Posts for maí, 2013

16/5 Blogg um Bully

  • maí 16, 2013 1:21 e.h.

Hæhæ.

Bully er mynd um einelti í bandaríkjunum sem  er mjög algengt. Myndin fjallar um 5 krakka sem eru stanslaust lagðir í einelti. Ég  man ekki hvað allir krakkarnir heita en ég man að einn þeirra hét Alex og hann var búinn að vera svo mikið lagður í einelti að hann sagðist vera hættur að finna fyrir því þegar hann er laminn og það er mjög algengt að þegar fólk sem er lagt í einelti segir það að þó er ekki langt í að summt af því fari að hugleiða sjálfsmorð.  Það var tekið viðtöl við tvö pör af foreldrum sem höfðu báðar misst einn son hvor vegna eineltis sem leiddi að sjálfsmorði. Mér finnst of lítið gert í þessum málum því að eineltið gerir lífið leitt fyrir mörg þúsund krakka í heiminum.

Bæbæ.