Posts for janúar, 2014

Vika1 Hlekkur Eðlisfræði

  • janúar 29, 2014 6:40 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var haldin kynning um öll myndbönd af vísindavöku tíundabekkjar. Tilraunirnar voru þó nokkrar, og allar voru þær fínar. Þeir sem vilja skoða mynbönd af þessu tagi smella Hér.  Í seinni tímanum  byrjuðum við svo á nýjum hlekk sem var Eðlisfræði.

Á fimmtudaginn fengum við glósur og byrjuðum að kíkja á þær. Við fórum yfir helminginn af glósonum  áður en tíminn var búinn og þar lærðum við meðal annars um af hverju eldinga eru svo algengar í reykmökk eldgosa, við lærðum muninn á því hvernig ljósaperur virka þegar þær séu raðtengdar eða hliðtengdar.

Hér eru tvær fréttir

Þessi kemur frá tunglinu.

Þessi frétt er um Íslenska jökla.

 

Bæbæ.

Vísindavaka.

  • janúar 22, 2014 4:11 e.h.

Hæ.

Síðast liðnar vikur hefur verið vísindavaka. Á vísindavöku er framkvæmt tilraunir og unnið í hópum. Ég var með Ágústi, Arnþóri og Bjarka í hóp. við vorum með þó nokkrar tilraunir í huga, sú fyrsta var um það hvernig væri hægt að búa til krab úr gosi á aðeins 3 sec. Myndband af því er hægt að sjá hér. Þessi tiraun heppnaðist ekki hjá okkur en hún gæti heppnast hjá einhverjum öðrum. Tilrun númer 2 sem við ætluðum að reyna var Hét Fire Tornado og hér má sjá hann.  Þessi tilraun gekk heldur ekki upp því að við áttum ekki allt sem þurfti til að framkvæma tilraunina. Þriðja tilraunin var sú sem við framkvæmdum. Hún virkar þannig að maður tekur skál og fyllir hana af vatni, síðan setur maður matarlit út ú svo að vatnið fær lit. Síðan var sett kerti ofan í skálina og kveikt á því, síðan er sett glas yfir . Eldurinn slöknar eftir nokkrar sec, þegar hann slökna byrjar vatnsyfirborðið að hækka. Hér má sjá myndbandið okkar og hér má sjá myndbandið sem við fundum á youtube.

Bæbæ