Vika 1 hlekkur Jarðfræði.

  • mars 19, 2014 10:11 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestrar tími sem við nýttum vel með að skrifa niður á hugtakakortið. Við lærðum nöfn tveggja manna sem hétu Dr.Helgi pjétursson og  Guðmundur kjartansson frá hruna. Þeir voru fyrstu jarðfræðingar Íslands og voru með mikklar ransóknir hér í hrunamannahrepp.Í seinni tímann fórum við niður í tölvuver og vorum að vinna í ritgerðarvinnu.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna sem var mjög fjölbreytileg og margar stöðvar í boði. Ein þeirra var steinagreining, í henni voru dregnar framm nokkrar fötur með fjölbreytilegum steinum og með hjálp nokkura bóka var hægt að greina stóran hluta steinanna.Á annari stöð sem var í boði mátti skoða silfurberg sem er mjög merkilegur steinn að því leiti að ljós skín í gegnum hann og má nota silfur berg í ímislegt gagnlegt eins og sjónauka.

Hér má sjá mynd af silfurbergi

silfurberg

Bæbæ.

Stöðvavinna

  • mars 19, 2014 6:30 e.h.

Steinaskoðun/greinun

Koparkis: Er með margbreytileg litbrigði og finnst við össurá og á lóni.

Hrafntinna: Er hrafnsvart líparítgler sem myndast við snögga kólnun líparítkviku. Þekktustu fundrastaðir eru við hrafntinnuhraunin við torfajökul.

Kristalbúnt: Kemunr oftast fyrir í klösum, stærð er 9.5 CM, finnst við teighorn..

Jarðfræðispurningar

  • mars 17, 2014 3:07 e.h.

1: Guðmundur Kjartansson árið 1960.

2: Jarðfræðikort sýna aldur og gerð  þeirra jarðlaga sem Ísland er gert úr ásamt atriðum sem tengjast uppbyggingu landsins T.D. gígar

3: Súrt gosberg, Basísk og ísúr hraunlög

4: Steindir eru skilgreindar sem náttúrulegt, einslegt efni með ákveðna efnasamsetningu og skipulagða röðun frumeinda.

5: Cavansít sem er mjög sjaldgæf og hefur bara fundist á2 öðrum stöðum í heiminum.

 

Vika6 hlekkur Eðlisfræði

  • mars 12, 2014 6:09 e.h.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við í bekknum fengum að fara í tölvuverið að vinna í ritgerðar vinnu sem gekk bara ágætlega.

Á fimmtudaginn var ég veikur en þá byrjaði nýr hlekkur. Allir fengu nýtt hugtakakort og glósupakka og það sem eftir var af tíma fór í upplestur úr glósonum.

Hér kemur ein fréttir

Frétt um fíla

 

Vika4 Hlekkur eðlisfræði

  • febrúar 26, 2014 8:45 e.h.

Hæhæ.

Á mánudaginn Byrjuðum við daginn á því að  rifja upp helstu atriði hlekksins, þegar það var búið fórum við í mjög fjörugt og skemmtilegt Alías með hugtökum ´´úr hlekknum. Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og fórum að skipulegja bloggið okkar( raða færslum upp eftir í hvaða hlekk þær voru í) og síðan í lok tímans fengum við heimapróf sem við áttum að skila á fimmtudaginn.

Á fimmtudaginn byrjuðum við daginn á því að skila heimaprófinu sem við höfðum fengið á mánudaginn. EFtir það eiddum við mest öllum tímanum í að fara yfir þó nokkrar fréttir sem má sjá á náttúrufræðisíðu 10.bekkjar.

 

Frétt

Loftsteinn sem skall á tunglið.

 

Bæbæ.

Vika2 Hlekkur eðlisfæði

  • febrúar 5, 2014 9:51 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestrartími. Í tímanum fórum við yfir lögmál Ohms og skoðuðum og lærðum á þríhyrning sem heitir Ohm’s triangle. Við fengum glósupakka og fórum yfir hann í tímanum. Við fengum  nokkur dæmi þar sem við áttum að finna óþekktan hluta orku.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna sem ég tók ekki þátt í þar sem ég var að klára rannsóknarverkefni fyrir tækni lego kepni Íslands og þess vegna segji ég aðeins frá keppninni.

Lego keppni Íslands var haldin í háskólabíói, laugardaginn fyrsta febrúar. Í keppninni voru 13 lið sem komu alstaðar að á landinu. Lið Flúðaskóla hét Lego.Las og okkur gekk ágætlega í keppninni og lentum í fimmta sæti. Legó keppnin gengur út á það að forrita róbótinn til að klára ýmsar þrautir á braut sem er búin til árlega. Brautin í ár hét Nature’s Fury, hér má sjá heimasíðu First Lego ligue sem hélt keppnina.

Hér má sjá viðtal sem tekið var við hópinn okkar í keppninni.

Bæbæ.

Vika1 Hlekkur Eðlisfræði

  • janúar 29, 2014 6:40 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var haldin kynning um öll myndbönd af vísindavöku tíundabekkjar. Tilraunirnar voru þó nokkrar, og allar voru þær fínar. Þeir sem vilja skoða mynbönd af þessu tagi smella Hér.  Í seinni tímanum  byrjuðum við svo á nýjum hlekk sem var Eðlisfræði.

