurningum um hitabrúsa, einangrun og eitthvað sem tengist því. Í 3. verkefninu áttum við að svara spruningum um sónar myndir en við skildum eiginlega ekkert í því þannig að við svöruðum ekki mjög mörgum spurningum þar. 

 

Á þessari mynd af hitabrúsa er sínt hvernig einangrun í hitabrúsa virkar. Ég fékk þessa mynd á vísindavefnum.

Leave a comment