Við vorum í stöðvavinnu í dag og áttum að gera fullt af verkefnum. Ég var með Ágústi í hóp og við byrjuðum á phet. Við áttum að byrja á að fikta smá í forritinu og Ágúst var alltaf að „henda“ kubbunum uppí loftið þannig að þeir hurfu og komu ekket aftur. Svo áttum við að svara nokkrum spurningum.

 1. Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?  Við svöruðum kg/L.
 2. Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið?  Viðurinn var með 0.40 kg/L, ísinn 0.92 kg/L og álið 2.70 kg/L.

Svo áttum við að prófa óþekktu kubbana í mistery og svara fleiri spurningum.

 1. Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D? Við erum ekki alveg viss en A er allavega með eðlismassann 19.27 kg/L og D var með 1. Er það ekki vatn eða eitthvað?

  2. Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?- Álið

  Þegar við vorum búin með þessa stöð fórum við að reyna að leysa einhverjar enskar gátur og vorum í smá stund þar en föttuðum þetta samt ekki :/

  Svo fórum við á stöð þar sem við áttum að teikna í spegli. Þetta voru fyrir mælin: Félagi þinn teiknar mynd og nú átt þú að endurtaka hana – með því að horfa í spegilinn. Teiknaðu upp myndina sem speglast.  Er það erfitt?  Ef já af hverju? -við teiknuðum og gerðum þetta og þetta var eiginlega fáranlega erfitt af því það var allt öfugt eins og ef við ætluðum að teikna upp teiknuðum við niður!

  Þegar við vorum búin á þessari stöð fórum við á rökleitagátu stöðina þar sem við áttum að lesa yfir textann og finna rökrétt svar við hvað hefði gerst. Við vorum mjöög frumleg og fundum alltaf mjög flott svör! Man ekki alveg hvernig textinn var en set allavega ca. textann og svo svörin okkar.

  1. Maður fannst í Sahara eyðimörkinni- dáinn með ferkantaðann kassa við hliðiná sér. Hvað gerðist? Okkur fannst lýklegast að hann hefði bara verið í göngutúr eða að rannsaka eitthvað í eyðmörkinni, var með pappakassa til að hlífa sér fyrir sólinni, viltist og dó úr ofþurrki!

  2. Maður var að keyra, snarstoppaði, tók byssu úr hanskahólfinu og skaut sig. Hvað kom yfir manninn? Hann keyrði bara á mús, fékk svo mikið samviskubit að hann skaut sig! Einfalt mál…

  3. Rómeó og Júlía lágu á sviðinu alveg að deyja og það var allt í glerbrotum og vatni í kringum þau. Hvað gerðist? -Þau voru bara eitthvað geðveikt tjilluð rét hjá RISA stóra glugganum á sviðinu sem sneri út að sjónum og svo bara allt í einu kom flóðbylgja, braut gluggann og þau drukknuðu á sviðnu.

  4. Maður bjó á 10. hæð í blokk. Þegar hann var að fara heim til sín tók hann lyftuna upp á 4. hæð en gekk svo afganginn. Afhverju tók hann ekki lyftuna alla leið upp? -Besta svarið við þessu var bara að lyftan bilaði.. :)

  Þegar við vorum búin að svara þessum 4 spurningum með mjöög lýklegum svörum losnaði sjónhverfinga stöð og við fórum á hana.

  1. Þetta er kassi með girðingu en á örðum helmingnum er hann eins og jörð en á hinum eins og þak.

  2. Það koma svartir punktar inní hvítu punktana.

  3. Línurnar virðast ekki vera beinar.

  Heimildir: 

  Mynd 1(phet) : print screen af tölvunni minn

  mynd2 (eyðimörk)-

  mynd3-4 (sjónhverfingar)

Leave a comment

Á miðvikudaginn vorum við að gera tilraunir. Við fengum bakka með sprittglasi, járngrind, álpappír, penna, tilraunaglösum, hitamælum, klökum, kerti og skeiðklukku. Við áttum að ákveða einhverja rosa sniðuga tilraun sem við gátum gert með þessu dóti. Ég var með Hrafnhildi og Gullu í hóp og við ákváðum að setja 2 klaka í hvert tilraunaglas og sjá hvað þeir voru lengi að bráðna og ná suðu. Eitt tilraunaglasið var einangrað að innan með álpappír, eitt einangrað að utan og eitt ekkert einangrað. Klakarnir í glasinu sem var ekkert einangrað voru fystir að ná suðu (5.25 mín), klakarnir með einangrun utaná næstfljótastir (7.50 mín) og klakarnir sem voru með einangrun utan á voru lengst (11.25 mín). Klakamynd.

