Posts for október, 2012

16/10 hlekkur 2 vika 5

  • október 16, 2012 3:06 e.h.

Hæ.

Á mánudagin var spjall tími og við skoðuðum margar fréttir, myndir og fleirra t.d. skoðuðum við frétt af bleika vatninu í senegal. Hér getið þið skoðað frétina. Vatnið sem er 20 km frá dakar, höfuðborg landsins er bleikt vegna sérstakrar frumu að nafni dunaliella salina.

Á þriðjudaginn var verkefnavinna og margar stöðvar í boði. Ein stöðin var um hinn stórkostlega borneo leiðangur og ástæðan fyrir því að hann var svo sérstakur var útaf því að í honum voru uppgötvaðar um það bil 160 nýar tegundir af dýrum, plöntum og fleirri lífverum og er þær jafnvel fleirri ófundnar á þeim sama stað.Þar á meðal af tegundunum blár sveppur.

 

9/10 vika 4 hlekkur 2

  • október 9, 2012 3:05 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestrartími og við fórum yfir margt og mikið. T.d. fórum við yfir hvernig áhrif fílaveikin hefur á menn og hvernig hún berst á milli.Við vorum líka að skoða frétt um konu sem geimdi 3000 kóngulær í eldhúsinu sínu af tegundinni fen raft sem er í útrýmingar hættu.Einnig ræddum við um læknabóðsugu sem  er blóðsuga sem  hreinsar blóð.

Á þriðjudaginn vorum við í verkefnavinnu.Hér er dæmi um hvað við vorum að gera.Á einni stöðinni sem var tölvustöð þá átti maður að fara inn á síðu sem maður átti að skoða greinar um morg dýr t.d. Mýflugur, brunnklukkur, síli, laxaseiði og markt fleirra.

smá fróðleikur..

Á einum áratug  frá árunum 1999-2009 voru uppgötvaðar 1200 nýar tegundir í amzone regnskóginum.

upplýsingar fékk ég ímist af vísindavefnum.is eða mbl.is

bæ bæ.

 

2/10 vika 4 hlekkur 2

  • október 2, 2012 3:07 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestrar tími og við skoðuðum markt og mikið. Til dæmis vorum við að ræða um orma en ormarnir sem við vorum að skoða voru til dæmis þráðormar sem voru í gamla daga mikill partur af slæmri sýkingu sulluveikinnar sem kom oft eftir að fólk hafði látið hundana sína sleikja matardalla og matar öskjur.

Á þriðjudaginn fórum við út að safna birkifræum fyrir hekkluskóga. Ég safnaði fræum með Rúnari og Einari og get ég ekki annað sagt að það hafi hepnast nokkuð vel. síðan af  því loknu  fórum við út í  skóg og fórum í leik þanga til að tíminn var búinn.

Hér er linkur af svokölluðum sjáfarskafla eða tsunami frá vísindavefnum en sjáfarskafli getur orðið alt að fimtíu metrar að hæð.

hér er sagt nánar frá því að kóralrif eru að hverfa fyrir utan strendur Brasilíu en sagt er frá því inni á mbl.is.