Posts for nóvember, 2012

vika2 hlekkur3 13/11

  • nóvember 13, 2012 3:00 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fræðslutími eða spjalltími  og við fórum yfir margar fréttir. Ein fréttin sem við fórum yfir var að það er sænskur vísindamaður sem spáði mildum vetri í ár. Hann hefur seinustu þrjú ár haft rétt fyrir sér í sínum ágískunum og því er bara að bíða og sjá hvort að það rætist aftur. önnur fréttin var alveg að rekja til Mars og Curiosity sem er lítin geimstöð frá NASA eða geimvísindastofnun Bandaríkjana. Þar kom fram að Curiosity hafi uppgötvað að grjótið og mölin á Mars er als ekki svo ólík frá möl og grjóti frá hawaii og íslandi. Síðan var ein frétt um að það væri verið að kjósa ævintíramann ársins.

Á þriðjudaginn vorum við í smá tilraunavinnu sem snérist um það að einn átti að hlaupa upp stiga, einn átti að taka tímann,  einn átti að ræsa hann sem hljóp upp stigann og einn átti að mæla lengd stigans.Síðan að því loknu átti að reikna út meðal talið frá hlauponum og löbbonum  og líka átti síðan að búa til skýrslu sem var líka skift með sér verkefni hópurinn minn var Helgi, Jóhanna og Júlía. Skírslan skilaðist svo eftir alla mælinguna og skýrsluna.

Ég ætla líka að benda á það að það er hægt að kjósa ævintýramann ársins á National geografic

Bæ bæ.

1vika 3hlekkur 6/11

  • nóvember 6, 2012 3:06 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn byrjuðum við á því að fara yfir könnun sem við fórum í seinasta þriðjudag um hlekk 2. eftir það þá byrjuðum við á nýum hlekk sem er um eðlisfræði. Við fórum eftir það síðan aðeins yfir það um hvað sá hlekkur er. Síðan skoðuðum við tvær fréttir um Sandy fellibylin sem fór yfir Kúbu, Jamaika og haítí. Síðan skoðuðum við nokkur blogg.

Á þriðjudaginn fórum við aðeins í grærupakkan sem Gyða lét okkur fá. Síðan skoðuðum við frétt um Sandy sem NASA var með og síðan skoðuðum við frétt sem sannaði að reikingar eru hættulegri en áður var talið. Síðan í seinni tímanum fórum við niður í tölvuverið að klára það sem eftir var af ritgerðinni.

Bæ bæ.