Við fengum hitamæli sem var án kvarða og áttum að reyna að ákveða kvarða með því að setja hann ofaní sjóðandi vatn og klaka. Við byrjuðum á að finna 0°C og merkja það inná með því að setja hitamælinn ofaní klaka og hafa hann þar í soldinn tíma og gerðum strik þar sem við héldum að 0°C væru. Næst settum við hann ofaní sjóðandi vatn og merktum 100°C inn á hann. Þegar við vorum búin að finna 0°C og 100°C fundum við bara miðjuna og gerðum 50°C þar. Næst gáðum við hvort þetta væri réttur kvarði með því að setja hitamæli með kvarða við hliðiná þessum ofaní klaka, sjóðandi vatn og 50°C vatn til að bera þá saman, að sjálfsögðu var þetta alveg rétt hjá okkur! 😀

Skýrslan sem við gerðum eftir þennan tíma er inná verkefnabankanum eða bara hér.

Á föstudaginn vorum við í stuttri könnun og þegar við vorum búin með hana fengum við að klára skýrsluna.

Mynd fengin hér.

Og svo af því ég er búin að blogga svo fáranlega lítið undanfarið ætla ég að bæta slatta af fróðleik um orku, vísindi, hita, varma og eitthvað sniðugt sem stendur í glósunum.

Hiti

 • Hiti er mælikvarði á hvesu heitt efni er.
 • Hiti er með öðrum orðum mælikvarði á hreyfiorku frumeindaeða sameinda í efninu.
 • Hiti er mældur í gráðum (C°) eða kelvinum (k).
 • Kelvin er eining  SI-kerfisins fyrir hita.
 • Einangrun er til að halda varmanum á einhverjum tilteknum stað. Hús eru t.d. einangruð til að halda hitanum inni.
 • Mynd

Orka

 • Orka er skilgreind sem hæfni til að framkvæma vinnu.
 • Orka er grundvallarstærð sem hvert eðlisfræðilegt kerfi hefur að geyma.
 • SI einingin fyrir orku og vinnu er júl.
 • 1J=1Nm
 • Aðrar orkueiningar eru t.d. hestöfl, kílówött (kWh) og kaloríur (cal/kcal)
 • 1 kilocalorie = 4184 joules.
 • Orka byrtist í margvíslegum myndum.
 • Þessar mismunandi orkumyndir heita hreyfiorka, stöðuorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnaorka.
 • mynd
Hreyfiorka
 • Hreyfiorka er sú orka sem hlutur býr yfir vegna hreyfingar sinnar.
 • Sú vinna sem þarf til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á tiltekna hreyfingu.
 • Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.
 • Orkan sem felst í hreyfingunni kallast hreyfiorka.
 • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda.
 • Mynd.

Stöðuorka

 • Háð því hvar hlutur er staðsettur.
 • Stöðuorka kerfis er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.
 • Kraftarnir gera verið rafkraftur, segulkraftur eða þyngdarkraftur.
 • Þegar stöðuorka kerfis minnkar, breytist hún í aðra tegund orku, t.d. hreyfiorku.
 • ,,Geyma“ má stöðuorku svo sem þyngdarstöðuorku, fjöðrunarorku, efnaorku, kyrrstöðumassaorku eða raforku g leysa síðar úr læðingi.
Varmaorka:
 • Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmaorka.
 • Sú mynd orka sem flyst milli staða þar sem hitamunar gætir.
 • Því meiri hreyfing því meiri varmi.
Bara svona til að deila því með ykkur þá skrifaði ég þetta allt 2! Ég er svo yndislega heppin að eiga lítinn ofsa krúttlegan bróðir sem var rosa sniðugur og kippti tölvunni úr sambandi þegar ég var búin að skrifa þetta allt og ég þurfti að skrifa það aftur! -.-
Leave a comment

