blogg vika 4

  • október 2, 2011 8:12 e.h.

Góðan dag.

Í vikunni fórum við í stöðvavinnu í nokkrar stöðvar þar á meðal tölvustöð Cells alive sem við áttum að skoða. Við tvær aðrar stöðvar áttum við að skoða í smásjá. Á fyrri stöðinni áttum við að skoða plöntufrumu á lauk/rauðlauk og skoða í mismunandi stækkun.Á seinni stöðinni sáum við sáðfrumu nauts í smásjá.Ég var veikur á fimmtudaginn svo ég skrifa í staðinn fróðleik um frumur.

 

* Hvernig og hve oft endurnýast frumur ;   Frumur eru í stöðugri endurnýjun meðan þær lifa. Þetta þýðir það að
stórsameindir frumunnar, til dæmis prótín (prótein), eru í sífellu að brotna
niður og önnur samskonar prótín að myndast eftir þörfum. Líftími prótína í
frumum er mjög mislangur, allt frá einni eða örfáum mínútum fyrir ensím sem
hvata hraðvirka efnaferla sem þarf að stýra mjög nákvæmlega, og upp í marga
mánuði fyrir prótín í stoðkerfum frumunnar.

*hver sá fyrst frumukjarna; Robert Brown (1831) sá fyrstur frumukjarnann (nucleus) í frumum í húðvef orkídea
og fljótlega var staðfest að frumukjarni var til staðar í öllum plöntufrumum og
einkenndi þær engu síður en frumuveggurinn.

*Hvað gerist í frumunum þegar við fáum krabamein;Illkynja frumur fjölga sér stjórnlaust. Það þarf ekki endilega að merkja að þær
fjölgi sér mjög hratt, en fjölgun þeirra fylgir ekki lengur því lögmáli sem
gildir í eðlilegum vef að tilteknar stofnfrumu sjái um endurnýjunina en afkomendur þeirra
sérhæfist til ákveðinna verka og glati þá hæfileikanum til að skipta sér.

upplýsingar fæ ég af vísindavefnum

   og wikipedia

Plöntufruma

Plöntufruma

Care to leave a comment?

Leave a comment