Á fimmtudaginn fengum við glósur og byrjuðum að kíkja á þær. Við fórum yfir helminginn af glósonum  áður en tíminn var búinn og þar lærðum við meðal annars um af hverju eldinga eru svo algengar í reykmökk eldgosa, við lærðum muninn á því hvernig ljósaperur virka þegar þær séu raðtengdar eða hliðtengdar.

Hér eru tvær fréttir

Þessi kemur frá tunglinu.

Þessi frétt er um Íslenska jökla.

 

Bæbæ.

Vísindavaka.

  • janúar 22, 2014 4:11 e.h.

Hæ.

Síðast liðnar vikur hefur verið vísindavaka. Á vísindavöku er framkvæmt tilraunir og unnið í hópum. Ég var með Ágústi, Arnþóri og Bjarka í hóp. við vorum með þó nokkrar tilraunir í huga, sú fyrsta var um það hvernig væri hægt að búa til krab úr gosi á aðeins 3 sec. Myndband af því er hægt að sjá hér. Þessi tiraun heppnaðist ekki hjá okkur en hún gæti heppnast hjá einhverjum öðrum. Tilrun númer 2 sem við ætluðum að reyna var Hét Fire Tornado og hér má sjá hann.  Þessi tilraun gekk heldur ekki upp því að við áttum ekki allt sem þurfti til að framkvæma tilraunina. Þriðja tilraunin var sú sem við framkvæmdum. Hún virkar þannig að maður tekur skál og fyllir hana af vatni, síðan setur maður matarlit út ú svo að vatnið fær lit. Síðan var sett kerti ofan í skálina og kveikt á því, síðan er sett glas yfir . Eldurinn slöknar eftir nokkrar sec, þegar hann slökna byrjar vatnsyfirborðið að hækka. Hér má sjá myndbandið okkar og hér má sjá myndbandið sem við fundum á youtube.

Bæbæ

vika4 hlekkur2

  • desember 19, 2013 12:00 f.h.

Hæ.

Á mánudaginn var góður tími enda fórum við í Efna-alías. Í Alíasinu komu fram nöfn efna, róteindir, frumeindir og nifteindir komu fram og síðan nokkrir Jólasveinar. Við skoðuðum nokkrar fréttir ræddum saman um komandi þurrís tilraun næsta fimmtudag.

Á fimmtudaginn framkvæmdum við þurrístilraunir af ýmsu tagi. Hér koma nokkrar tilraunir. Ein tilraunin var að taka hljómhvísla og setja á þurrísinn. Við það gaf þurrísinn frá sér mjög pirrandi ískur, sem að fór smá í taugarnar á sumum. Í einni tilrauninnisettum við þurrís ofan í heitt vatn og svo kalt vatn. við það fór vatnið að búbbla í báðum glösum en samt meira í heita vatninu því að þar hreifast sameindirnar hraðar en í kalda vatninu. Af þessum tilraunum eigum við svo að búa til skýrslu.

Smá auka…..

Þurrís er efnið CO2 eða koltvíoxíð sem er þá í föstu efni en það er líka til sem lofttegund.

bæbæ.

 

vika 3 hlekkur 2

  • desember 11, 2013 6:05 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var Gyða  ekki svo að við horfðum á einhverja danska mynd.

Á fimmtudaginn var stráka tími og við byrjuðum að fara yfir blogg og nokkrar fréttir.  þegar því var lokið var í boði að fá að stilla efnajöfnur fyrir þá sem komu illa út úr því á prófinu. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og þá var fengin smá tími til að gera skýrsluna um sýrustigið.

 

Hér kemur bloggið um Tenerife sem ég var búinn að lofa Gyðu um.

Tenerif er eyja sem tilheyrir Spáni og er að stærðinni 785,4 fermílur eða 2034.37 ferkílómetrar. Eyjan er í miðjuni á eyjaklasa sem er við vestur strönd Afríku og er því í hitabeltinu. Eyjan er mjög þekkt fyrir að vera vinsæll ferðamannastaður og það er margt að skoða á þessari sérstöku eyju. Síðastliðin 250 ár hafa verið 4 eldgos í eldafjallinu á Tenerif þar á meðal seinasta gosið sem var árið 1909 og var í 9 daga. hér er hægt að skoða svona sirka hvenær hefur gosið þar seinustu 10000 árin og hvað þau hafa varað lengi. Á Tenerife er mjög fjölbreytt dýralíf og á meðan ég var þar sá ég 11 fuglategundir(og smakkaði tvær). Nokkrir af þessum fuglum eru til á íslandi en einn þeirra sem var í mikklu uppáhaldi hjá mér var Golden eagle eða á Ísleansku veit ég ekki hvað hann heitir. Örn þessi lifir aðalega í norður ameríku( enda sá ég hann á fuglasýningu) og er með gullnar fjaðrir á hnakkanum. Aðrir fuglar sem ég sá voru fálkar og síðan sá ég mjög stóra tegun af uglu en ég fékk ekki að vita nafnið.

Smá auka…….

Hér er síða sem hægt er að skoða eyjaklasan nánar

Golden Eagle PhotoHér er mynd af erninum (Golden eagle) og hér er síða sem hægt er að lesa smá um þá

Photo of this volcanoHér er mynd af eldfjallinu á Tenerif en það er 3750 yfir sjáfarmáli.

Bæbæ.