Við byrjuðum eitthvað pínu að læra um varma í síðustu viku en Gyða var ekki þannig að við vorum bara að horfá eitthvað myndband og gera verkefni í tölvuverinu. Verkefnin eru í verkefnabankanum ef þig langar að sjá þau 😉 Á föstudaginn var Gyða með glæru pakka og við gerðum verkefni í dag um varma og fleira í tölvuverinu. (það er líka í verkefnabankanum!!) Þegar við vorum búin að svara nokkrum spurningum áttum við að fara í leik sem heitir Energy skate Park. Í þessum leik áttum við að velja okkur kall ( strák, stelpu, hund, bjöllu eða bolta(ég valdi bolta)) og renna á hjólabretti í braut sem við gerðum. Við áttum að prófa að breyta þyngd boltans og sjá hvernig orkan sem hann notar breytist. Við áttum líka að breyta brautinni og skoða breytingarnar.

Leave a comment

Við erum búin að vera í vísindavöku núna og í síðustu viku. Ég er með Áslaugu og Eyrúnu og við gerðum popptilraun :) Tilgangurinn með þessari tilraun var að finna út hvernig er best að poppa popp- í potti, poppvél eða örbylgjuofni. Allt sem við þurftum var: eldhús, myndavél, olia, popp, bolli, matskeið, örbylgju skál/box, poppvél, eldavél, pottur, salt og bíó popp salt.

Hvað gerðum við?

 1. Byrjuðum að setja einn bolla /1 dl af poppi og 4 msk af olíu í boxið, poppvélina og pottinn.
 2. Svo var bara að poppa allt og taka tímann :)
 3. Poppið í örbylgjuofninum var fyrst tilbúið (eftir 3 og hálfa mín)
 4. Næst var poppið í poppvélinni (eftir ca. 4 og hálfa mín)
 5. Potta poppið tók lang lengsta tímann (ca. 11 og hálfa mín.)
 6. Næst var bara að setja allt í skálar, merkja skálarnar og salta.
 7. Við settum 1 msk af venjulegu salti og 1 af bíó poppsalti í hverja skál.
 8. SMAKKA!
 9. við smökkuðum allar tegundirnar og pældum mikið í því hvað var best. :)
 10. Niðurstaðan var sú að örbylgju poppið var lang best og lang fljótlegast að poppa það. 😀
Það sem kom mest á óvart var niðurstaðan af því við vissum ekki einu sinni að það væri hægt að poppa popp í boxi inni í örbylgjuofni!

Smá svona um popp.

Hvað er popp??

,,Poppkorn (eða popp) er afbrigði af maískorni sem blæs út þegar það er hitað, t.d. í olíu eða í örbylgjuofni og er það kallað að poppa poppið. Poppkorn var fyrst poppað af frumbyggjum Ameríku fyrir þúsundum ára, og er í dag vinsælt snakk.“

-Tekið beint upp af wikipedia.   

__________

Hvers vegna poppar poppkorn?    =D

Myndin er fengin hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a comment

Á mánudaginn vorum við í tölvuverinu að vinna í glærusýningunni okkar. Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu og ég var með Eyrún. Við gerðum einhverja krossgátu og  para saman verkefni sem meikuðu nákvæmlega ENGAN sjens en alltí lagi. Í dag vorum við aðallega að vinna í glærunum og hlusta á Gyðu.

Jörðin er….

 • þriðja reikistjarnan frá sólinni.
 • 5. stærsta reikistjarnan í sólkerfisins.
 • stærsta bergreikistjarnan.
 • 330.000 sinnum massaminni en sólin.
 • 109 sinnum minni en sólin að þvermáli.
 • jafn gömul sólkerfinu eða  í kringum 4,6 milljarða ára.
 • í ca. 150 milljón km frá sólinni.

 

 

 

Jarðskorpan:

 • Jarðskorpan er mest gerð úr storkubergi.
 • Er einnig úr mörgum bergtegundum.

Yfirborð:

 

 • Jörðin er ólík öðrum reikistjörnum í sólkerfinu.
 • 70,8% af yfirborðinu eru höf.
 • Þurrlendi er aðiens 29,2%.
 • Mjög fáir loftsteina gígar  á jörðinni.

Lofthjúpurinn:

 • Jörðin hefur lofthjúp sem verndar lífið.
 • Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem er í kringum jörðina.
 • Ef lofthjúpurinn væri ekki væri ekkert líf á jörðinni.
Meira um jörðina seinna 😀

Fekk myndina hér.

Leave a comment

Við erum byrjuð í stjörnufræði og eigum að gera glæru kynningu og sýna bekknum. Ég valdi jörðina og þarf að gera ca. 8-10 glærur eða eihv þannig um hana. Á mánudaginn vorum við í tölvuveri að vinna í glærukynningunni. Á miðvikudaginn vorum við í syövavinnu og ég var með Gylfa í hóp. Við kláruðum 4 stöðvar og byjuðum á einni.  Við byjuðum á stöð VI  og við vorum að skoða grein í lifandi vísindi um sólina.

Smá bútur úr lifandi vísindi-tekinn beint upp: Nýjar rannsóknir benda til þess að sólin sé alls ekki jafn stöðug og taliði hefur verið. Fjöldi sólgosa hefur verið niðri í öldudal og kannksi munu þau hvera alveg um tíma. Þetta er vísbending um óþekkt ferli í iðrum sólar sem kunna að hafa mikil áhrif á loftslag jarðar. –Lifandi vísindi 2011 nr. 1

Síðan fórum við á stöð XII sem var mjög svipuð og fysta stöðin nema við vorum bara að skoða myndir og texta af tunglinu en ekki sólinni. :) Geimfarið LRO var sent á braut um tunglið 2009. Frá því hafa m.a. borist mjög nákvæmar myndir af yfirborðinu. -Lifandi vísindi 2011 nr 10.
Þriðja stöðin okkar var tölvustöðin. við áttum að fara inná Planet10 og búa til plánetu. Fyrstu 2 pláneturnar okkar voru of heitar þannig að það lifði ekket á þeim en þriðja plánetan var fín og var mjög stöðug. :)

Á næstu stöð áttum við að fikkta með galeo sjónauka og reyna að finna út hvernig hann virkar. Við náðum ekki að sjá neitt með honum en það þurfti örugglega bara að stilla hann eitthvað.

Stöð X spurningar bls 51 í sól, tungl og stjörnur. Ég er ekki með þessa bók þannig að ég man ekki alveg spurningarnar en ég ætla að setja svörin við fyrstu tvem. (náðum ekki að klára)

 • Með því að skoða litróf stjarnanna má fá upplýsingar um hreyfingu þeirra.
 • Rauðvik- Ef stjarna er á leið burt frá okkur eykst bylgjulengd ljóssins og það færist í áttina að rauðu í litrófinnu.
 • Blávik- Ef stjarnan er að koma til okkar styttist bylgjulengdin og litirnir hliðrast að bláu.
Í tímanum í dag vorum við bara að horfa á fræðslumynd um sjónauka og bara sögu þeirra og þróun.

Myndir: Mynd1, mynd2 Myndirnar tengjast lifandi vísindi ekki neitt heldur langaði mig bara að setja einhverjar myndir inn :)

 

 

Leave a comment

Fyrsta önnin er að klárast núna og við byrjum í nýjum hlekk á mánudaginn. Síðasta mánudag vorum við bara í tölvum að gera skýrlsu fyrir tilraunina í síðustu viku.

 Í dag vorum við að gera aðra tilraun með hröðun og vorum að rúlla bolta og taka tímann. Við áttum að finna timann, hraðan hröðunina og fleira. (skelli skýrslunni inn þegar hún er tilbúin 😉 ) Fann nokkrar flottar síður um hröðun. Held að það sé bara ALLT sem er hægt að vita um hröðun! 

Síða 1 (veit ekki alveg hvað hún heitir en  hún er MJÖG góð!)

Wikipedia, Kraftur og hröðun

Vísindavefurinn-hvernig reiknar maður hröðun/hraðabreytingu?

 

 

 

 

Leave a comment

Á mánudaginn héldum við áfram með einhvað verkefni síðan í síðustu viku og fengum ritgerðina okkar til baka. :)

Á miðvikudaginn vorum við að gera tilraun með massa, kraft og afl. Ég var með Gullu og Hrafnhildi í hóp og við vorum með stigann hjá náttúrufræðistofunni. Hrafnhildur hljóp og labbaði, Gulla tók tímann og ég skrifaði. Við mældum stigann og hann var 2,7m hár. Þegar við vorum búin að labba og hlaupa 3 sinnum upp stigann og skrá niðurstöðurnar var komið að því að reikna og finna meðaltal, massa, kraft og afl. Við notuðum formúlur sem Gyða skrifaði uppá töflu til að finna þetta út.

Til að finna kraftinn gerðum við massa x hröðun. Massinn er bara þyngd manneskjunnar sem hljóp (44 kg) en hröðunin er bara togkraftur jarðar. (9,8 N)

Kraftur:  44 kg x 9,8 N/kg= 431,2 N

Þegar við vorum búin að finna kraftinn þurftum við að finna vinnuna. Til að finna vinnu gerir maður kraftur x vegalegnd. Krafturinn var 431,2 N og hæð stiganns 2,7m þannig að þetta er 431,2N x 2,7m= 1164,24Nm

Næst þurftum við að finna aflið sem er fundið með formúlunni vinna deilt með tíma.

Vinnan var 1164,24Nm þannig að það þarf bara að deila því með sekúndunum. Meðaltalið í göngunni var 7,81 sek en hlaupinu 3,8 sek.

Aflið í göngunni var bara 1164,24Nm deilt með 7,81 sek. sem er 149,1 W.

Aflið í hlaupinu var 1164,24Nm deilt með 3,8 sek. sem er 306,38 W.

Í þessari tilraun komumst við að því að það þarf næstum helmingi meiri kraft/afl til þess að geta hlaupið upp stiga en að labba. Kraftar sem höfðu áhrif eru: núningskraftur, togkraftur jarðar og loftmótstaða.

Hér er smá útskýring á kraft, hröðun, vinnu og afli sem við fundum í bókinni kraftur og hreyfing. :)

Kraftur- áhrif sem verka á hlut þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum. Kraftur er mældur í N og formúlan er: massi x hröðun.

Hröðun er 9,8 (þyngdarkraftur jarðar.)

Vinna- orkubreyting sem verður þegar hlutur færist úr stað fyrir tilstilli krafts; margfeldi af krafti og vegalengd. Vinna er mæld í Nm  og formúlan er kraftur x vegalegnd.

Afl- mælikvarði á hversu hratt vinna er unnin; vinna deilt með tíma.

Myndina af stiganum fékk ég hér.

Á föstudaginn hélt Gyða áfram með glærupakkann sem hún byrjaði á einhvern tímann fyrir löngu og við gerðum einhver dæmi sem voru í glærunum og hlustuðum á hana.

Leave a comment

Á mánudaginn vorum við í tölvum og vorum inná Phet . Við áttum að gera verkefni með eðlismassa og finna massann á nokkrum mismunandi kubbum og skrifa inní word. Við áttum líka að setja þetta verkefni inní verkefnabankann en ég náði ekki að senda mér þetta þegar tíminn var búinn og hafði ekki tíma til að setja þetta inná bloggið en vonandi kemur þetta inn sem fyrst. :)

Á miðvikudaginn vorum við að svara spurningum úr kennslubókinni kraftur og hreyfing á bls.26-27.  Gyða var ekki og við áttum bara að vinna nokkur saman og svara þessu. Ég, Áslaug, Jón Gunnar og Nonni unnum saman og hjálpuðumst að við að finna svörin. :)

Í dag (föstudagur) vorum við bara að fara yfir verkefnin úr síðasta tíma og leiðretta. Þegar við vorum búin að leiðrétta allt sagði Gyða okkur hvað við erum að fara að gera á miðvikudaginn í næstu viku. Við erum að fara að gera tilraun með afl, kraft og vinnu eða einhvað í þá áttina.

Þetta er formúlan hvernig maður finnur eðlismassa: Massi deilt með rúmmáli. Fékk þetta hér. —–>

 

 

Mikilvægt:

 • cm³ =ml
 • massi og þyngd er EKKI það sama.
 • Massi breytist aldrey-sama hvaða plánetu þú ert á.
 • Þyngd fer eftir togkrafti.
 • Dæmi: Massi kassa er 20 kg.
 • Þyngdin er 196 N á jörðinni (x9,8 N/kg), 32 N á Tunglinu (1,6 N/kg) og 520 N á júpíter. (x 26 N/kg)

Verkefnin sem við gerðum á miðvikudaginn (eða eitthvað af þeim ) 

 

Fjölvarpsspurningar:

 1. Sú grein eðlisvísinda sem fjallar um krafta í náttúrunni er eðlisfræði.
 2. Grunneining rúmmáls er metri.
 3. Einn kílómetri jafngildir 1000 metrum.
 4. Einn millilítri jafngildir 1/1000 úr lítra.
 5. Metrinn er grunneining lengdar.
 6. Grunneining massa er kílógramm (kg.)
 7. Massi ákveðins rúmmáls af tilteknu efni er mælikvarði á eðlismassa.
 8. Suðumark vatns er 100°C.
 9. Tækið sem mælir tíma með mikilli nákvæmni og er notað til þess að staðla sekúndu nefnist frumeindaklukka.
 10. Öryggistáknið sem sýnt er þar sem þú átt að fást við glervöru er flaska.
Eyðufyllingar  
 1. Líkleg lausn á tiltekinni ráðgátu sem grundvölluð er á þeim upplýsingum sem liggja fyrir um hana nefnist tilgáta.
 2. Sá þáttur sem hafður er breytilegur þegar tilraun er gerð nefnisst breyta.
 3. Mælikerfið sem notað er í vísindum nefnist SI einingakerfið.
 4. Forskeytið kíló merkir 1000.
 5. Einn metri jafngildir 1000 millimetrum. (mm)
 6. Tíumilljarðasti (1/10.000.000.000) hluti úr metr kallast omstrom. (veit ekki alveg hvernig það er skrifað :S)
 7. x (veit ekki svarið)
 8. Vatn frís við 0 °C
 9. Grannur og orkuríkur ljósgeisli myndast í tæki sem nefnist leiser.
Stutt og laggott (gott að kunna):
 1. Hvaða mælieiningar er eðlilegt að nta þegar eftirfarandi er mælt?
 • Rúmmál drykkjamáls? _ml__
 • Breidd bókar?_cm__
 • Massi fólksbíls? _tonn__
 • Hiti stöðuvatns?_°C___
 • Massi bréfaklemmu?_gramm__
 • Hæð tveggja hæða húss?_metra__
 • Elismassi viðarkubbs?_g/cm³__
Leave a comment

Á mánudaginn vorum við í skýrsluvinnu. Við vorum að gera skýrslu um krufninguna á músinni og gerðum eina skýrslu á hóp. Við kláruðum næstum því en náðum ekki alveg að klára og prenta.

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég var með Eyrúnu í hóp. Við gerðum nokkrar stöðvar. Á 1. stöðinni  vorum við að læra á svona vigt eða vog eða hvað sem þetta kallast. Við mældum nokkra steina og mældum þá svo aftur til að sjá hvort við fengum alltaf sömu töluna- að sjálfsögðu náðum við að fá alltaf sama í öllu og vorum mjööög nákvæmar. 😀 Svo áttum við að nota formúlur til að reykna fullt af dæmum og einhvað sniðugt. Á síðustu stöðinni ætluðum við að finna eðlismassa steins en tíminn var búinn.

Á föstudaginn lét Gyða okkur fá glærupakka um eðlisfræði. (jeii) Við þurftum líka að gera nokkur verkefni. í einu verkefninu áttum við að lesa texta og finna út í hvaða „yrðingu“  niðurstöðurnar, tilgátan og allt það kom fram. Við gerðum annað svona verkefni sem var mjög líkt þessu. Svo gerðum við eitt verkefni þar sem við áttum að reikna þyngdina okkar á  nokkrum mismunandi plánetum með því að margfalda massann okkar með ákveðinni tölu. Við fengum formúlublað frá Gyðu með fullt af sniðugum formúlum sem við fórum yfir og skrifuðum á hvaða mælieiningar við notum til að mæla hvaða hlut.  Á þessu rosa sniðuga blaði var líka sínt hvernig nokkrar mælieiningar eru skammstafaðar/styttar.

Ákvað að setja inn nokkrar svona mælieiningar sem voru á þessu blaði. :)

 • Amper                   A
 • Celsíusgráða        °C
 • Gramm                  g
 • Kaloría                   Kal
 • Kelvin                    K
 • Klukkustund         klst.
 • Lítri                        l
 • metri                      m
 • Mínúta                   mín
Og fullt í viðbót 😀
Leave a comment